Auk þess sé ætlunin að taka atkvæðarétt þeirra, frelsi, réttinn til byssueignar, trúnna, herinn og landamæravegginn.
Trump endurómar þannig orðræðu aðstoðarmanna sinna síðustu daga en Peter Navarro viðskiptaráðgjafi hans talaði um valdaránstilraun og Newt Gingrich, einn helsti stuðningsmaður Trumps og fyrrum forseti þingsins, hefur einnig kallað rannsóknir demókrata og mögulega ákæru á hendur forsetanum valdaránstilraun.
....People, their VOTE, their Freedoms, their Second Amendment, Religion, Military, Border Wall, and their God-given rights as a Citizen of The United States of America!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 1, 2019
Þá hefur forsetinn farið frjálslega með orð eins og landráð og njósnir síðustu daga og þar að auki hefur hann gefið í skyn að verði honum vikið úr embætti myndi það leiða til borgarastyrjaldar.
USA Today birti í gærkvöldi niðurstöður könnunar sem sýnir að rúmur helmingur þeirra sem skráðir eru Repúblikanaflokksinn trúir því ekki að Trump hafi beðið Zelensky um að rannsaka Biden, jafnvel þó Trump hafi viðurkennt það margsinnis. Í sama mund hefur Trump haldið því fram að það hafi ekki verið rangt af honum.
85 prósent Demókrata og 61 prósent óháðra töldu Trump hafa sagt það.
Sjá einnig: Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelensky
Trump og bandamenn hans hafa að undanförnu dreift innihaldslausri samsæriskenningu um að Biden hafi þvingað þáverandi yfirvöld Úkraínu til að reka saksóknara sem hafi verið að rannsaka spillingu innan úkraínsks orkufyrirtækis sem sonur Biden starfaði hjá.
Sjá einnig: Biden krefst þess að Giuliani verði ekki boðið í fleiri viðtöl
Það eru þó engar sannanir fyrir því að Biden-feðgarnir hafi brotið af sér með nokkrum hætti, þó vera Hunter Biden í stjórn fyrirtækisins Burisma Holdings hafi mögulega skapað hagsmunaárekstur.