Miðborgir allt um kring Hildur Björnsdóttir skrifar 2. október 2019 08:00 Varanlegar göngugötur eru fyrirhugaðar í miðborg Reykjavíkur. Ágreiningur um fyrirkomulagið hefur staðið yfir um áratugaskeið. Rekstraraðilar hafa verið andvígir göngugötum, en íbúar fylgjandi. Hefðbundin verslun á undir högg að sækja hérlendis sem erlendis. Nýlegar fregnir herma að fyrstu sex mánuði ársins hafi 2.868 verslanir lagt upp laupana í Bretlandi. Mestan vöxt má finna í netverslun. Sams konar þróun má greina meðal annarra verslunarþjóða. Reynslan sýnir að hefðbundin verslun verði að bjóða jákvæða og nýstárlega upplifun, ætli hún að halda velli. Fjöldi evrópskra borga hefur skipulagt verslunargötur sem taka mið af gangandi umferð. Upplifunin hefur verið jákvæð fyrir neytandann og mætt nýjum áskorunum í verslun. Kaupmannahöfn, Stokkhólmur, Helsinki og Ósló eru nærtæk dæmi. Áform um göngugötur í borgunum mættu andstöðu í upphafi. Reynslan sýndi þó að mannlíf batnaði, verslun jókst og ánægja óx. Barselónaborg innleiddi árið 2016 nýtt skipulag sem miðar að því að hólfa borgina niður í bíllaus svæði. Bílaumferð ferðast þannig umhverfis svæðin, en innan þeirra tekur allt skipulag mið af mannvænu umhverfi. Skipulagið mætti talsverðri andstöðu í fyrstu en mælingar sýna nú mikla ánægju meðal íbúa. Áhrif á loftgæði og lýðheilsu eru jákvæð auk þess sem verslun í nærumhverfi hefur aukist um þriðjung. Með sama hætti hafa borgir á borð við París, Madríd og London þróað bíllausar verslunargötur. Berlínarborg vinnur að sams konar áformum. Borgarstjóri Lundúnaborgar hefur kynnt áform um 800 metra bíllausan kafla á Oxford-stræti. Þróunin á sér stað allt um kring. Rekstraraðilar þurfa engu að kvíða. Mælingar sýna mikla jákvæðni íbúa gagnvart breytingunum – það gildir einu hvaða borgarhluti eða aldurshópur er skoðaður – alls staðar er jákvæðnin í fyrirrúmi. Af tölunum má jafnvel spá fyrir um fjölgun heimsókna í miðborg eftir breytingar. Í síbreytilegu markaðsumhverfi ræður viðskiptavinurinn að lokum örlögum verslunar. Tölurnar sýna glöggt með hvaða hætti borgarbúar vilja þróa miðborgina – í átt að iðandi mannlífi og lifandi miðborg.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Varanlegar göngugötur eru fyrirhugaðar í miðborg Reykjavíkur. Ágreiningur um fyrirkomulagið hefur staðið yfir um áratugaskeið. Rekstraraðilar hafa verið andvígir göngugötum, en íbúar fylgjandi. Hefðbundin verslun á undir högg að sækja hérlendis sem erlendis. Nýlegar fregnir herma að fyrstu sex mánuði ársins hafi 2.868 verslanir lagt upp laupana í Bretlandi. Mestan vöxt má finna í netverslun. Sams konar þróun má greina meðal annarra verslunarþjóða. Reynslan sýnir að hefðbundin verslun verði að bjóða jákvæða og nýstárlega upplifun, ætli hún að halda velli. Fjöldi evrópskra borga hefur skipulagt verslunargötur sem taka mið af gangandi umferð. Upplifunin hefur verið jákvæð fyrir neytandann og mætt nýjum áskorunum í verslun. Kaupmannahöfn, Stokkhólmur, Helsinki og Ósló eru nærtæk dæmi. Áform um göngugötur í borgunum mættu andstöðu í upphafi. Reynslan sýndi þó að mannlíf batnaði, verslun jókst og ánægja óx. Barselónaborg innleiddi árið 2016 nýtt skipulag sem miðar að því að hólfa borgina niður í bíllaus svæði. Bílaumferð ferðast þannig umhverfis svæðin, en innan þeirra tekur allt skipulag mið af mannvænu umhverfi. Skipulagið mætti talsverðri andstöðu í fyrstu en mælingar sýna nú mikla ánægju meðal íbúa. Áhrif á loftgæði og lýðheilsu eru jákvæð auk þess sem verslun í nærumhverfi hefur aukist um þriðjung. Með sama hætti hafa borgir á borð við París, Madríd og London þróað bíllausar verslunargötur. Berlínarborg vinnur að sams konar áformum. Borgarstjóri Lundúnaborgar hefur kynnt áform um 800 metra bíllausan kafla á Oxford-stræti. Þróunin á sér stað allt um kring. Rekstraraðilar þurfa engu að kvíða. Mælingar sýna mikla jákvæðni íbúa gagnvart breytingunum – það gildir einu hvaða borgarhluti eða aldurshópur er skoðaður – alls staðar er jákvæðnin í fyrirrúmi. Af tölunum má jafnvel spá fyrir um fjölgun heimsókna í miðborg eftir breytingar. Í síbreytilegu markaðsumhverfi ræður viðskiptavinurinn að lokum örlögum verslunar. Tölurnar sýna glöggt með hvaða hætti borgarbúar vilja þróa miðborgina – í átt að iðandi mannlífi og lifandi miðborg.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar