Að pússa annan skóinn á meðan migið er í hinn Björn Hákon Sveinsson skrifar 2. október 2019 11:15 Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Framsóknarflokksins hefur haft gaman að því síðustu daga að stilla gagnrýni minni á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins upp sem andstæðum pól við þá sem hrópa hvað hæst „aðför, aðför“ þegar leggja á fjármagn í eitthvað annað en samgöngumannvirki fyrir fólk sem keyrir að jafnaði eitt í fyrirferða miklum bílum.Andstæður póll við þá sem vilja ekki sjá neitt annað en einkabílinn væri að útrýma einkabílnum af götunum og ef Sigurður Ingi hefur skilið gagnrýni mína þannig, þá hefur hann hreinlega ekki skilið hana. Hver sá sem segir að möguleikar mismunandi ferðamáta séu jafnir í dag kýs einfaldlega ekki að sjá þá skekkju sem er í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins. Á næstu 15 árum er stefnan að setja jafn mikið fjármagn í hraðbrautarskipulag fyrir einkabílinn annars vegar, og alla aðra samgöngumáta hins vegar. Þetta kallast að viðhalda áratugalangri skekkju. Hver veit, ef nánast allt samgöngufjármagn síðustu 60 ára hefði farið í sérakreinar Strætó og hjóla- og göngustíga væri ég kannski að berjast fyrir jafnræði í hina áttina. Væri mögulega heiðursmeðlimur í FÍB. En af hverju að gagnrýna samgöngusáttmála sem inniheldur meiri framkvæmdir í þágu almenningssamgangna en nokkru sinni áður? Einfaldlega vegna þess að við þurfum að minnka umferð. Vegna heilsufarsáhrifa, áhrifa á nær- og fjærumhverfið auk þess sem Ísland hefur beinlínis skuldbundið sig til þess með Parísarsáttmálanum og mun að öllum líkindum sæta háum sektum ef við náum ekki settum markmiðum um minnkun í útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Margt í samgöngusáttmálanum vinnur að þessum markmiðum og það mjög vel. Borgarlína mun auka valmöguleika fólks í almenningssamgöngum, hjóla- og göngustígar munu einnig gera það. En, að ætla að bjóða einni bíl-háðustu þjóð í heimi upp á að það verði auðveldara að keyra allra sinna ferða mun að öllum líkindum gera það að verkum að aðrir samgöngumátar verða síður nýttir. Fjöldi nýrra einstaklinga koma út í umferðina á hverju ári á höfuðborgarsvæðinu, bæði vegna aldurs og flutninga hingað. Hvaða samgöngumáta munu þeir kjósa þegar þeir sjá breikkandi vegi, mislæg gatnamót, stokka og fleira verða að veruleika? Tafirnar sem fólk upplifir í dag verða enn verri að 15 árum liðnum ef allir kjósa bílinn. Með hverjum ökumanni, sem sér kost sinn vænstan í því að hætta, eða byrja ekki, að aka og nota í staðin almenningssamgöngur, ganga eða hjóla ‑ skilur það eftir meira pláss fyrir þau sem vilja, eða þurfa nauðsynlega, að nota einkabíl. Ég vona, og endurtek að ég vona innilega, að þetta gangi allt saman upp og mikill fjöldi fólks muni kjósa að nýta nýja möguleika í samgöngum. Ég er hins vegar smeykur um að á meðan við pússum annan skóinn og mígum í hinn, þá muni fjárfesting upp á rúmlega 60 milljarða ekki skila sér í góðri nýtingu. Ég vil að lokum óska öllum íbúum höfuðborgarsvæðisins innilega til hamingju með fjármögnun stórs hluta Borgarlínu á næstu 15 árum og betri tengingu hjóla- og göngustíga. Við getum þakkað stjórnmálafólkinu sem vann að þessu kærlega fyrir þann hluta samningsins. Með betri innviðum, þjónustu og þ.a.l. nýtingu getum við auðveldað þeim sem þurfa að nýta sér einkabílinn að komast sinna leiða án umferðarteppa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjólreiðar Reykjavík Samgöngur Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Framsóknarflokksins hefur haft gaman að því síðustu daga að stilla gagnrýni minni á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins upp sem andstæðum pól við þá sem hrópa hvað hæst „aðför, aðför“ þegar leggja á fjármagn í eitthvað annað en samgöngumannvirki fyrir fólk sem keyrir að jafnaði eitt í fyrirferða miklum bílum.Andstæður póll við þá sem vilja ekki sjá neitt annað en einkabílinn væri að útrýma einkabílnum af götunum og ef Sigurður Ingi hefur skilið gagnrýni mína þannig, þá hefur hann hreinlega ekki skilið hana. Hver sá sem segir að möguleikar mismunandi ferðamáta séu jafnir í dag kýs einfaldlega ekki að sjá þá skekkju sem er í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins. Á næstu 15 árum er stefnan að setja jafn mikið fjármagn í hraðbrautarskipulag fyrir einkabílinn annars vegar, og alla aðra samgöngumáta hins vegar. Þetta kallast að viðhalda áratugalangri skekkju. Hver veit, ef nánast allt samgöngufjármagn síðustu 60 ára hefði farið í sérakreinar Strætó og hjóla- og göngustíga væri ég kannski að berjast fyrir jafnræði í hina áttina. Væri mögulega heiðursmeðlimur í FÍB. En af hverju að gagnrýna samgöngusáttmála sem inniheldur meiri framkvæmdir í þágu almenningssamgangna en nokkru sinni áður? Einfaldlega vegna þess að við þurfum að minnka umferð. Vegna heilsufarsáhrifa, áhrifa á nær- og fjærumhverfið auk þess sem Ísland hefur beinlínis skuldbundið sig til þess með Parísarsáttmálanum og mun að öllum líkindum sæta háum sektum ef við náum ekki settum markmiðum um minnkun í útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Margt í samgöngusáttmálanum vinnur að þessum markmiðum og það mjög vel. Borgarlína mun auka valmöguleika fólks í almenningssamgöngum, hjóla- og göngustígar munu einnig gera það. En, að ætla að bjóða einni bíl-háðustu þjóð í heimi upp á að það verði auðveldara að keyra allra sinna ferða mun að öllum líkindum gera það að verkum að aðrir samgöngumátar verða síður nýttir. Fjöldi nýrra einstaklinga koma út í umferðina á hverju ári á höfuðborgarsvæðinu, bæði vegna aldurs og flutninga hingað. Hvaða samgöngumáta munu þeir kjósa þegar þeir sjá breikkandi vegi, mislæg gatnamót, stokka og fleira verða að veruleika? Tafirnar sem fólk upplifir í dag verða enn verri að 15 árum liðnum ef allir kjósa bílinn. Með hverjum ökumanni, sem sér kost sinn vænstan í því að hætta, eða byrja ekki, að aka og nota í staðin almenningssamgöngur, ganga eða hjóla ‑ skilur það eftir meira pláss fyrir þau sem vilja, eða þurfa nauðsynlega, að nota einkabíl. Ég vona, og endurtek að ég vona innilega, að þetta gangi allt saman upp og mikill fjöldi fólks muni kjósa að nýta nýja möguleika í samgöngum. Ég er hins vegar smeykur um að á meðan við pússum annan skóinn og mígum í hinn, þá muni fjárfesting upp á rúmlega 60 milljarða ekki skila sér í góðri nýtingu. Ég vil að lokum óska öllum íbúum höfuðborgarsvæðisins innilega til hamingju með fjármögnun stórs hluta Borgarlínu á næstu 15 árum og betri tengingu hjóla- og göngustíga. Við getum þakkað stjórnmálafólkinu sem vann að þessu kærlega fyrir þann hluta samningsins. Með betri innviðum, þjónustu og þ.a.l. nýtingu getum við auðveldað þeim sem þurfa að nýta sér einkabílinn að komast sinna leiða án umferðarteppa.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar