Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - FH 3-2 | Bikarinn á loft í Vesturbænum eftir markaleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. september 2019 17:00 Bikarinn fer á loft. vísir/daníel Markasúpa í upphafi leiks Það var góður andi í Vesturbænum er KR mætti FH í 21. umferð Pepsi Max deildarinnar í dag að Meistaravöllum enda ljóst að Íslandsmeistaratitillinn færi á loft að leik loknum. FH-ingar ætluðu sér hins vegar að eyðileggja veisluna sem og tryggja sér sæti í Evrópu að ári. Steven Lennon kom gestunum yfir strax á 9. mínútu með góðu skoti á lofti eftir að Skúli Jón Friðgeirsson, sem var að leika sinn síðasta leik á Meistaravöllum fyrir KR, bjargaði á línu frá Jónatani Inga Jónssyni. Heimamenn voru ekki lengi að svara fyrir sig en Tobias Thomsen skoraði með góðum skalla eftir frábæra sókn KR á 16. mínútu. Kennie Chopart átti góða þversendingu af hægri vængnum yfir á þann vinstri þar sem Óskar Örn Hauksson tók við knettinum áður en hann lék á Cedric D‘ulivo í hægri bakverði FH. Óskar Örn lyfti knettinum svo inn á teig þar sem Tobias stangaði hann í netið alveg út við stöng, óverjandi fyrir Daða Frey Arnarsson í marki FH. Rétt tæpum tveimur mínútum síðar var KR komið yfir en Finnur Tómas Pálmason skoraði þá með góðum skalla eftir hornspyrnu Pablo Punyed. Markið keimlíkt því sem varnarmaðurinn ungi skoraði gegn FH í bikarnum en hann reis þá hæst á nærsvæðinu og hamraði knettinum í netið. Hans annað mark fyrir KR og hans annað mark gegn FH í sumar. Fleira markvert gerðist ekki í fyrri hálfleik en gestirnir úr Hafnafirði byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og var Lennon búinn að jafna metin eftir frábæra sendingu Jónatans Inga strax á 48. mínútu. Pálmi Rafn tryggði sigurinn Finnur Tómas lenti þá í smá brasi á miðjum vellinum sem leiddi til þess að Jónatan og Lennon sluppu tveir í gegn með Arnór Svein Aðalsteinsson einan gegn þeim ásamt Beiti Ólafssyni markverði. Jónatan átti frábæra fyrirgjöf sem Lennon afgreiddi snyrtilega í netið og staðan því orðin 2-2. Aftur svöruðu KR-ingar nær samstundis en á 50. mínútu fékk KR vítaspyrnu þegar Cedric virtist brjóta á Óskari Erni. Virtist sem Cedric hefði náð boltanum en Erlendur Eiríksson dæmdi vítaspyrnu sem Pálmi Rafn skoraði af öryggi úr. Eftir markið leystist leikurinn upp og í raun fengu hvorugt lið alvöru færi en söfnuðu á sama tíma gulum spjöldum. Alls fengu FH-ingar fimm gul spjöld og KR-ingar þrjú. Lokatölur því eins og áður kom fram, 3-2 KR-ingum í vil og Íslandsmeistararnir nú komnir með 11 stiga forystu á Breiðablik í 2. sætinu þegar ein umferð er eftir.Af hverju vann KR? Af því þeir fengu umdeilda vítaspyrnu og af því þeir kunna að klára leiki eins og Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, kom inn á eftir leik. Ekki mest sannfærandi leikur KR í sumar en leikur liðsins var töluvert opnari en oft áður. Þeir skoruðu hins vegar þrjú mörk og voru í raun alltaf líklegri til að bæta við en FH til að jafna. Hverjir stóðu upp úr?Skúli Jón Friðgeirsson var frábær á miðju KR annan leikinn í röð. Þá var Finnur Tómas öflugur í miðverðinum þrátt fyrir mistökin í öðru marki FH, sama má segja um Arnór Svein sem lék við hlið Finns í dag. Kennie Chopart var einnig mjög sprækur í stöðu hægri bakvarðar. Hjá FH var Steven Lennon mjög öflugur enda skoraði hann tvívegis. Jónatan Ingi var einnig fínn og átti þátt í báðum mörkum Hafnfirðinga í dag.Hvað gekk illa?FH gekk illa að koma sér inn í leikinn í stöðunni 3-2 fyrir KR. Þá var varnarleikur gestanna ekkert frábær en mörk KR voru einkar einföld, þá sérstaklega skallamörkin tvö. Kristinn Jónsson hefur átt betri leik en það er erfitt að segja að hann hafi átt slæman leik. Hvað gerist næst?Íslandsmeistarar KR heimsækja Breiðablik en með sigri verður KR Íslandsmeistari með 14 stiga mun. FH fær Grindavík í heimsókn en síðarnefnda liðið féll í dag. FH þarf sigur til að tryggja Evrópusætið.Óskar Örn í síðasta heimaleiknum þetta tímabilið.vísir/daníelÓskar Örn: Þetta verður ekki betra„Forréttindi að fá að upplifa svona dag eins og í dag, bara æðislegt,“ sagði Óskar Örn Hauksson að loknum sigri dagsins. „Vikan var góð, við æfðum vel og ég hef verið í þessari stöðu áður. Þá komum við flatir inn þegar við áttum tvo leiki eftir en mér fannst við koma flott inn í þetta. Fáum að vísu á okkur mark snemma en bara góður leikur hjá okkur í heildina,“ sagði kantmaðurinn magnaði hvernig það væri að gíra sig upp í leik sem þennan þar sem titillinn er nú þegar kominn í höfn „Þetta verður ekki betra. Maður er í þessu, eyðir hrikalegum tíma í þetta og það snýst allt um þetta en margir fá ekki að upplifa þetta. Þetta eru algjör forréttindi og maður á að njóta þess og reyna að taka augnablikið svolítið inn,“ sagði Íslandsmeistarinn Óskar Örn að lokum.KR-ingar fagna.vísir/daníelKristinn Jónsson: Úlfahjörð sem stendur alltaf saman „Mér líður frábærlega. Það var erfitt að meðtaka þetta eftir síðustu helgi þegar við unnum mótið en þetta er aðeins að koma til manns núna og að fá bikarinn í hendurnar lætur mann átta sig á því hvað þetta er stórt og í rauninni bara gaman,“ sagði vinstri bakvörðurinn Kristinn Jónsson að leik loknum. „Held að það sé stöðugleiki, liðsheild og hversu mikið við erum tilbúnir að hlaupa og berjast fyrir hvorn annan. Við erum úlfahjörð sem stendur alltaf saman,“ sagði Kristinn aðspurður út í hver væri lykillinn að árangri KR í sumar. „Það var gaman að mæta í leikinn í dag vitandi að maður væri að fara taka á móti dollunni og tala nú ekki um þegar það mætir svona mikið af fólki til að fagna með okkur. Þetta er stór og skemmtilegur dagur fyrir alla KR-inga,“ sagði Kristinn að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur Kristjánsson: Við létum ekki kné fylgja kviði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var frekar súr eftir 3-2 tap sinna manna gegn KR í dag. 22. september 2019 17:01 Skúli Jón: Frábært að fá að enda þetta svona Það var klökkur Skúli Jón Friðgeirsson sem mætti í viðtal eftir leik en Skúli Jón var að spila sinn síðasta heimaleik fyrir KR. 22. september 2019 17:09
Markasúpa í upphafi leiks Það var góður andi í Vesturbænum er KR mætti FH í 21. umferð Pepsi Max deildarinnar í dag að Meistaravöllum enda ljóst að Íslandsmeistaratitillinn færi á loft að leik loknum. FH-ingar ætluðu sér hins vegar að eyðileggja veisluna sem og tryggja sér sæti í Evrópu að ári. Steven Lennon kom gestunum yfir strax á 9. mínútu með góðu skoti á lofti eftir að Skúli Jón Friðgeirsson, sem var að leika sinn síðasta leik á Meistaravöllum fyrir KR, bjargaði á línu frá Jónatani Inga Jónssyni. Heimamenn voru ekki lengi að svara fyrir sig en Tobias Thomsen skoraði með góðum skalla eftir frábæra sókn KR á 16. mínútu. Kennie Chopart átti góða þversendingu af hægri vængnum yfir á þann vinstri þar sem Óskar Örn Hauksson tók við knettinum áður en hann lék á Cedric D‘ulivo í hægri bakverði FH. Óskar Örn lyfti knettinum svo inn á teig þar sem Tobias stangaði hann í netið alveg út við stöng, óverjandi fyrir Daða Frey Arnarsson í marki FH. Rétt tæpum tveimur mínútum síðar var KR komið yfir en Finnur Tómas Pálmason skoraði þá með góðum skalla eftir hornspyrnu Pablo Punyed. Markið keimlíkt því sem varnarmaðurinn ungi skoraði gegn FH í bikarnum en hann reis þá hæst á nærsvæðinu og hamraði knettinum í netið. Hans annað mark fyrir KR og hans annað mark gegn FH í sumar. Fleira markvert gerðist ekki í fyrri hálfleik en gestirnir úr Hafnafirði byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og var Lennon búinn að jafna metin eftir frábæra sendingu Jónatans Inga strax á 48. mínútu. Pálmi Rafn tryggði sigurinn Finnur Tómas lenti þá í smá brasi á miðjum vellinum sem leiddi til þess að Jónatan og Lennon sluppu tveir í gegn með Arnór Svein Aðalsteinsson einan gegn þeim ásamt Beiti Ólafssyni markverði. Jónatan átti frábæra fyrirgjöf sem Lennon afgreiddi snyrtilega í netið og staðan því orðin 2-2. Aftur svöruðu KR-ingar nær samstundis en á 50. mínútu fékk KR vítaspyrnu þegar Cedric virtist brjóta á Óskari Erni. Virtist sem Cedric hefði náð boltanum en Erlendur Eiríksson dæmdi vítaspyrnu sem Pálmi Rafn skoraði af öryggi úr. Eftir markið leystist leikurinn upp og í raun fengu hvorugt lið alvöru færi en söfnuðu á sama tíma gulum spjöldum. Alls fengu FH-ingar fimm gul spjöld og KR-ingar þrjú. Lokatölur því eins og áður kom fram, 3-2 KR-ingum í vil og Íslandsmeistararnir nú komnir með 11 stiga forystu á Breiðablik í 2. sætinu þegar ein umferð er eftir.Af hverju vann KR? Af því þeir fengu umdeilda vítaspyrnu og af því þeir kunna að klára leiki eins og Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, kom inn á eftir leik. Ekki mest sannfærandi leikur KR í sumar en leikur liðsins var töluvert opnari en oft áður. Þeir skoruðu hins vegar þrjú mörk og voru í raun alltaf líklegri til að bæta við en FH til að jafna. Hverjir stóðu upp úr?Skúli Jón Friðgeirsson var frábær á miðju KR annan leikinn í röð. Þá var Finnur Tómas öflugur í miðverðinum þrátt fyrir mistökin í öðru marki FH, sama má segja um Arnór Svein sem lék við hlið Finns í dag. Kennie Chopart var einnig mjög sprækur í stöðu hægri bakvarðar. Hjá FH var Steven Lennon mjög öflugur enda skoraði hann tvívegis. Jónatan Ingi var einnig fínn og átti þátt í báðum mörkum Hafnfirðinga í dag.Hvað gekk illa?FH gekk illa að koma sér inn í leikinn í stöðunni 3-2 fyrir KR. Þá var varnarleikur gestanna ekkert frábær en mörk KR voru einkar einföld, þá sérstaklega skallamörkin tvö. Kristinn Jónsson hefur átt betri leik en það er erfitt að segja að hann hafi átt slæman leik. Hvað gerist næst?Íslandsmeistarar KR heimsækja Breiðablik en með sigri verður KR Íslandsmeistari með 14 stiga mun. FH fær Grindavík í heimsókn en síðarnefnda liðið féll í dag. FH þarf sigur til að tryggja Evrópusætið.Óskar Örn í síðasta heimaleiknum þetta tímabilið.vísir/daníelÓskar Örn: Þetta verður ekki betra„Forréttindi að fá að upplifa svona dag eins og í dag, bara æðislegt,“ sagði Óskar Örn Hauksson að loknum sigri dagsins. „Vikan var góð, við æfðum vel og ég hef verið í þessari stöðu áður. Þá komum við flatir inn þegar við áttum tvo leiki eftir en mér fannst við koma flott inn í þetta. Fáum að vísu á okkur mark snemma en bara góður leikur hjá okkur í heildina,“ sagði kantmaðurinn magnaði hvernig það væri að gíra sig upp í leik sem þennan þar sem titillinn er nú þegar kominn í höfn „Þetta verður ekki betra. Maður er í þessu, eyðir hrikalegum tíma í þetta og það snýst allt um þetta en margir fá ekki að upplifa þetta. Þetta eru algjör forréttindi og maður á að njóta þess og reyna að taka augnablikið svolítið inn,“ sagði Íslandsmeistarinn Óskar Örn að lokum.KR-ingar fagna.vísir/daníelKristinn Jónsson: Úlfahjörð sem stendur alltaf saman „Mér líður frábærlega. Það var erfitt að meðtaka þetta eftir síðustu helgi þegar við unnum mótið en þetta er aðeins að koma til manns núna og að fá bikarinn í hendurnar lætur mann átta sig á því hvað þetta er stórt og í rauninni bara gaman,“ sagði vinstri bakvörðurinn Kristinn Jónsson að leik loknum. „Held að það sé stöðugleiki, liðsheild og hversu mikið við erum tilbúnir að hlaupa og berjast fyrir hvorn annan. Við erum úlfahjörð sem stendur alltaf saman,“ sagði Kristinn aðspurður út í hver væri lykillinn að árangri KR í sumar. „Það var gaman að mæta í leikinn í dag vitandi að maður væri að fara taka á móti dollunni og tala nú ekki um þegar það mætir svona mikið af fólki til að fagna með okkur. Þetta er stór og skemmtilegur dagur fyrir alla KR-inga,“ sagði Kristinn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur Kristjánsson: Við létum ekki kné fylgja kviði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var frekar súr eftir 3-2 tap sinna manna gegn KR í dag. 22. september 2019 17:01 Skúli Jón: Frábært að fá að enda þetta svona Það var klökkur Skúli Jón Friðgeirsson sem mætti í viðtal eftir leik en Skúli Jón var að spila sinn síðasta heimaleik fyrir KR. 22. september 2019 17:09
Ólafur Kristjánsson: Við létum ekki kné fylgja kviði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var frekar súr eftir 3-2 tap sinna manna gegn KR í dag. 22. september 2019 17:01
Skúli Jón: Frábært að fá að enda þetta svona Það var klökkur Skúli Jón Friðgeirsson sem mætti í viðtal eftir leik en Skúli Jón var að spila sinn síðasta heimaleik fyrir KR. 22. september 2019 17:09