Erlent

Milljónamæringur grunaður um morð handtekinn eftir fjögur ár á flótta

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Peter Chadwick.
Peter Chadwick. Vísir/AP
Lögregla í Bandaríkjunum hefur loks handtekið Peter Chadwick, milljónamæring sem grunaður erum að hafa myrt eiginkonu sína árið 2012. Chadwick hefur verið á flótta frá árinu 2015.

Skömmu eftir að Chadwick var fyrst handtekinn árið 2012 var hann ákærður fyrir morðið á Quee Choo Chadwick, eiginkonu sinni, á heimili þeirra í Newport Beach. Var hann ákærður fyrir að hafa kyrkt hana eftir hávaðarifrildi um mögulegan skilnað þeirra og hvernig ætti að skipta eignum þeirra á milli.

Lögregla segir að hann hafi komið líki hennar fyrir í ruslagámi. Því næst hringdi hann í lögreglu til að segja að henni hafi verið rænt af þriðja aðila og síðar myrt. Grunur beindist fljótlega að Chadwick eftir að áverkar á honum benti til þess að hann hafði nýlega lent í átökum og skömmu síðar var ákæra gefin út.

Chadwick gekk hins vegar laus þar sem hann greiddi einnar milljóna dollara tryggingagjald. Átti hann að mæta í dómsal vegna málsins í janúar 2015 en lét ekki sjá sig, og hefur hann verið á flótta síðan, þangað til hann var handtekinn í gær.

Frá árinu 2018 var hann ofarlega álista lögregluyfirvalda í Bandaríkjunum yfir þá strokupilta sem lögreglavildi helst koma höndum yfir. Ekki er vitað hvar eða hvernig Chadwick var handtekinn í gær en lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum höfðu heitið 100 þúsund dollurum, um 12 milljónum króna, í verðlaun fyrir upplýsingar sem gætu leitt til handtöku hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×