„Við skulum sjá hvað gerist í lok vikunnar“ Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 28. janúar 2019 14:49 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ómögulegt að segja til um hvert kjaraviðræðurnar sem nú standa yfir leiða. Það sem skipti máli sé að deiluaðilar séu að ræða saman. Fyrsta fundi vikunnar í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins lauk í hádeginu. Fundurinn fór fram í húsakynnum ríkissáttasemjara en áætlað er að funda aftur á miðvikudag og föstudag.„Við erum að fara núna í þessari viku að fara yfir mál sem hefur verið vísað til okkar af undirbúningshópum sem eru langt komnir með sína vinnu þannig að við erum að fara yfir marga þætti kjarasamningsins sem snúa að hinum ýmsu kröfum þannig að verkefnalisti vikunnar er þétt skipaður og nóg að ræða um,“ sagði Ragnar Þór að loknum fundi. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ítrekaði það að enn ætti eftir að koma í ljós hverjar af tillögum átakshóps í húsnæðismálum verði að veruleika. Aðspurð hvenær ætti að taka stöðuna á viðræðunum sagði Sólveig: „Við skulum sjá hvað gerist í lok vikunnar.“Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði fundinn í dag hafa verið vinnufund. Farið hafði verið í gegnum mörg atriði sem sum voru afgreidd en öðrum vísað inn í vinnuhópa sem munu taka til starfa á næstu dögum. Hann sagði það góðs viti á meðan samningsaðilar væru að hitta því orð væru til alls fyrst. „Kjarasamningar snúast um þróun samfélagsins og það er það sem er undir. Þar vilja báðir samningsaðilar reyna að bæta samfélagið og um það snerist fundurinn í dag,“ sagði Halldór Benjamín. Kjaramál Tengdar fréttir Staðan í viðræðum SA og verkalýðsfélaganna endurmetin á föstudag Fundur í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins hófst klukkan 10 í morgun í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni. 28. janúar 2019 10:53 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ómögulegt að segja til um hvert kjaraviðræðurnar sem nú standa yfir leiða. Það sem skipti máli sé að deiluaðilar séu að ræða saman. Fyrsta fundi vikunnar í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins lauk í hádeginu. Fundurinn fór fram í húsakynnum ríkissáttasemjara en áætlað er að funda aftur á miðvikudag og föstudag.„Við erum að fara núna í þessari viku að fara yfir mál sem hefur verið vísað til okkar af undirbúningshópum sem eru langt komnir með sína vinnu þannig að við erum að fara yfir marga þætti kjarasamningsins sem snúa að hinum ýmsu kröfum þannig að verkefnalisti vikunnar er þétt skipaður og nóg að ræða um,“ sagði Ragnar Þór að loknum fundi. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ítrekaði það að enn ætti eftir að koma í ljós hverjar af tillögum átakshóps í húsnæðismálum verði að veruleika. Aðspurð hvenær ætti að taka stöðuna á viðræðunum sagði Sólveig: „Við skulum sjá hvað gerist í lok vikunnar.“Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði fundinn í dag hafa verið vinnufund. Farið hafði verið í gegnum mörg atriði sem sum voru afgreidd en öðrum vísað inn í vinnuhópa sem munu taka til starfa á næstu dögum. Hann sagði það góðs viti á meðan samningsaðilar væru að hitta því orð væru til alls fyrst. „Kjarasamningar snúast um þróun samfélagsins og það er það sem er undir. Þar vilja báðir samningsaðilar reyna að bæta samfélagið og um það snerist fundurinn í dag,“ sagði Halldór Benjamín.
Kjaramál Tengdar fréttir Staðan í viðræðum SA og verkalýðsfélaganna endurmetin á föstudag Fundur í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins hófst klukkan 10 í morgun í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni. 28. janúar 2019 10:53 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Staðan í viðræðum SA og verkalýðsfélaganna endurmetin á föstudag Fundur í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins hófst klukkan 10 í morgun í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni. 28. janúar 2019 10:53