Tímamótasamruni fær brautargengi Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 27. febrúar 2019 09:00 Samruni AT&T og Time Warner var einn stærsta samruna síðari ára í Bandaríkjunum. Dómsmálaráðuneytið hefur reynt að ógilda samrunann. Áfrýjunardómstóll Bandaríkjanna komst í gær að þeirri niðurstöðu að samruni fjarskiptarisans AT&T og afþreyingarfyrirtækisins Time Warner mætti ganga í gegn. Niðurstaðan gæti bundið enda á tilraunir bandaríska dómsmálaráðuneytisins til þess að ógilda samrunann. Dómsmálaráðuneytið byggði málflutning sinn á því að AT&T, sem á DirecTV, gæti notað höfundarrétt Time Warner á sjónvarpsefni á borð við Game of Thrones til að hækka verð til keppinauta á sjónvarpsmarkaði og þannig hækka verð til neytenda. Að mati dómaranna var málflutningur ráðuneytisins „ósannfærandi“. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur farið hörðum orðum um samrunann. Samkvæmt frétt Reuters um málið telur forsetinn að samruninn komi sér vel fyrir sjónvarpsstöðina CNN, sem er undir hatti Time Warner en Trump hefur sakað CNN um að birta falsfréttir. Um er að ræða einn stærsta samruna síðari ára í Bandaríkjunum en hann var tilkynntur árið 2016. Nemur yfirtaka AT&T á Time Warner 85,4 milljörðum dala. Ólafur Jóhann Ólafsson er aðstoðarforstjóri Time Warner en hann mun láta af störfum þegar samruninn gengur í gegn. Greindi bandaríski fjölmiðillinn Bloomberg frá því í fyrra að Ólafur Jóhann fengi 15,3 milljónir dala í sinn hlut vegna samrunans, eða rúma 1,8 milljarða króna miðað við gengi dagsins í dag. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telur ósennilegt að stjórnvöld vestanhafs brjóti upp Facebook Ólafur Jóhann Ólafsson fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warner hefur meira en 30 ára reynslu úr viðskiptalífinu vestanhafs. Hann telur ósennilegt að bandarísk samkeppnisyfirvöld brjóti upp Facebook þótt fyrirtækið sé í einokunarstöðu. Hann telur að mörg bandarísk stórfyrirtæki hafi fengið að vaxa óhóflega mikið og komist í yfirburðastöðu gagnvart keppinautum sínum án athugasemda stjórnvalda. 8. janúar 2019 18:15 AT&T segir það stór mistök að hafa ráðið lögmann Trump Forstjóri fjarskiptarisans segir að fyrirtækið hafi vanrækt að hugað að bakgrunni Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump, áður en það réði hann sem ráðgjafa. 11. maí 2018 14:59 AT&T og Time Warner fá að sameinast Dómari taldi að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefði ekki sýnt fram á að samruninn skaðaði samkeppni eða neytendur. 13. júní 2018 07:22 Mest lesið Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Áfrýjunardómstóll Bandaríkjanna komst í gær að þeirri niðurstöðu að samruni fjarskiptarisans AT&T og afþreyingarfyrirtækisins Time Warner mætti ganga í gegn. Niðurstaðan gæti bundið enda á tilraunir bandaríska dómsmálaráðuneytisins til þess að ógilda samrunann. Dómsmálaráðuneytið byggði málflutning sinn á því að AT&T, sem á DirecTV, gæti notað höfundarrétt Time Warner á sjónvarpsefni á borð við Game of Thrones til að hækka verð til keppinauta á sjónvarpsmarkaði og þannig hækka verð til neytenda. Að mati dómaranna var málflutningur ráðuneytisins „ósannfærandi“. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur farið hörðum orðum um samrunann. Samkvæmt frétt Reuters um málið telur forsetinn að samruninn komi sér vel fyrir sjónvarpsstöðina CNN, sem er undir hatti Time Warner en Trump hefur sakað CNN um að birta falsfréttir. Um er að ræða einn stærsta samruna síðari ára í Bandaríkjunum en hann var tilkynntur árið 2016. Nemur yfirtaka AT&T á Time Warner 85,4 milljörðum dala. Ólafur Jóhann Ólafsson er aðstoðarforstjóri Time Warner en hann mun láta af störfum þegar samruninn gengur í gegn. Greindi bandaríski fjölmiðillinn Bloomberg frá því í fyrra að Ólafur Jóhann fengi 15,3 milljónir dala í sinn hlut vegna samrunans, eða rúma 1,8 milljarða króna miðað við gengi dagsins í dag.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telur ósennilegt að stjórnvöld vestanhafs brjóti upp Facebook Ólafur Jóhann Ólafsson fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warner hefur meira en 30 ára reynslu úr viðskiptalífinu vestanhafs. Hann telur ósennilegt að bandarísk samkeppnisyfirvöld brjóti upp Facebook þótt fyrirtækið sé í einokunarstöðu. Hann telur að mörg bandarísk stórfyrirtæki hafi fengið að vaxa óhóflega mikið og komist í yfirburðastöðu gagnvart keppinautum sínum án athugasemda stjórnvalda. 8. janúar 2019 18:15 AT&T segir það stór mistök að hafa ráðið lögmann Trump Forstjóri fjarskiptarisans segir að fyrirtækið hafi vanrækt að hugað að bakgrunni Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump, áður en það réði hann sem ráðgjafa. 11. maí 2018 14:59 AT&T og Time Warner fá að sameinast Dómari taldi að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefði ekki sýnt fram á að samruninn skaðaði samkeppni eða neytendur. 13. júní 2018 07:22 Mest lesið Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Telur ósennilegt að stjórnvöld vestanhafs brjóti upp Facebook Ólafur Jóhann Ólafsson fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warner hefur meira en 30 ára reynslu úr viðskiptalífinu vestanhafs. Hann telur ósennilegt að bandarísk samkeppnisyfirvöld brjóti upp Facebook þótt fyrirtækið sé í einokunarstöðu. Hann telur að mörg bandarísk stórfyrirtæki hafi fengið að vaxa óhóflega mikið og komist í yfirburðastöðu gagnvart keppinautum sínum án athugasemda stjórnvalda. 8. janúar 2019 18:15
AT&T segir það stór mistök að hafa ráðið lögmann Trump Forstjóri fjarskiptarisans segir að fyrirtækið hafi vanrækt að hugað að bakgrunni Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump, áður en það réði hann sem ráðgjafa. 11. maí 2018 14:59
AT&T og Time Warner fá að sameinast Dómari taldi að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefði ekki sýnt fram á að samruninn skaðaði samkeppni eða neytendur. 13. júní 2018 07:22