Búast við því að Trump fallist á samkomulag flokkanna Kjartan Kjartansson skrifar 13. febrúar 2019 14:13 Trump útilokaði hvorki að hann myndi beita neitunarvaldi né að hann myndi samþykkja útgjaldafrumvörp sem flokkarnir tveir hafa náð saman um. Vísir/EPA Líkur eru taldar á að Donald Trump Bandaríkjaforseti leggi blessun sína yfir samkomulag sem þingmenn repúblikana og demókrata hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana þrátt fyrir að í því sé ekki að finna framlag til landamæramúrsins sem forsetinn vill reisa. Trump gefur í skyn að hann geti fundið fé fyrir múrinn eftir öðrum leiðum. Bandaríkjaþing þarf að samþykkja útgjaldafrumvörp til að fjármagn rekstur um fjórðungs alríkisstofnana áður en núgildandi fjárheimildir renna út á föstudag. Flokkarnir náðu samkomulagi í byrjun vikunnar sem myndi fjármagna þær út september og forða þannig að þeim verði aftur lokað eins og gerðist í 35 daga í desember og janúar. Krafa Trump um 5,7 milljarða dollara í landamæramúrinn var ástæðan þess að fjárveitingar stofnananna runnu út í desember. Aðeins er gert ráð fyrir tæpum 1,4 milljörðum dollara í girðingar og hindranir á landamærunum í samkomulaginu sem liggur fyrir nú. Allra augu hafa því beinst að Trump og hvort hann muni skrifa undir frumvörp sem byggja á grunni samkomulagsins. Forsetinn lýsti vanþóknun á því í gær en útilokaði þó ekki að fallast á það.Reuters-fréttastofan hefur eftir bandarískum fjölmiðlum að Trump ætli sér að skrifa undir ef frumvörpin komast í gegnum þingið. Atkvæðagreiðsla um þau gæti farið fram í fulltrúadeildinni strax í kvöld. Þá eiga þau eftir að fara í gegnum öldungadeildina.Leita annarra leiða Óvíst er hver örlög frumvarpanna yrðu í þinginu. Öldungadeildina samþykkti svipuð frumvörp nær samhljóða í desember en þau fóru aldrei fyrir fulltrúadeildina. Nýtt þing hefur síðan komið saman. Repúblikanar eru nú með stærri meirihluta í öldungadeildinni en demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeildinni í kosningunum sem fóru fram í nóvember.Washington Post segir að Trump og Hvíta húsið skoði nú aðra valkosti til að tryggja fjármuni til múrsins, þar á meðal að beita einhvers konar forsetavaldi til þess að ráðstafa fjármunum sem ætlað er í önnur verkefni í landamærin í staðinn. Trump hefur ítrekað hótað því að lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum sem gæti gert honum kleift að skipa hernum að reisa múrinn og komist þannig fram hjá því að þurfa samþykki þingsins fyrir fjárveitingum. Bæði demókratar og repúblikanar hafa gagnrýnt þá hugmynd. Slík ráðstöfun endaði óumflýjanlega fyrir dómstólum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ekki ánægður með samkomulagið vegna múrsins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn ekki tekið afstöðu til samkomulagsins sem náðist á Bandaríkjaþingi og á að koma í veg fyrir að loka þurfi ríkisstofnunum í landinu næstkomandi föstudag. 13. febrúar 2019 07:57 Trump fengi tæpan fjórðung fjárins sem hann krefst fyrir múrinn Óvíst er hvort að Bandaríkjaforseti fallist á samkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana. 12. febrúar 2019 10:36 Trump óákveðinn um samkomulag í útgjaldadeilu Samkomulag repúblikana og demókrata myndi fjármagna ríkisstofnanir út september. Hafni Trump því gætu stofnanirnar lokast aftur eftir föstudaginn. 12. febrúar 2019 16:40 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira
Líkur eru taldar á að Donald Trump Bandaríkjaforseti leggi blessun sína yfir samkomulag sem þingmenn repúblikana og demókrata hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana þrátt fyrir að í því sé ekki að finna framlag til landamæramúrsins sem forsetinn vill reisa. Trump gefur í skyn að hann geti fundið fé fyrir múrinn eftir öðrum leiðum. Bandaríkjaþing þarf að samþykkja útgjaldafrumvörp til að fjármagn rekstur um fjórðungs alríkisstofnana áður en núgildandi fjárheimildir renna út á föstudag. Flokkarnir náðu samkomulagi í byrjun vikunnar sem myndi fjármagna þær út september og forða þannig að þeim verði aftur lokað eins og gerðist í 35 daga í desember og janúar. Krafa Trump um 5,7 milljarða dollara í landamæramúrinn var ástæðan þess að fjárveitingar stofnananna runnu út í desember. Aðeins er gert ráð fyrir tæpum 1,4 milljörðum dollara í girðingar og hindranir á landamærunum í samkomulaginu sem liggur fyrir nú. Allra augu hafa því beinst að Trump og hvort hann muni skrifa undir frumvörp sem byggja á grunni samkomulagsins. Forsetinn lýsti vanþóknun á því í gær en útilokaði þó ekki að fallast á það.Reuters-fréttastofan hefur eftir bandarískum fjölmiðlum að Trump ætli sér að skrifa undir ef frumvörpin komast í gegnum þingið. Atkvæðagreiðsla um þau gæti farið fram í fulltrúadeildinni strax í kvöld. Þá eiga þau eftir að fara í gegnum öldungadeildina.Leita annarra leiða Óvíst er hver örlög frumvarpanna yrðu í þinginu. Öldungadeildina samþykkti svipuð frumvörp nær samhljóða í desember en þau fóru aldrei fyrir fulltrúadeildina. Nýtt þing hefur síðan komið saman. Repúblikanar eru nú með stærri meirihluta í öldungadeildinni en demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeildinni í kosningunum sem fóru fram í nóvember.Washington Post segir að Trump og Hvíta húsið skoði nú aðra valkosti til að tryggja fjármuni til múrsins, þar á meðal að beita einhvers konar forsetavaldi til þess að ráðstafa fjármunum sem ætlað er í önnur verkefni í landamærin í staðinn. Trump hefur ítrekað hótað því að lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum sem gæti gert honum kleift að skipa hernum að reisa múrinn og komist þannig fram hjá því að þurfa samþykki þingsins fyrir fjárveitingum. Bæði demókratar og repúblikanar hafa gagnrýnt þá hugmynd. Slík ráðstöfun endaði óumflýjanlega fyrir dómstólum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ekki ánægður með samkomulagið vegna múrsins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn ekki tekið afstöðu til samkomulagsins sem náðist á Bandaríkjaþingi og á að koma í veg fyrir að loka þurfi ríkisstofnunum í landinu næstkomandi föstudag. 13. febrúar 2019 07:57 Trump fengi tæpan fjórðung fjárins sem hann krefst fyrir múrinn Óvíst er hvort að Bandaríkjaforseti fallist á samkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana. 12. febrúar 2019 10:36 Trump óákveðinn um samkomulag í útgjaldadeilu Samkomulag repúblikana og demókrata myndi fjármagna ríkisstofnanir út september. Hafni Trump því gætu stofnanirnar lokast aftur eftir föstudaginn. 12. febrúar 2019 16:40 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira
Ekki ánægður með samkomulagið vegna múrsins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn ekki tekið afstöðu til samkomulagsins sem náðist á Bandaríkjaþingi og á að koma í veg fyrir að loka þurfi ríkisstofnunum í landinu næstkomandi föstudag. 13. febrúar 2019 07:57
Trump fengi tæpan fjórðung fjárins sem hann krefst fyrir múrinn Óvíst er hvort að Bandaríkjaforseti fallist á samkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana. 12. febrúar 2019 10:36
Trump óákveðinn um samkomulag í útgjaldadeilu Samkomulag repúblikana og demókrata myndi fjármagna ríkisstofnanir út september. Hafni Trump því gætu stofnanirnar lokast aftur eftir föstudaginn. 12. febrúar 2019 16:40