„Metnaður og samkennd er það sem við þurfum“ Stefán Ó. Jónsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 23. nóvember 2019 18:45 Mótmælendur kröfðust afsagnar sjávarútvegsráðherra og nýrrar stjórnarskrár á fjöldafundi á Austurvelli í dag, þangað sem áætlað er að um fjögur þúsund manns hafi lagt leið sína. Það var margt um manninn á Austurvelli í dag þegar sjö félagasamtök blésu þar til mótmæla; Krafan var ný stjórnarskrá á grunni tillagna sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012, spjótin beindust að sjávarútvegsráðherra og voru afhjúpanir Samherjaskjalanna ræðumönnum ofarlega í huga. „Og græðgi er ekki góð þó að Hólmsteinar þessa lands hafi sannfært okkur um það og þó að fjármálaráðherra þessa lands hafi verið alinn upp við það þá er græðgði ekki góð. Metnaður og samkennd er það sem við þurfum,“ sagði blaðamaðurinn Atli Þór Fanndal.Fjölmenni var á Austurvelli í dag.Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tók einnig til máls. „Forsætisráðherra segir að aldrei sé hægt að koma í veg fyrir að maður þekki mann á Íslandi, að maður hringi í mann til að spyrja hvernig honum líði „elsku vinur“. Hún hefði átt að segja „látið nú nú ekki svona. Auðvitað þekkir útgerðarauðvaldið sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins““. Ræðumennirnir fjórir Sólveig Anna, Atli Þór, Auður Anna Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar og lögmaðurinn Þórður Már Jónsson fóru hörðum orðum um stjórnmálastéttina og tóku fulltrúar stéttarinnar kröfu fundarins til síns. „Allt það sem er að gerast á 100 prósent rétt á sér. Þess vegna er ég hér,“ sagði Inga Sæland, formaður flokksins í samtali við fréttastofu á Austurvelli.Kröfur fundamanna.Stöð 2/Grafík.„Það gengur ekki ráðherra þjóðarinnar haldi áfram að bera eitthvað bull á borð þjóðarinnar. En auðvitað, það sen við sjáum hér er skýlaus krafa um að fá nýju stjórnarskránna okkar strax sem við höfum verið að kalla eftir mjög lengi og sömuleiðis að það sé kominn tími til þess að Kristján Þór taki pokann sinn,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaðu Pírata. Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins fór með fundarstjórn. „Í nýju stjórnarskránni er auðlindaákvæði sem kveður á um það að auðlindirnar skuli vera nýttar með sjálfbærum hætti gegn fullu verði sem þýðir markaðsverð og að þjóðin skuli njóta arðsins af þeim. Það er sú krafa sem að Íslendingar hafa gert í áratugi og hefur ekki verið mætt, eins og hefur útskýrt ágætlega í ræðunum í dag. Það er sú krafa sem við gerum áfram,“ sagði Katrín Að loknu tónlistarinnslagi frá Hatara voru þrjár kröfur bornar undir fundinn til samþykktar; að sjávarútvegsráðherra víki, alþingi hlíti niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar árið 2012 og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda renni til þjóðarinnar.Útsendingu Vísis frá mótmælunum má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Reykjavík Samherjaskjölin Stjórnarskrá Tengdar fréttir Samherji „ein best smurða svikamylla samtímans“ Hatari kom fram á mótmælunum á Austurvelli í dag og tóku lagið Svikamylla, Samherja til heiðurs. 23. nóvember 2019 15:48 Bein útsending frá mótmælum á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 14 í dag þar sem krafist er afsagnar sjávarútvegsráðherra og ítrekað beiðni um nýja og endurskoðaða stjórnarskrá. 23. nóvember 2019 13:08 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Mótmælendur kröfðust afsagnar sjávarútvegsráðherra og nýrrar stjórnarskrár á fjöldafundi á Austurvelli í dag, þangað sem áætlað er að um fjögur þúsund manns hafi lagt leið sína. Það var margt um manninn á Austurvelli í dag þegar sjö félagasamtök blésu þar til mótmæla; Krafan var ný stjórnarskrá á grunni tillagna sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012, spjótin beindust að sjávarútvegsráðherra og voru afhjúpanir Samherjaskjalanna ræðumönnum ofarlega í huga. „Og græðgi er ekki góð þó að Hólmsteinar þessa lands hafi sannfært okkur um það og þó að fjármálaráðherra þessa lands hafi verið alinn upp við það þá er græðgði ekki góð. Metnaður og samkennd er það sem við þurfum,“ sagði blaðamaðurinn Atli Þór Fanndal.Fjölmenni var á Austurvelli í dag.Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tók einnig til máls. „Forsætisráðherra segir að aldrei sé hægt að koma í veg fyrir að maður þekki mann á Íslandi, að maður hringi í mann til að spyrja hvernig honum líði „elsku vinur“. Hún hefði átt að segja „látið nú nú ekki svona. Auðvitað þekkir útgerðarauðvaldið sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins““. Ræðumennirnir fjórir Sólveig Anna, Atli Þór, Auður Anna Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar og lögmaðurinn Þórður Már Jónsson fóru hörðum orðum um stjórnmálastéttina og tóku fulltrúar stéttarinnar kröfu fundarins til síns. „Allt það sem er að gerast á 100 prósent rétt á sér. Þess vegna er ég hér,“ sagði Inga Sæland, formaður flokksins í samtali við fréttastofu á Austurvelli.Kröfur fundamanna.Stöð 2/Grafík.„Það gengur ekki ráðherra þjóðarinnar haldi áfram að bera eitthvað bull á borð þjóðarinnar. En auðvitað, það sen við sjáum hér er skýlaus krafa um að fá nýju stjórnarskránna okkar strax sem við höfum verið að kalla eftir mjög lengi og sömuleiðis að það sé kominn tími til þess að Kristján Þór taki pokann sinn,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaðu Pírata. Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins fór með fundarstjórn. „Í nýju stjórnarskránni er auðlindaákvæði sem kveður á um það að auðlindirnar skuli vera nýttar með sjálfbærum hætti gegn fullu verði sem þýðir markaðsverð og að þjóðin skuli njóta arðsins af þeim. Það er sú krafa sem að Íslendingar hafa gert í áratugi og hefur ekki verið mætt, eins og hefur útskýrt ágætlega í ræðunum í dag. Það er sú krafa sem við gerum áfram,“ sagði Katrín Að loknu tónlistarinnslagi frá Hatara voru þrjár kröfur bornar undir fundinn til samþykktar; að sjávarútvegsráðherra víki, alþingi hlíti niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar árið 2012 og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda renni til þjóðarinnar.Útsendingu Vísis frá mótmælunum má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Reykjavík Samherjaskjölin Stjórnarskrá Tengdar fréttir Samherji „ein best smurða svikamylla samtímans“ Hatari kom fram á mótmælunum á Austurvelli í dag og tóku lagið Svikamylla, Samherja til heiðurs. 23. nóvember 2019 15:48 Bein útsending frá mótmælum á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 14 í dag þar sem krafist er afsagnar sjávarútvegsráðherra og ítrekað beiðni um nýja og endurskoðaða stjórnarskrá. 23. nóvember 2019 13:08 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Samherji „ein best smurða svikamylla samtímans“ Hatari kom fram á mótmælunum á Austurvelli í dag og tóku lagið Svikamylla, Samherja til heiðurs. 23. nóvember 2019 15:48
Bein útsending frá mótmælum á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 14 í dag þar sem krafist er afsagnar sjávarútvegsráðherra og ítrekað beiðni um nýja og endurskoðaða stjórnarskrá. 23. nóvember 2019 13:08