Jóhannes Karl: Dómarinn sá bæði vítin en þorði ekki að dæma Guðlaugur Valgeirsson skrifar 6. ágúst 2019 21:39 Jóhannes Karl fær gult spjald í kvöld. vísir/daníel Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var svekktur eftir tap sinna manna gegn FH í kvöld. Hann sagði muninn á liðunum einfaldlega vera Steven Lennon. „Steven Lennon var það sem skipti máli í restina. Þeir voru heppnir hvernig boltinn datt með þeim þarna en hann kláraði þetta auðvitað frábærlega og ég er gríðarlega svekktur að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik eftir að við höfðum verið frábærir.” „FH-ingar sköpuðu sér lítil sem engin færi en Lennon kláraði þetta færi fáranlega vel.” Jóhannes Karl var sammála því að það hafi verið mjög svekkjandi að hafa farið með 0-0 inn í hálfleikinn. „Við fengum einhver 3-4 dauðafæri inn í markteig og vítateig. Frír skalli inn í markteig sem við náum ekki að koma yfir línuna. Auðvitað hefðum við að öllu eðlilegu átt að fara með forystu inn í hálfleikinn en því miður gekk það ekki.” „Samt sem áður komum við gríðarlega sterkir inn í síðari hálfleikinn og FH-ingar sköpuðu sér ekkert og það gerir þetta ennþá sárara.” Það leit út fyrir að skagamenn hafi átt að fá vítaspyrnu í uppbótartíma. Jóhannes Karl var alls ekki sáttur með dómara leiksins og sagði hann ekki hafa þorað að dæma víti. „Fyrir utan þetta í uppbótartímanum þá vörðu FH-ingar með hendinni í fyrri hálfleik á nær sem dómarinn segist ekki hafa séð. Mér finnst það voðalega skrýtið þegar dómari sem á að staðsetja sig þokkalega nálægt svæðinu þar sem boltinn er í umferð.” „Maður sér þetta svo auðveldlega frá vítateigslínunni og í seinni hálfleik gerir Brynjar tilraun í að blokka skot og setur hendina út, ég er virkilega ósáttur þar sem ég held að dómarinn hafi séð þetta í bæði skiptin og ekki þorað að dæma víti.” Skagamenn hafa fengið núll stig í seinustu tveimur leikjum gegn Val og FH. Jóhannes Karl er samt sem áður ánægður með sína menn og segir þá hafa verið frábæra í þessum tveimur leikjum. „Já algjörlega. Fótbolti er þannig að þú getur átt góðan leik og þú getur gefið allt sem þú átt inn í leikina en stundum færðu ekkert úr leikjunum þrátt fyrir að gefa allt í þetta. Það sem ég er virkilega ánægður með strákana er að þeir hafa verið frábærir í báðum leikjum og þetta eru tvö virkilega svekkjandi töp,” sagði Jóhannes Karl að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur Kristjánsson: Hvað er að vera betri? Ólafur Kristjánsson þjálfari FH var mjög sáttur með sigur sinna manna gegn ÍA í kvöld en FH skoraði mjög seint í leiknum til að tryggja sér sigurinn. 6. ágúst 2019 21:53 Leik lokið: FH - ÍA 1-0 | Lennon trygði FH risa sigur FH er komið upp fyrir ÍA í töflunni. 6. ágúst 2019 22:00 Mest lesið Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Fótbolti Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Fótbolti Leikdagur með Gumma og Kjartani: Lá við milliríkjadeilu á pizzastað í Kósovó Fótbolti Efnilegur táningur lést og fjölskyldan krefst svara Fótbolti Eddie Jordan látinn Formúla 1 Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Enski boltinn Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Íslenski boltinn Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Körfubolti Mikael mjög leiður: „Var búinn að ætla honum stórt hlutverk" Fótbolti Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Körfubolti Fleiri fréttir Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Sjá meira
Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var svekktur eftir tap sinna manna gegn FH í kvöld. Hann sagði muninn á liðunum einfaldlega vera Steven Lennon. „Steven Lennon var það sem skipti máli í restina. Þeir voru heppnir hvernig boltinn datt með þeim þarna en hann kláraði þetta auðvitað frábærlega og ég er gríðarlega svekktur að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik eftir að við höfðum verið frábærir.” „FH-ingar sköpuðu sér lítil sem engin færi en Lennon kláraði þetta færi fáranlega vel.” Jóhannes Karl var sammála því að það hafi verið mjög svekkjandi að hafa farið með 0-0 inn í hálfleikinn. „Við fengum einhver 3-4 dauðafæri inn í markteig og vítateig. Frír skalli inn í markteig sem við náum ekki að koma yfir línuna. Auðvitað hefðum við að öllu eðlilegu átt að fara með forystu inn í hálfleikinn en því miður gekk það ekki.” „Samt sem áður komum við gríðarlega sterkir inn í síðari hálfleikinn og FH-ingar sköpuðu sér ekkert og það gerir þetta ennþá sárara.” Það leit út fyrir að skagamenn hafi átt að fá vítaspyrnu í uppbótartíma. Jóhannes Karl var alls ekki sáttur með dómara leiksins og sagði hann ekki hafa þorað að dæma víti. „Fyrir utan þetta í uppbótartímanum þá vörðu FH-ingar með hendinni í fyrri hálfleik á nær sem dómarinn segist ekki hafa séð. Mér finnst það voðalega skrýtið þegar dómari sem á að staðsetja sig þokkalega nálægt svæðinu þar sem boltinn er í umferð.” „Maður sér þetta svo auðveldlega frá vítateigslínunni og í seinni hálfleik gerir Brynjar tilraun í að blokka skot og setur hendina út, ég er virkilega ósáttur þar sem ég held að dómarinn hafi séð þetta í bæði skiptin og ekki þorað að dæma víti.” Skagamenn hafa fengið núll stig í seinustu tveimur leikjum gegn Val og FH. Jóhannes Karl er samt sem áður ánægður með sína menn og segir þá hafa verið frábæra í þessum tveimur leikjum. „Já algjörlega. Fótbolti er þannig að þú getur átt góðan leik og þú getur gefið allt sem þú átt inn í leikina en stundum færðu ekkert úr leikjunum þrátt fyrir að gefa allt í þetta. Það sem ég er virkilega ánægður með strákana er að þeir hafa verið frábærir í báðum leikjum og þetta eru tvö virkilega svekkjandi töp,” sagði Jóhannes Karl að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur Kristjánsson: Hvað er að vera betri? Ólafur Kristjánsson þjálfari FH var mjög sáttur með sigur sinna manna gegn ÍA í kvöld en FH skoraði mjög seint í leiknum til að tryggja sér sigurinn. 6. ágúst 2019 21:53 Leik lokið: FH - ÍA 1-0 | Lennon trygði FH risa sigur FH er komið upp fyrir ÍA í töflunni. 6. ágúst 2019 22:00 Mest lesið Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Fótbolti Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Fótbolti Leikdagur með Gumma og Kjartani: Lá við milliríkjadeilu á pizzastað í Kósovó Fótbolti Efnilegur táningur lést og fjölskyldan krefst svara Fótbolti Eddie Jordan látinn Formúla 1 Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Enski boltinn Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Íslenski boltinn Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Körfubolti Mikael mjög leiður: „Var búinn að ætla honum stórt hlutverk" Fótbolti Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Körfubolti Fleiri fréttir Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Sjá meira
Ólafur Kristjánsson: Hvað er að vera betri? Ólafur Kristjánsson þjálfari FH var mjög sáttur með sigur sinna manna gegn ÍA í kvöld en FH skoraði mjög seint í leiknum til að tryggja sér sigurinn. 6. ágúst 2019 21:53
Leik lokið: FH - ÍA 1-0 | Lennon trygði FH risa sigur FH er komið upp fyrir ÍA í töflunni. 6. ágúst 2019 22:00