Sýndarlýðræði í hverfiskosningum Valgerður Sigurðardóttir skrifar 12. nóvember 2019 09:30 Núna hafa staðið yfir kosningar hjá Reykjavíkurborg þar sem fólk getur kosið um verkefni sem það vill sjá fjármögnuð í sínu hverfi. Það eru þó stórir gallar á þessum kosningum þar sem þar inni er að finna verkefni sem nú þegar hafa verið samþykkt og fjármögnuð. Íbúar í Grafarvogi hafa 59 milljónir til þess að deila niður á 25 hugmyndir. Ef allar þessar 25 hugmyndir verða framkvæmdar þá myndi það kosta 250 milljónir. Þessar 59 milljónir eru því ekki að fara að dekka nema örlítið brot af þeim óskum sem íbúar Grafarvogs hafa sett inn í þessar kosningar. Það sem vekur furðu þegar þessi verkefni eru skoðuð er að þarna inni er verkefni upp á 35 milljónir sem þegar hefur verið samþykkt að fara í og eru að fullu fjármögnuð. Þetta á við um salernisaðstöðu við Gufunesbæ og hundagerði. Furðulegt sýndarlýðræði er því hér í gangi, hjá meirihluta sem kennir sig við góða stjórnsýslu.Viðhaldsverkefni eiga ekki heima í hverfiskosningum Þarna eru svo verkefni sem myndu hjá flestum okkar flokkast sem viðhaldsverkefni. Það á ekki að þurfa að kjósa um að laga göngustíga og malbika. Þetta eru viðhaldsverkefni sem ekki eiga að keppa við ærslabelg eða púttvöll um fjármögnun. Hvernig verkefni skiptast á milli hverfa er síðan ákaflega undarlegt, þar sem Bryggjuhverfið fær til dæmis ekkert. Þar er ekkert verkefni sem fólk getur kosið um. Ekki hefur því verið passað upp á jafnræði innan hverfanna. Leggja niður hverfiskosningar og færa peninganna til íbúaráðanna Núna nýverið tóku íbúaráð aftur til starfa, þau hafa ekki verið virk eftir kosningar. Mikið hefur verið talað um að valdefla íbúa Reykjavíkurborgar. Færa meira vald út til hverfanna. Hér er kjörið tækifæri til að færa meira vald til hverfanna. Það ætti því að leggja þessar kosningar niður og færa ráðstöfunarferlið alfarið til hverfisráðanna. Þar með erum við að færa meira vald beint út í hverfin. Miðað við hversu illa hefur gengið að skipuleggja þessar einföldu kosningar og þar sem greinilega er skortur á yfirsýn yfir hvað nú þegar hefur verið samþykkt og sett í ferli hjá Reykjavíkurborg er eðlilegast að íbúaráð hafi yfirumsjón með þessum fjármunum þar sem þau hafa mun betri yfirsýn yfir það sem er verið að gera eða þarf að gera innan hverfanna. Almenn viðhaldsverkefni eiga síðan ekki heima í þessum kosningum enda ættu slík verkefni ávalt að vera á forræði borgarinnar.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Núna hafa staðið yfir kosningar hjá Reykjavíkurborg þar sem fólk getur kosið um verkefni sem það vill sjá fjármögnuð í sínu hverfi. Það eru þó stórir gallar á þessum kosningum þar sem þar inni er að finna verkefni sem nú þegar hafa verið samþykkt og fjármögnuð. Íbúar í Grafarvogi hafa 59 milljónir til þess að deila niður á 25 hugmyndir. Ef allar þessar 25 hugmyndir verða framkvæmdar þá myndi það kosta 250 milljónir. Þessar 59 milljónir eru því ekki að fara að dekka nema örlítið brot af þeim óskum sem íbúar Grafarvogs hafa sett inn í þessar kosningar. Það sem vekur furðu þegar þessi verkefni eru skoðuð er að þarna inni er verkefni upp á 35 milljónir sem þegar hefur verið samþykkt að fara í og eru að fullu fjármögnuð. Þetta á við um salernisaðstöðu við Gufunesbæ og hundagerði. Furðulegt sýndarlýðræði er því hér í gangi, hjá meirihluta sem kennir sig við góða stjórnsýslu.Viðhaldsverkefni eiga ekki heima í hverfiskosningum Þarna eru svo verkefni sem myndu hjá flestum okkar flokkast sem viðhaldsverkefni. Það á ekki að þurfa að kjósa um að laga göngustíga og malbika. Þetta eru viðhaldsverkefni sem ekki eiga að keppa við ærslabelg eða púttvöll um fjármögnun. Hvernig verkefni skiptast á milli hverfa er síðan ákaflega undarlegt, þar sem Bryggjuhverfið fær til dæmis ekkert. Þar er ekkert verkefni sem fólk getur kosið um. Ekki hefur því verið passað upp á jafnræði innan hverfanna. Leggja niður hverfiskosningar og færa peninganna til íbúaráðanna Núna nýverið tóku íbúaráð aftur til starfa, þau hafa ekki verið virk eftir kosningar. Mikið hefur verið talað um að valdefla íbúa Reykjavíkurborgar. Færa meira vald út til hverfanna. Hér er kjörið tækifæri til að færa meira vald til hverfanna. Það ætti því að leggja þessar kosningar niður og færa ráðstöfunarferlið alfarið til hverfisráðanna. Þar með erum við að færa meira vald beint út í hverfin. Miðað við hversu illa hefur gengið að skipuleggja þessar einföldu kosningar og þar sem greinilega er skortur á yfirsýn yfir hvað nú þegar hefur verið samþykkt og sett í ferli hjá Reykjavíkurborg er eðlilegast að íbúaráð hafi yfirumsjón með þessum fjármunum þar sem þau hafa mun betri yfirsýn yfir það sem er verið að gera eða þarf að gera innan hverfanna. Almenn viðhaldsverkefni eiga síðan ekki heima í þessum kosningum enda ættu slík verkefni ávalt að vera á forræði borgarinnar.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun