Holland varð að einu besta liði heims í kjölfar þess að Dagný sendi þær heim af EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2019 13:30 Hollenska landsliðið fagnar sigri í gær. Vísir/Getty Hollenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er ríkjandi Evrópumeistari og er nú komið alla leið í úrslitaleikinn á HM í Frakklandi þar sem liðið mætir ríkjandi heimsmeisturum Bandaríkjanna. Hollenska landsliðið hafði aldrei spilað til úrslita á stórmóti fyrir Evrópumótið 2017 en er nú að fara að spila sinn annan úrslitaleik í röð. Það hefur mikið breyst hjá hollenska landsliðinu á sex árum en sumarið 2013 olli liðið miklum vonbrigðum á EM í Svíþjóð. Íslenska kvennalandsliðið var með þeim hollensku í riðli á EM í Svíþjóð 2013 og sendi þær heim með því að vinna 1-0 sigur í leik liðanna í lokaumferð riðlakeppninnar. Íslensku stelpurnar komust í átta liða úrslitin en Holland endaði í neðsta sæti riðilsins og var úr leik. Það var Dagný Brynjarsdóttir sem skoraði eina mark leiksins með laglegum skalla á 29. mínútu leiksins. Seinna kom í ljós að Dagný hafði spilað þennan leik fótbrotin. Hún hafði brotið bátsbeinið rétt fyirr neðan ökkla. Dagný harkaði af sér og var hetja íslenska liðsins.Klippa: Íslenska landsliðið tryggði sér sæti í 8 liða úrslit á EM Hollenska landsliðið sýndi strax batamerki á HM í Kanada 2015 þar sem liðið komst í sextán liða úrslitin en þetta var fyrsta heimsmeistaramót liðsins. Tveimur árum síðan fóru þær hollensku á kostum á heimavelli og urðu Evrópumeistarar eftir 4-2 sigur á Danmörku í úrslitaleiknum. Tveir af markaskorurum liðsins í úrslitaleik EM 2017, Lieke Martens og Sherida Spitse, höfðu spilað leikinn örlagaríka á móti Íslandi. Liðið var hins vegar búið að skipta framherjanum Manon Melis út fyrir ungstirnið Vivianne Miedema sem skoraði tvívegis í úrslitaleiknum. Hollenska landsliðið hefur síðan fest sig í sessi með frammistöðu sinni á heimsmeistaramótinu í Frakklandi í ár. Liðið hefur unnið alla sex leiki sína í keppninni þar á meðal Japan í sextán liða úrslitum, Ítalíu í átta liða úrslitum og loks Svíþjóð í undanúrslitunum í gær. Lieke Martens og Sherida Spitse eru enn þá í stórum hlutverkum og aðeins einn annar leikmaður spilaði bæði leikinn á móti Íslandi og undanúrslitaleikinn í gær. Það var Daniëlle van de Donk. Það er því óhætt að segja að Sarina Wiegman hafi hreinsað vel til í landsliðinu þegar hún tók við. Holland mætir Bandaríkjunum í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Bandaríska liðið er miklu sigurstranglegra fyrir leikinn en það verður fróðlegt að sjá hvað þær hollensku ná að bíta frá sér. EM 2017 í Hollandi HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira
Hollenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er ríkjandi Evrópumeistari og er nú komið alla leið í úrslitaleikinn á HM í Frakklandi þar sem liðið mætir ríkjandi heimsmeisturum Bandaríkjanna. Hollenska landsliðið hafði aldrei spilað til úrslita á stórmóti fyrir Evrópumótið 2017 en er nú að fara að spila sinn annan úrslitaleik í röð. Það hefur mikið breyst hjá hollenska landsliðinu á sex árum en sumarið 2013 olli liðið miklum vonbrigðum á EM í Svíþjóð. Íslenska kvennalandsliðið var með þeim hollensku í riðli á EM í Svíþjóð 2013 og sendi þær heim með því að vinna 1-0 sigur í leik liðanna í lokaumferð riðlakeppninnar. Íslensku stelpurnar komust í átta liða úrslitin en Holland endaði í neðsta sæti riðilsins og var úr leik. Það var Dagný Brynjarsdóttir sem skoraði eina mark leiksins með laglegum skalla á 29. mínútu leiksins. Seinna kom í ljós að Dagný hafði spilað þennan leik fótbrotin. Hún hafði brotið bátsbeinið rétt fyirr neðan ökkla. Dagný harkaði af sér og var hetja íslenska liðsins.Klippa: Íslenska landsliðið tryggði sér sæti í 8 liða úrslit á EM Hollenska landsliðið sýndi strax batamerki á HM í Kanada 2015 þar sem liðið komst í sextán liða úrslitin en þetta var fyrsta heimsmeistaramót liðsins. Tveimur árum síðan fóru þær hollensku á kostum á heimavelli og urðu Evrópumeistarar eftir 4-2 sigur á Danmörku í úrslitaleiknum. Tveir af markaskorurum liðsins í úrslitaleik EM 2017, Lieke Martens og Sherida Spitse, höfðu spilað leikinn örlagaríka á móti Íslandi. Liðið var hins vegar búið að skipta framherjanum Manon Melis út fyrir ungstirnið Vivianne Miedema sem skoraði tvívegis í úrslitaleiknum. Hollenska landsliðið hefur síðan fest sig í sessi með frammistöðu sinni á heimsmeistaramótinu í Frakklandi í ár. Liðið hefur unnið alla sex leiki sína í keppninni þar á meðal Japan í sextán liða úrslitum, Ítalíu í átta liða úrslitum og loks Svíþjóð í undanúrslitunum í gær. Lieke Martens og Sherida Spitse eru enn þá í stórum hlutverkum og aðeins einn annar leikmaður spilaði bæði leikinn á móti Íslandi og undanúrslitaleikinn í gær. Það var Daniëlle van de Donk. Það er því óhætt að segja að Sarina Wiegman hafi hreinsað vel til í landsliðinu þegar hún tók við. Holland mætir Bandaríkjunum í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Bandaríska liðið er miklu sigurstranglegra fyrir leikinn en það verður fróðlegt að sjá hvað þær hollensku ná að bíta frá sér.
EM 2017 í Hollandi HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira