Jöklastelpan Steinunn Sigurðar heimsækir Höfn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 08:00 Steinunn hefur búið í Stokkhólmi, Dublin, Frakklandi, Berlín og nú í Strassborg, en Vatnajökull stendur hjarta hennar nærri. Fréttablaðið/Anton Brink Steinunn Sigurðardóttir, rithöfundur og skáld, ætlar í heimsókn til Hafnar næsta föstudag, 15. nóvember. Hún hefur í farteskinu jöklabálkinn Dimmumót sem hún gaf út nýlega, um leið og hún fagnaði fimmtíu ára rithöfundarafmæli. Í bókinni er jökullinn hennar, Vatnajökull, í forgrunni og hún fjallar þar um hann í fortíð, nútíð og framtíð. Rannsóknarsetur Háskóla Íslands mun halda málþing um bókina Dimmumót þennan dag, milli klukkan 16 og 18. Það verður í Nýheimum og samkvæmt fréttatilkynningu eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Þar mun Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur fjalla um jöklaskáldskap Steinunnar undir yfirskriftinni: Forni ljóminn – bláljósahvelið. Eiginmaður hennar, Þorvarður Árnason, umhverfis- og náttúrufræðingur, talar um listina að mynda jökla og verður með myndasýningu og Steinunn sjálf mun flytja erindi sem hún nefnir Vatna-Jökull á dimmumótum - og lesa upp úr nýju bókinni. Eftir erindin verður boðið upp á kaffi og Steinunn áritar bækur. Náttúra Íslands hefur lengi verið veigamikill þáttur í ritmennsku Steinunnar og hún hefur látið náttúruvernd og loftslagsmál til sín taka á ýmsum vettvangi. Dimmumót, er bálkur um hörfandi Vatnajökul, veröld sem var og verður. Þess má geta að Steinunn á heiðurinn af nýyrðinu hamfarahlýnun, sem nú hefur fest sig í sessi. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Hornafjörður Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Steinunn Sigurðardóttir, rithöfundur og skáld, ætlar í heimsókn til Hafnar næsta föstudag, 15. nóvember. Hún hefur í farteskinu jöklabálkinn Dimmumót sem hún gaf út nýlega, um leið og hún fagnaði fimmtíu ára rithöfundarafmæli. Í bókinni er jökullinn hennar, Vatnajökull, í forgrunni og hún fjallar þar um hann í fortíð, nútíð og framtíð. Rannsóknarsetur Háskóla Íslands mun halda málþing um bókina Dimmumót þennan dag, milli klukkan 16 og 18. Það verður í Nýheimum og samkvæmt fréttatilkynningu eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Þar mun Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur fjalla um jöklaskáldskap Steinunnar undir yfirskriftinni: Forni ljóminn – bláljósahvelið. Eiginmaður hennar, Þorvarður Árnason, umhverfis- og náttúrufræðingur, talar um listina að mynda jökla og verður með myndasýningu og Steinunn sjálf mun flytja erindi sem hún nefnir Vatna-Jökull á dimmumótum - og lesa upp úr nýju bókinni. Eftir erindin verður boðið upp á kaffi og Steinunn áritar bækur. Náttúra Íslands hefur lengi verið veigamikill þáttur í ritmennsku Steinunnar og hún hefur látið náttúruvernd og loftslagsmál til sín taka á ýmsum vettvangi. Dimmumót, er bálkur um hörfandi Vatnajökul, veröld sem var og verður. Þess má geta að Steinunn á heiðurinn af nýyrðinu hamfarahlýnun, sem nú hefur fest sig í sessi.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Hornafjörður Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira