Stórbankinn Deutsche Bank greiðir hæstu vextina Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. febrúar 2019 08:30 Deutsche Bank er í erfiðri stöðu þessi misserin. Nordicphotos/Getty Stórbankinn Deutsche Bank þarf að greiða hæstu vexti allra leiðandi banka á evrópskum skuldabréfamarkaði í ár, samkvæmt upplýsingum frá fréttaveitunni IFR. Greinendur telja að hár fjármögnunarkostnaður þýska bankans geti dregið úr hagnaði hans um allt að 35 prósent. Athygli vakti í liðinni viku þegar Deutsche Bank seldi skuldabréf fyrir samanlagt 3,6 milljarða evra með 180 punkta álagi ofan á grunnvexti tveggja ára skuldabréfa en það þykir hátt álag fyrir skammtímafjármögnun. Þá greiddi bankinn auk þess 230 punkta álag ofan á grunnvexti sjö ára skuldabréfa en í frétt Financial Times er bent á að það sé hærra álag en hinn spænski CaixaBank hafi nýlega þurft að greiða fyrir fimm ára skuldabréf. „Deutsche þarf að greiða töluvert hærra álag en næstum því allir evrópskir stórbankar,“ segir Michael Hünseler, sjóðsstjóri hjá Assenagon, og bendir á að álagið endurspegli miklar efasemdir fjárfesta um rekstur bankans sem hafi farið versnandi. Ódýr fjármögnun hefur um áratugaskeið verið eitt aðalsmerki Deutsche Bank og átt stóran þátt í örum vexti bankans. Hins vegar hefur rekstrarumhverfi þýska stórbankans gjörbreyst í kjölfar fjármálahrunsins og er hár fjármögnunarkostnaður nú talinn einn hans helsti dragbítur. Greinendur hafa bent á að hækkandi vaxtagreiðslur bankans geti dregið úr samkeppnisforskoti hans og gert það að verkum að hann geti ekki lengur boðið mikilvægustu viðskiptavinum sínum samkeppnishæf kjör. Amit Goel, greinandi hjá Barclays, dregur upp dökka sviðsmynd af áhrifum hækkandi fjármögnunarkostnaðar Deutsche Bank í nýlegu minnisblaði og segir að kostnaðurinn geti minnkað hagnað bankans um allt að 35 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Þýskaland Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Stórbankinn Deutsche Bank þarf að greiða hæstu vexti allra leiðandi banka á evrópskum skuldabréfamarkaði í ár, samkvæmt upplýsingum frá fréttaveitunni IFR. Greinendur telja að hár fjármögnunarkostnaður þýska bankans geti dregið úr hagnaði hans um allt að 35 prósent. Athygli vakti í liðinni viku þegar Deutsche Bank seldi skuldabréf fyrir samanlagt 3,6 milljarða evra með 180 punkta álagi ofan á grunnvexti tveggja ára skuldabréfa en það þykir hátt álag fyrir skammtímafjármögnun. Þá greiddi bankinn auk þess 230 punkta álag ofan á grunnvexti sjö ára skuldabréfa en í frétt Financial Times er bent á að það sé hærra álag en hinn spænski CaixaBank hafi nýlega þurft að greiða fyrir fimm ára skuldabréf. „Deutsche þarf að greiða töluvert hærra álag en næstum því allir evrópskir stórbankar,“ segir Michael Hünseler, sjóðsstjóri hjá Assenagon, og bendir á að álagið endurspegli miklar efasemdir fjárfesta um rekstur bankans sem hafi farið versnandi. Ódýr fjármögnun hefur um áratugaskeið verið eitt aðalsmerki Deutsche Bank og átt stóran þátt í örum vexti bankans. Hins vegar hefur rekstrarumhverfi þýska stórbankans gjörbreyst í kjölfar fjármálahrunsins og er hár fjármögnunarkostnaður nú talinn einn hans helsti dragbítur. Greinendur hafa bent á að hækkandi vaxtagreiðslur bankans geti dregið úr samkeppnisforskoti hans og gert það að verkum að hann geti ekki lengur boðið mikilvægustu viðskiptavinum sínum samkeppnishæf kjör. Amit Goel, greinandi hjá Barclays, dregur upp dökka sviðsmynd af áhrifum hækkandi fjármögnunarkostnaðar Deutsche Bank í nýlegu minnisblaði og segir að kostnaðurinn geti minnkað hagnað bankans um allt að 35 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Þýskaland Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira