Ríkislögreglustjóri verði að skýra orð sín um spillingu Sylvía Hall skrifar 22. september 2019 23:15 Rósa Björk var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Vísir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir það alvarlegt að æðsti yfirmaður lögreglunnar hér á landi tali um spillingu innan raða lögreglunnar. Þar vísar hún í orð Haraldar Johannessen í viðtali við Morgunblaðið þar sem hann segir það vera „efni í sérstakt viðtal“ að ræða hvað hafi gengið á á bak við tjöldin innan lögreglunnar ef til starfsloka kæmi. Rósa Björk var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag þar sem meðal annars var rætt um stöðuna innan lögreglunnar. Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um óánægju með Harald innan lögreglunnar og sagði formaður lögreglufélags Reykjavíkur framkomu ríkislögreglustjóra langt í frá vera honum til framdráttar.Sjá einnig: Arinbjörn segist aldrei hafa séð annað eins innan lögreglunnar„Mér finnst að það þurfi að koma upp á yfirborðið og hann þurfi að skýra sín orð betur vegna þess að það í raun og veru er mjög slæmt bara inn á við inn í lögregluna og líka fyrir okkur borgara samfélagsins, að vita það að æðsti yfirmaður lögreglunnar í landinu tali um spillingu innan lögreglunnar. Við þurfum bara að fá botn í það mál, af því ef svo er þá er það mjög alvarlegur hlutur og hann þarf í raun og veru að útskýra það,“ segir Rósa Björk. Hún segir það vera erfitt fyrir fólk sem ekki þekkti til innri starfsemi lögreglunnar að átta sig á þeirri stöðu sem þar er uppi. Hinn almenni borgari geti ekki vitað hvaða öfl séu að takast á. „Það er svolítið erfitt að vita nákvæmlega hvað á sér stað. Þess vegna þarf kannski bara að leiða það til lykta ef það er eitthvað sem er eins og hann gefur sterklega til kynna, einhver spilling og einhver átök sem eiga ekki að þurfa að vera innan lögreglunnar, þá þarf að leiða það til lykta.“ Þá áréttar Rósa Björk að slíkum yfirlýsingum fylgi mikil ábyrgð og þessi ummæli gætu mögulega rýrt traust almennings til lögreglunnar. „Það er auðvitað mjög slæmt ef ríkislögreglustjóri kemur ekki og útskýrir fyrir borgurunum hvað hann á nákvæmlega við eins og til að mynda í þessu tilviki. Það er ábyrgð að koma fram með svona yfirlýsingar, eins og þegar kemur að trausti í garð lögreglunnar,“ segir Rósa Björk. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Víglínan Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46 Hefur komið til umræðu að lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra Ekki er ólíklegt að formenn aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna lýsi yfir vantrausti á störf Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, á fundi sem verður haldinn eftir helgi. Mikil ólga er meðal lögreglumanna vegna ummæla og framferðis ríkislögreglustjóra undanfarin misseri. 18. september 2019 18:30 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir það alvarlegt að æðsti yfirmaður lögreglunnar hér á landi tali um spillingu innan raða lögreglunnar. Þar vísar hún í orð Haraldar Johannessen í viðtali við Morgunblaðið þar sem hann segir það vera „efni í sérstakt viðtal“ að ræða hvað hafi gengið á á bak við tjöldin innan lögreglunnar ef til starfsloka kæmi. Rósa Björk var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag þar sem meðal annars var rætt um stöðuna innan lögreglunnar. Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um óánægju með Harald innan lögreglunnar og sagði formaður lögreglufélags Reykjavíkur framkomu ríkislögreglustjóra langt í frá vera honum til framdráttar.Sjá einnig: Arinbjörn segist aldrei hafa séð annað eins innan lögreglunnar„Mér finnst að það þurfi að koma upp á yfirborðið og hann þurfi að skýra sín orð betur vegna þess að það í raun og veru er mjög slæmt bara inn á við inn í lögregluna og líka fyrir okkur borgara samfélagsins, að vita það að æðsti yfirmaður lögreglunnar í landinu tali um spillingu innan lögreglunnar. Við þurfum bara að fá botn í það mál, af því ef svo er þá er það mjög alvarlegur hlutur og hann þarf í raun og veru að útskýra það,“ segir Rósa Björk. Hún segir það vera erfitt fyrir fólk sem ekki þekkti til innri starfsemi lögreglunnar að átta sig á þeirri stöðu sem þar er uppi. Hinn almenni borgari geti ekki vitað hvaða öfl séu að takast á. „Það er svolítið erfitt að vita nákvæmlega hvað á sér stað. Þess vegna þarf kannski bara að leiða það til lykta ef það er eitthvað sem er eins og hann gefur sterklega til kynna, einhver spilling og einhver átök sem eiga ekki að þurfa að vera innan lögreglunnar, þá þarf að leiða það til lykta.“ Þá áréttar Rósa Björk að slíkum yfirlýsingum fylgi mikil ábyrgð og þessi ummæli gætu mögulega rýrt traust almennings til lögreglunnar. „Það er auðvitað mjög slæmt ef ríkislögreglustjóri kemur ekki og útskýrir fyrir borgurunum hvað hann á nákvæmlega við eins og til að mynda í þessu tilviki. Það er ábyrgð að koma fram með svona yfirlýsingar, eins og þegar kemur að trausti í garð lögreglunnar,“ segir Rósa Björk.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Víglínan Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46 Hefur komið til umræðu að lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra Ekki er ólíklegt að formenn aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna lýsi yfir vantrausti á störf Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, á fundi sem verður haldinn eftir helgi. Mikil ólga er meðal lögreglumanna vegna ummæla og framferðis ríkislögreglustjóra undanfarin misseri. 18. september 2019 18:30 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33
Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46
Hefur komið til umræðu að lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra Ekki er ólíklegt að formenn aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna lýsi yfir vantrausti á störf Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, á fundi sem verður haldinn eftir helgi. Mikil ólga er meðal lögreglumanna vegna ummæla og framferðis ríkislögreglustjóra undanfarin misseri. 18. september 2019 18:30