Mál SGS og SÍS fyrir Hæstarétt Sighvatur Arnmundsson skrifar 5. október 2019 07:45 Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, og Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS. Í yfirlýsingu SGS er lýst yfir miklum vonbrigðum. Vísir/vilhelm Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur kært til Hæstaréttar úrskurð Félagsdóms í máli sem Starfsgreinasambandið (SGS) höfðaði til að knýja fram viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda. Með úrskurði í síðustu viku féllst Félagsdómur á að yfirlýsing sem gefin var út í tengslum við kjarasamninga 2009 um viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda lyti að kjaraatriðum. Forsaga málsins er sú að í yfirstandandi kjaraviðræðum aðila vildi SGS að gengið yrði til viðræðna um hvernig ná megi fram jöfnuði milli almenna og opinbera lífeyriskerfisins. Var þar vísað til áðurnefndrar yfirlýsingar frá 2009. Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur hins vegar ekki viljað ræða þetta í viðræðunum nú. Af þeim sökum ákvað SGS í ágústmánuði að höfða mál fyrir Félagsdómi. Voru þar settar fram aðal- og varakröfur um að sveitarfélögin tryggðu starfsmönnum sínum sem eiga aðild að SGS greiðslu á sérstöku viðbótariðgjaldi til að jafna lífeyrisréttindi. Þessum kröfum var í síðustu viku vísað frá Félagsdómi þar sem þær voru ekki taldar lúta að réttarágreiningi um skilning eða gildi kjarasamnings. Til þrautavara krafðist SGS þess að aðilar hæfu viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda en eins og fyrr segir hafnaði Félagsdómur frávísunarkröfu SÍS í þeim lið. Til stóð að málið yrði tekið til efnislegrar meðferðar í Félagsdómi í næstu viku. SÍS ákvað hins vegar að nýta sér heimild til að vísa málinu til Hæstaréttar. Magnús M. Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, rekur málið fyrir hönd Starfsgreinasambandsins. Hann segir sveitarfélögin byggja á því að samkomulagið frá 2009 hafi ekkert skuldbindandi gildi. „Sveitarfélögin eru að svara af fullri hörku í þessu efni og það er ekkert rosalega gott innlegg í samningaviðræðurnar,“ segir Magnús. Hann hafnar alfarið málflutningi SÍS um að hér sé um „skúffuskjal“ að ræða sem sé ekki hluti af undirrituðum kjarasamningi. „Þessi samningur um lífeyrismálin er gerður sérstaklega. Þar er skuldbinding um að aðilar ætli að setjast niður og ræða lífeyrismálin. Það er bara verkefni sem menn þurfa að fara í. Það verður ekkert komist undan því.“ Samningurinn sé ótímabundinn en sé uppsegjanlegur með mánaðar fyrirvara einu sinni á ári. Hann sé því enn í gildi. „Samningur er samningur og samninga ber að virða,“ segir Magnús. Gera má ráð fyrir að SÍS fái vikufrest til að skila Hæstarétti kærumálsgögnum í málinu. Að því loknu fær SGS vikufrest til að skila sínum gögnum. Það gæti svo tekið Hæstarétt aðra viku að komast að niðurstöðu. Það gætu því liðið um þrjár vikur þangað til það liggur fyrir hvort Félagsdómur muni fjalla efnislega um málið. Í yfirlýsingu SGS segir að málflutningur SÍS veki upp spurningar um hvernig hægt sé að gera samninga við aðila sem kalli samninga sem þeir sjálfir skrifi undir „skúffuskjal“. „Þessi harða og ósveigjanlega afstaða gagnvart starfsmönnum sveitarfélaganna er gríðarlega mikil vonbrigði og getur haft afar alvarlegar afleiðingar á næstu vikum,“ segir í yfirlýsingu SGS. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur kært til Hæstaréttar úrskurð Félagsdóms í máli sem Starfsgreinasambandið (SGS) höfðaði til að knýja fram viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda. Með úrskurði í síðustu viku féllst Félagsdómur á að yfirlýsing sem gefin var út í tengslum við kjarasamninga 2009 um viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda lyti að kjaraatriðum. Forsaga málsins er sú að í yfirstandandi kjaraviðræðum aðila vildi SGS að gengið yrði til viðræðna um hvernig ná megi fram jöfnuði milli almenna og opinbera lífeyriskerfisins. Var þar vísað til áðurnefndrar yfirlýsingar frá 2009. Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur hins vegar ekki viljað ræða þetta í viðræðunum nú. Af þeim sökum ákvað SGS í ágústmánuði að höfða mál fyrir Félagsdómi. Voru þar settar fram aðal- og varakröfur um að sveitarfélögin tryggðu starfsmönnum sínum sem eiga aðild að SGS greiðslu á sérstöku viðbótariðgjaldi til að jafna lífeyrisréttindi. Þessum kröfum var í síðustu viku vísað frá Félagsdómi þar sem þær voru ekki taldar lúta að réttarágreiningi um skilning eða gildi kjarasamnings. Til þrautavara krafðist SGS þess að aðilar hæfu viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda en eins og fyrr segir hafnaði Félagsdómur frávísunarkröfu SÍS í þeim lið. Til stóð að málið yrði tekið til efnislegrar meðferðar í Félagsdómi í næstu viku. SÍS ákvað hins vegar að nýta sér heimild til að vísa málinu til Hæstaréttar. Magnús M. Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, rekur málið fyrir hönd Starfsgreinasambandsins. Hann segir sveitarfélögin byggja á því að samkomulagið frá 2009 hafi ekkert skuldbindandi gildi. „Sveitarfélögin eru að svara af fullri hörku í þessu efni og það er ekkert rosalega gott innlegg í samningaviðræðurnar,“ segir Magnús. Hann hafnar alfarið málflutningi SÍS um að hér sé um „skúffuskjal“ að ræða sem sé ekki hluti af undirrituðum kjarasamningi. „Þessi samningur um lífeyrismálin er gerður sérstaklega. Þar er skuldbinding um að aðilar ætli að setjast niður og ræða lífeyrismálin. Það er bara verkefni sem menn þurfa að fara í. Það verður ekkert komist undan því.“ Samningurinn sé ótímabundinn en sé uppsegjanlegur með mánaðar fyrirvara einu sinni á ári. Hann sé því enn í gildi. „Samningur er samningur og samninga ber að virða,“ segir Magnús. Gera má ráð fyrir að SÍS fái vikufrest til að skila Hæstarétti kærumálsgögnum í málinu. Að því loknu fær SGS vikufrest til að skila sínum gögnum. Það gæti svo tekið Hæstarétt aðra viku að komast að niðurstöðu. Það gætu því liðið um þrjár vikur þangað til það liggur fyrir hvort Félagsdómur muni fjalla efnislega um málið. Í yfirlýsingu SGS segir að málflutningur SÍS veki upp spurningar um hvernig hægt sé að gera samninga við aðila sem kalli samninga sem þeir sjálfir skrifi undir „skúffuskjal“. „Þessi harða og ósveigjanlega afstaða gagnvart starfsmönnum sveitarfélaganna er gríðarlega mikil vonbrigði og getur haft afar alvarlegar afleiðingar á næstu vikum,“ segir í yfirlýsingu SGS.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira