Rich Paul, umboðsmaður Anthony Davis, hefur látið New Orleans Pelicans vita af því að leikmaður sinn ætli ekki að endurnýja samning sinn við New Orleans Pelicans þegar hann rennur út sumarið 2020.
Rich Paul told ESPN’s @wojespn that he has notified the Pelicans that Anthony Davis has requested a trade. pic.twitter.com/U14tT8zcpQ
— ESPN (@espn) January 28, 2019
Forráðamenn New Orleans Pelicans hafa alltaf sagt að þeir ætli ekki að skipta Anthony Davis og þeir geta boðið honum 240 milljón dollara samning í sumar. Ekkert félag getur boðið Davis hærri samning þannig að þetta er ekki lengur spurning um hæsta tilboðið heldur það besta.
Ef Anthony Davis samþykkir ekki þann samning þá er hann laus allra mála eftir rúmt ár og getur þá samið við hvaða lið sem er í deildinni.
Til að fá eitthvað fyrir Anthony Davis þá verður New Orleans Pelicans væntanlega að skipta honum til annars liðs í NBA-deildinni og þá helst til liðs sem vill fá þá unga og efnilega leikmenn og/eða nothæfa valrétti.
Anthony Davis’ agent has told the Pelicans that the NBA star has requested a trade, according to @wojespn. pic.twitter.com/lkXZJmuvCO
— Sporting News (@sportingnews) January 28, 2019
Anthony Davis er í hópi bestu leikmanna NBA-deildarinnar og hann er enn bara 25 ára gamall. Á þessu tímabili þá er hann með 29,3 stig og 13,3 fráköst að meðaltali í leik.
Eitt af liðunum sem hafa verið orðuð við Anthony Davis er Los Angeles Lakers en það má búast við að þau séu nokkur í viðbót sem eru tilbúinn að tryggja sér þjónustu eins besta stóra leikmanns NBA-deildarinnar.