Halla Sigrún nýr formaður SUS Sylvía Hall skrifar 22. september 2019 20:19 Páll Magnús Pálsson og Halla Sigrún Mathiesen. Aðsend Halla Sigrún Mathiesen var í dag kjörin formaður Sambands ungra Sjálfstæðismaður á 45. sambandsþingi SUS sem haldið var á Akureyri um helgina. Halla Sigrún var ein í framboði til formanns og þá var Páll Magnús Pálsson kjörinn varaformaður sambandsins. Halla Sigrún er 21 árs, uppalinn Hafnfirðingur og með BA gráðu í hagfræði, stjórnmálafræði og sögu frá UCL. Hún útskrifaðist með alþjóðlegt stúdentspróf frá menntaskóla í Róm vorið 2015 og hefur sinnt ýmsum félagsstörfum innan flokksins samhliða námi en hún er formaður Stefnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og situr jafnframt í fulltrúaráði flokksins þar. Páll Magnús er 23 ára gamall, lögfræðingur að mennt og leggur stund á meistaranám við Háskólann í Reykjavík. Hann var áður formaður málfundafélags Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík, og varaformaður Hugins, félags ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ. Aukinheldur situr Páll Magnús í umhverfisnefnd Garðabæjar, en Páll er sagður vera „Garðbæingur og Eyjamaður“ í framboðstilkynningu þeirra. Í fyrri fréttatilkynningu frá framboðinu kom fram að þeirra markmið væri að veita forystu flokksins og kjörnum fulltrúum aðhald. Ungir sjálfstæðismenn ættu að vera enn öflugri í að beita sér fyrir bættum lífskjörum, auknum tækifærum og frelsi einstaklingsins. Bæði Halla Sigrún og Páll Magnús eru af miklum Sjálfstæðisættum. Faðir Höllu Sigrúnar er Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegs- og fjármálaráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Faðir Páls Magnúsar er Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Faðir Páls Magnúsar fagnar kjöri þeirra á samfélagsmiðlum í kvöld og óskar þeim innilega til hamingju. Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Halla Sigrún og Páll Magnús sækjast eftir forystu í SUS Halla Sigrún Mathiesen og Páll Magnús Pálsson sækjast eftir æðstu embættum í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. 13. september 2019 10:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Halla Sigrún Mathiesen var í dag kjörin formaður Sambands ungra Sjálfstæðismaður á 45. sambandsþingi SUS sem haldið var á Akureyri um helgina. Halla Sigrún var ein í framboði til formanns og þá var Páll Magnús Pálsson kjörinn varaformaður sambandsins. Halla Sigrún er 21 árs, uppalinn Hafnfirðingur og með BA gráðu í hagfræði, stjórnmálafræði og sögu frá UCL. Hún útskrifaðist með alþjóðlegt stúdentspróf frá menntaskóla í Róm vorið 2015 og hefur sinnt ýmsum félagsstörfum innan flokksins samhliða námi en hún er formaður Stefnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og situr jafnframt í fulltrúaráði flokksins þar. Páll Magnús er 23 ára gamall, lögfræðingur að mennt og leggur stund á meistaranám við Háskólann í Reykjavík. Hann var áður formaður málfundafélags Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík, og varaformaður Hugins, félags ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ. Aukinheldur situr Páll Magnús í umhverfisnefnd Garðabæjar, en Páll er sagður vera „Garðbæingur og Eyjamaður“ í framboðstilkynningu þeirra. Í fyrri fréttatilkynningu frá framboðinu kom fram að þeirra markmið væri að veita forystu flokksins og kjörnum fulltrúum aðhald. Ungir sjálfstæðismenn ættu að vera enn öflugri í að beita sér fyrir bættum lífskjörum, auknum tækifærum og frelsi einstaklingsins. Bæði Halla Sigrún og Páll Magnús eru af miklum Sjálfstæðisættum. Faðir Höllu Sigrúnar er Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegs- og fjármálaráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Faðir Páls Magnúsar er Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Faðir Páls Magnúsar fagnar kjöri þeirra á samfélagsmiðlum í kvöld og óskar þeim innilega til hamingju.
Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Halla Sigrún og Páll Magnús sækjast eftir forystu í SUS Halla Sigrún Mathiesen og Páll Magnús Pálsson sækjast eftir æðstu embættum í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. 13. september 2019 10:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Halla Sigrún og Páll Magnús sækjast eftir forystu í SUS Halla Sigrún Mathiesen og Páll Magnús Pálsson sækjast eftir æðstu embættum í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. 13. september 2019 10:30