Þorrahlaup Þórlinds Árni Björnsson skrifar 28. janúar 2019 07:00 Ég sé mig knúinn til að gera alvarlega athugasemd við pistil Þórlinds Kjartanssonar á 9. síðu Fréttablaðsins 25. janúar 2019. Þar segir hann að ruglið um hlaup bónda kringum bæ sinn á fyrsta degi Þorra sé runnið frá sagnfræðingnum síra Jóni Halldórssyni sem var prestur í Hítardal 1692-1736. Vitnað er í bók mína, Sögu daganna 1993, sem heimild. Reyndin er sú að Jón Halldórsson svaraði fyrirspurnum frá vini sínum Árna Magnússyni í Kaupmannahöfn 30. september 1728. Klausan um að bjóða Þorra, Góu, Einmánuði og Hörpu í garð er í nefndri bók minni birt á bls. 437-438. Þar er hvergi minnst á hlaup kringum bæ. Jón Árnason fær 130 árum síðar spuna um þvílík hlaup frá ónafngreindum heimildamanni og birtir hann í seinna bindi þjóðsagna sinna 1864. Í bók minni er hún á bls. 440. Þessi spaugilega frásögn hefur orðið vinsæl, en það hefur ekki fundist ein einasta haldbær heimild um að þetta hafi gerst í alvörunni þrátt fyrir ítarlegar eftirgrennslanir. Frá þeim greini ég á bls. 444-446. Ef þetta er ekki algjör uppspuni einhvers grínista, er trúlegasta skýringin sú að um sé að ræða aldagömul minningabrot frá þeim tíma þegar ríkismenn höfðu enn raunverulegar baðstofur eða sánur í bæjarhúsum sínum. Algengt er að menn hlaupi út úr þeim öðru hverju til að kæla sig. Og það er ekki ólíklegt að menn hafi á miðöldum einmitt fagnað Þorra í sánu. Það gerir lítið til þótt mín orð séu rangfærð. Ég get enn birt leiðréttingu. Hitt er verra ef mætum fyrri alda fræðimanni eins og Jóni Halldórssyni í Hítardal er eignað eitthvert rugl.Höfundur er doktor í menningarsögu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fyrsta íslenska trollið Eflaust hefðu margir útlendingar rekið upp stór augu í morgun ef þeir voru snemma á vappi. 25. janúar 2019 07:00 Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sé mig knúinn til að gera alvarlega athugasemd við pistil Þórlinds Kjartanssonar á 9. síðu Fréttablaðsins 25. janúar 2019. Þar segir hann að ruglið um hlaup bónda kringum bæ sinn á fyrsta degi Þorra sé runnið frá sagnfræðingnum síra Jóni Halldórssyni sem var prestur í Hítardal 1692-1736. Vitnað er í bók mína, Sögu daganna 1993, sem heimild. Reyndin er sú að Jón Halldórsson svaraði fyrirspurnum frá vini sínum Árna Magnússyni í Kaupmannahöfn 30. september 1728. Klausan um að bjóða Þorra, Góu, Einmánuði og Hörpu í garð er í nefndri bók minni birt á bls. 437-438. Þar er hvergi minnst á hlaup kringum bæ. Jón Árnason fær 130 árum síðar spuna um þvílík hlaup frá ónafngreindum heimildamanni og birtir hann í seinna bindi þjóðsagna sinna 1864. Í bók minni er hún á bls. 440. Þessi spaugilega frásögn hefur orðið vinsæl, en það hefur ekki fundist ein einasta haldbær heimild um að þetta hafi gerst í alvörunni þrátt fyrir ítarlegar eftirgrennslanir. Frá þeim greini ég á bls. 444-446. Ef þetta er ekki algjör uppspuni einhvers grínista, er trúlegasta skýringin sú að um sé að ræða aldagömul minningabrot frá þeim tíma þegar ríkismenn höfðu enn raunverulegar baðstofur eða sánur í bæjarhúsum sínum. Algengt er að menn hlaupi út úr þeim öðru hverju til að kæla sig. Og það er ekki ólíklegt að menn hafi á miðöldum einmitt fagnað Þorra í sánu. Það gerir lítið til þótt mín orð séu rangfærð. Ég get enn birt leiðréttingu. Hitt er verra ef mætum fyrri alda fræðimanni eins og Jóni Halldórssyni í Hítardal er eignað eitthvert rugl.Höfundur er doktor í menningarsögu
Fyrsta íslenska trollið Eflaust hefðu margir útlendingar rekið upp stór augu í morgun ef þeir voru snemma á vappi. 25. janúar 2019 07:00
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar