Framherjinn hefur verið að glíma við meiðsli síðan hann meiddist í leik gegn Leicester fyrir rúmum mánuði síðan.
Egyptinn hefur þó verið að spila með liðinu undanfarnar vikur en af og til fengið slæm högg á ökklann sem hefur neytt hann til þess að fara útaf.
BREAKING: Liverpool have major concerns over Mohamed Salah's ankle injury after the forward took another knock to it in the 3-1 victory over Manchester City.
Liverpool now face a nervy wait on feedback from a scan.
Via @espnhttps://t.co/pL0OaWyUPE
— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 11, 2019
Hann meiddist í stórleiknum gegn Man. City á sunnudaginn þar sem hann lenti í samstuði við Fernandinho. Síðar var honum skipt af velli.
ESPN hefur eftir heimildum sínum að læknateymi og forráðamenn Salah séu með áhyggjur yfir meiðslum Salah en hann fór í myndatöku í gær.
Sem betur fyrir Liverpool er nú landsleikjahlé svo Egyptinn fær tími til þess að jafna sig - þar sem Egyptar spila ekki landsleiki í þessum landsleikjaglugga.