Hótelkeðja Icelandair hefur kært ákvörðun borgarráðs Reykjavíkurborgar um samþykkt á deiliskipulagi sem felur í sér uppbyggingu hótels í næsta nágrenni hótels Icelandair.
Kæran er gefin út af Flugleiðahótelum sem reka Hilton Reykjavík Nordica að Suðurlandsbraut 2 sem stendur á næstu lóð við Hallarmúla 2 þar sem uppbyggingin er áformuð. Reykjavíkurborg samdi við HM2 ehf. um uppbyggingu fimm hæða hótels í Hallarmúla þar sem Tölvutek hefur rekið verslun. Áformað er að það verði opnað snemma á næsta áratug.
Segir Icelandair að á Hallarmúla 2 hvíli sú kvöð að húsnæðið verði ekki tekið til annarra nota en almennrar verslunar og verslunar með bifreiðar. Þá eru einnig færð rök fyrir því að breyting deiliskipulagsins hafi neikvæð grenndaráhrif. Fjárfestarnir að baki HM2 eru Stefán Már Stefánsson, Ellert Aðalsteinsson og Elmar Freyr Jensen sem sömdu við Keahótel um rekstur hótelsins.
Icelandair kærir uppbyggingu hótels
Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar

Mest lesið


Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Þau vilja stýra ÁTVR
Viðskipti innlent

Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld
Viðskipti innlent

Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu
Viðskipti innlent

Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent
Viðskipti innlent

Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland
Viðskipti innlent


Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla
Viðskipti erlent