Að pússa annan skóinn á meðan migið er í hinn Björn Hákon Sveinsson skrifar 2. október 2019 11:15 Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Framsóknarflokksins hefur haft gaman að því síðustu daga að stilla gagnrýni minni á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins upp sem andstæðum pól við þá sem hrópa hvað hæst „aðför, aðför“ þegar leggja á fjármagn í eitthvað annað en samgöngumannvirki fyrir fólk sem keyrir að jafnaði eitt í fyrirferða miklum bílum.Andstæður póll við þá sem vilja ekki sjá neitt annað en einkabílinn væri að útrýma einkabílnum af götunum og ef Sigurður Ingi hefur skilið gagnrýni mína þannig, þá hefur hann hreinlega ekki skilið hana. Hver sá sem segir að möguleikar mismunandi ferðamáta séu jafnir í dag kýs einfaldlega ekki að sjá þá skekkju sem er í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins. Á næstu 15 árum er stefnan að setja jafn mikið fjármagn í hraðbrautarskipulag fyrir einkabílinn annars vegar, og alla aðra samgöngumáta hins vegar. Þetta kallast að viðhalda áratugalangri skekkju. Hver veit, ef nánast allt samgöngufjármagn síðustu 60 ára hefði farið í sérakreinar Strætó og hjóla- og göngustíga væri ég kannski að berjast fyrir jafnræði í hina áttina. Væri mögulega heiðursmeðlimur í FÍB. En af hverju að gagnrýna samgöngusáttmála sem inniheldur meiri framkvæmdir í þágu almenningssamgangna en nokkru sinni áður? Einfaldlega vegna þess að við þurfum að minnka umferð. Vegna heilsufarsáhrifa, áhrifa á nær- og fjærumhverfið auk þess sem Ísland hefur beinlínis skuldbundið sig til þess með Parísarsáttmálanum og mun að öllum líkindum sæta háum sektum ef við náum ekki settum markmiðum um minnkun í útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Margt í samgöngusáttmálanum vinnur að þessum markmiðum og það mjög vel. Borgarlína mun auka valmöguleika fólks í almenningssamgöngum, hjóla- og göngustígar munu einnig gera það. En, að ætla að bjóða einni bíl-háðustu þjóð í heimi upp á að það verði auðveldara að keyra allra sinna ferða mun að öllum líkindum gera það að verkum að aðrir samgöngumátar verða síður nýttir. Fjöldi nýrra einstaklinga koma út í umferðina á hverju ári á höfuðborgarsvæðinu, bæði vegna aldurs og flutninga hingað. Hvaða samgöngumáta munu þeir kjósa þegar þeir sjá breikkandi vegi, mislæg gatnamót, stokka og fleira verða að veruleika? Tafirnar sem fólk upplifir í dag verða enn verri að 15 árum liðnum ef allir kjósa bílinn. Með hverjum ökumanni, sem sér kost sinn vænstan í því að hætta, eða byrja ekki, að aka og nota í staðin almenningssamgöngur, ganga eða hjóla ‑ skilur það eftir meira pláss fyrir þau sem vilja, eða þurfa nauðsynlega, að nota einkabíl. Ég vona, og endurtek að ég vona innilega, að þetta gangi allt saman upp og mikill fjöldi fólks muni kjósa að nýta nýja möguleika í samgöngum. Ég er hins vegar smeykur um að á meðan við pússum annan skóinn og mígum í hinn, þá muni fjárfesting upp á rúmlega 60 milljarða ekki skila sér í góðri nýtingu. Ég vil að lokum óska öllum íbúum höfuðborgarsvæðisins innilega til hamingju með fjármögnun stórs hluta Borgarlínu á næstu 15 árum og betri tengingu hjóla- og göngustíga. Við getum þakkað stjórnmálafólkinu sem vann að þessu kærlega fyrir þann hluta samningsins. Með betri innviðum, þjónustu og þ.a.l. nýtingu getum við auðveldað þeim sem þurfa að nýta sér einkabílinn að komast sinna leiða án umferðarteppa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjólreiðar Reykjavík Samgöngur Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Framsóknarflokksins hefur haft gaman að því síðustu daga að stilla gagnrýni minni á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins upp sem andstæðum pól við þá sem hrópa hvað hæst „aðför, aðför“ þegar leggja á fjármagn í eitthvað annað en samgöngumannvirki fyrir fólk sem keyrir að jafnaði eitt í fyrirferða miklum bílum.Andstæður póll við þá sem vilja ekki sjá neitt annað en einkabílinn væri að útrýma einkabílnum af götunum og ef Sigurður Ingi hefur skilið gagnrýni mína þannig, þá hefur hann hreinlega ekki skilið hana. Hver sá sem segir að möguleikar mismunandi ferðamáta séu jafnir í dag kýs einfaldlega ekki að sjá þá skekkju sem er í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins. Á næstu 15 árum er stefnan að setja jafn mikið fjármagn í hraðbrautarskipulag fyrir einkabílinn annars vegar, og alla aðra samgöngumáta hins vegar. Þetta kallast að viðhalda áratugalangri skekkju. Hver veit, ef nánast allt samgöngufjármagn síðustu 60 ára hefði farið í sérakreinar Strætó og hjóla- og göngustíga væri ég kannski að berjast fyrir jafnræði í hina áttina. Væri mögulega heiðursmeðlimur í FÍB. En af hverju að gagnrýna samgöngusáttmála sem inniheldur meiri framkvæmdir í þágu almenningssamgangna en nokkru sinni áður? Einfaldlega vegna þess að við þurfum að minnka umferð. Vegna heilsufarsáhrifa, áhrifa á nær- og fjærumhverfið auk þess sem Ísland hefur beinlínis skuldbundið sig til þess með Parísarsáttmálanum og mun að öllum líkindum sæta háum sektum ef við náum ekki settum markmiðum um minnkun í útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Margt í samgöngusáttmálanum vinnur að þessum markmiðum og það mjög vel. Borgarlína mun auka valmöguleika fólks í almenningssamgöngum, hjóla- og göngustígar munu einnig gera það. En, að ætla að bjóða einni bíl-háðustu þjóð í heimi upp á að það verði auðveldara að keyra allra sinna ferða mun að öllum líkindum gera það að verkum að aðrir samgöngumátar verða síður nýttir. Fjöldi nýrra einstaklinga koma út í umferðina á hverju ári á höfuðborgarsvæðinu, bæði vegna aldurs og flutninga hingað. Hvaða samgöngumáta munu þeir kjósa þegar þeir sjá breikkandi vegi, mislæg gatnamót, stokka og fleira verða að veruleika? Tafirnar sem fólk upplifir í dag verða enn verri að 15 árum liðnum ef allir kjósa bílinn. Með hverjum ökumanni, sem sér kost sinn vænstan í því að hætta, eða byrja ekki, að aka og nota í staðin almenningssamgöngur, ganga eða hjóla ‑ skilur það eftir meira pláss fyrir þau sem vilja, eða þurfa nauðsynlega, að nota einkabíl. Ég vona, og endurtek að ég vona innilega, að þetta gangi allt saman upp og mikill fjöldi fólks muni kjósa að nýta nýja möguleika í samgöngum. Ég er hins vegar smeykur um að á meðan við pússum annan skóinn og mígum í hinn, þá muni fjárfesting upp á rúmlega 60 milljarða ekki skila sér í góðri nýtingu. Ég vil að lokum óska öllum íbúum höfuðborgarsvæðisins innilega til hamingju með fjármögnun stórs hluta Borgarlínu á næstu 15 árum og betri tengingu hjóla- og göngustíga. Við getum þakkað stjórnmálafólkinu sem vann að þessu kærlega fyrir þann hluta samningsins. Með betri innviðum, þjónustu og þ.a.l. nýtingu getum við auðveldað þeim sem þurfa að nýta sér einkabílinn að komast sinna leiða án umferðarteppa.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun