Opinberun tvöfeldninnar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar 22. september 2019 18:51 Katrín Jakobsdóttir þykist hafa gildi og marka stefnu ríkisins, en keppist í reynd við að þjóna kerfi sem brýtur á, lítillækkar og þaggar niður í þeim sem minnstar varnir hafa gegn ofríki hins opinbera. Eins og ég hef árangurslítið reynt að vekja athygli á síðan ég byrjaði að tjá mig um GG-mál fer því fjarri að allar hliðar þeirrar sögu hafi verið leiddar til lykta með endurupptökuferli síðustu ára. Satt að segja höfum við, sem ekki höfum getað lokað augunum, engan frið fengið fyrir níði embættismannanna, sem markvisst hafa leitast við að klína skömminni og ábyrgðinni á því hvernig fór - ef ekki hinni lagalegu sekt - á hina fótum troðnu einstaklinga sem dæmdir voru í málunum. Þegar settur ríkissaksóknari, Davíð Þór Björgvinsson, krafðist sýknu í fyrra tiltók hann sem ástæðurnar fyrir röngum dómi í tilfelli afa míns hans meintu persónulegu veikleika: lélega greind, sögu áfengis- og vímuefnamisnotkunar, innbyggða undirlægjusemi gagnvart rannsakendum, o.s.frv. - meingallaðar athuganir sem finna má í einhverri geðskýrslu sem var framkvæmd þegar afi minn hafði setið í einangrun í hálft ár. Davíð Þór vildi meina að þessir sálrænu þættir hafi legið að baki játningu afa míns, en ekki svívirðileg og endurtekin brot opinberra starfsmanna á réttindum hans. Greinargerð setts ríkislögmanns, Andra Árnasonar, er beint framhald af þolendaskömmun og þöggun kerfisins á því ofbeldi sem íslenska ríkið ber ábyrgð á og skyldu til að bæta upp. Því miður tók fyrrum lögmaður okkar fjölskyldunnar, Lúðvík Bergvinsson, virkan þátt í þessu ráðabruggi verjenda kerfisins og vísaði alltaf til þess, þegar ég kvartaði, að þetta væri nauðsynlegur liður í stærri strategíu til þess að fá málið endurupptekið og dómnum hnekkt. Ég hef skrifað um þetta greinar og haldið fyrirlestur sem fólk getur hlustað á hér. Andstyggileg aðför kerfisins að Guðjóni Skarphéðinssyni ætti því ekki að koma sérstaklega á óvart. En Katrín Jakobsdóttir hefði getað afstýrt þessari nýjustu árás. Hún hefði getað sett á laggirnar rannsóknarnefnd til að gera upp það sem enn er óuppgert í málinu - til þess m.a. að komast að því hver beri ábyrgð á hverju - og hún hefði getað hafnað því að ríkið tæki þátt í þolendaskömmun og þöggun. En hún kaus að aðhafast ekki í þá átt, heldur ljá herferð kerfisins sína rödd og andlit til þess að almenningur héldi það mánuðum saman að hér væri allt í ásættanlegu horfi, þrátt fyrir að við hefðum lengi verið virkilega ósátt með aðgerða- og viljaleysi ríkisstjórnarinnar og ekki legið á þeirri skoðun. Má Katrín skammast sín fyrir sinn þátt í þessari sögu. Hins vegar má ekki eigna henni sjálfri eða þessari ríkisstjórn það níð sem birtist í greinargerð setts ríkislögmanns. Í þessu stærra kerfislæga samhengi eru ráðherrarnir bara undirlægjur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tryggvi Rúnar Brynjarsson Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir þykist hafa gildi og marka stefnu ríkisins, en keppist í reynd við að þjóna kerfi sem brýtur á, lítillækkar og þaggar niður í þeim sem minnstar varnir hafa gegn ofríki hins opinbera. Eins og ég hef árangurslítið reynt að vekja athygli á síðan ég byrjaði að tjá mig um GG-mál fer því fjarri að allar hliðar þeirrar sögu hafi verið leiddar til lykta með endurupptökuferli síðustu ára. Satt að segja höfum við, sem ekki höfum getað lokað augunum, engan frið fengið fyrir níði embættismannanna, sem markvisst hafa leitast við að klína skömminni og ábyrgðinni á því hvernig fór - ef ekki hinni lagalegu sekt - á hina fótum troðnu einstaklinga sem dæmdir voru í málunum. Þegar settur ríkissaksóknari, Davíð Þór Björgvinsson, krafðist sýknu í fyrra tiltók hann sem ástæðurnar fyrir röngum dómi í tilfelli afa míns hans meintu persónulegu veikleika: lélega greind, sögu áfengis- og vímuefnamisnotkunar, innbyggða undirlægjusemi gagnvart rannsakendum, o.s.frv. - meingallaðar athuganir sem finna má í einhverri geðskýrslu sem var framkvæmd þegar afi minn hafði setið í einangrun í hálft ár. Davíð Þór vildi meina að þessir sálrænu þættir hafi legið að baki játningu afa míns, en ekki svívirðileg og endurtekin brot opinberra starfsmanna á réttindum hans. Greinargerð setts ríkislögmanns, Andra Árnasonar, er beint framhald af þolendaskömmun og þöggun kerfisins á því ofbeldi sem íslenska ríkið ber ábyrgð á og skyldu til að bæta upp. Því miður tók fyrrum lögmaður okkar fjölskyldunnar, Lúðvík Bergvinsson, virkan þátt í þessu ráðabruggi verjenda kerfisins og vísaði alltaf til þess, þegar ég kvartaði, að þetta væri nauðsynlegur liður í stærri strategíu til þess að fá málið endurupptekið og dómnum hnekkt. Ég hef skrifað um þetta greinar og haldið fyrirlestur sem fólk getur hlustað á hér. Andstyggileg aðför kerfisins að Guðjóni Skarphéðinssyni ætti því ekki að koma sérstaklega á óvart. En Katrín Jakobsdóttir hefði getað afstýrt þessari nýjustu árás. Hún hefði getað sett á laggirnar rannsóknarnefnd til að gera upp það sem enn er óuppgert í málinu - til þess m.a. að komast að því hver beri ábyrgð á hverju - og hún hefði getað hafnað því að ríkið tæki þátt í þolendaskömmun og þöggun. En hún kaus að aðhafast ekki í þá átt, heldur ljá herferð kerfisins sína rödd og andlit til þess að almenningur héldi það mánuðum saman að hér væri allt í ásættanlegu horfi, þrátt fyrir að við hefðum lengi verið virkilega ósátt með aðgerða- og viljaleysi ríkisstjórnarinnar og ekki legið á þeirri skoðun. Má Katrín skammast sín fyrir sinn þátt í þessari sögu. Hins vegar má ekki eigna henni sjálfri eða þessari ríkisstjórn það níð sem birtist í greinargerð setts ríkislögmanns. Í þessu stærra kerfislæga samhengi eru ráðherrarnir bara undirlægjur.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun