Allir leikmenn Perú vildu greinilega kossinn frá leikkonunni og hún er búin að velja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2019 09:00 Leikmenn Peru fagna og til vinstri er umrædd Stephanie Cayo. Mynd/Samsett/AP og Getty Perú hefur sjaldan spilað betur en í nótt þegar liðið rúllaði 3-0 yfir Síle í undanúrslitaleik Suðurameríkubikarsins. Liðið sem skoraði aðeins þrjú mörk í fyrstu fjórum leikjum keppninnar og tapaði meðal annars 5-0 fyrir Brasilíu í riðlakeppninni er nú komið alla leið í úrslitaleikinn. Það er allt sem bendir til þess að loforð leikkonunnar fallegu Stephanie Cayo hafi heldur betur kveikt í perúsku landsliðsmönnunum. Frammistaða þeirra sá líka til þess að Perú mætir Brasilíu í úrslitaleiknum á sunnudaginn.Y ahora BRASIL... pic.twitter.com/pRcx3MA0Y7 — Stephanie Cayo (@Stephanie_Cayo) July 4, 2019Stephanie Cayo er mikil fótboltaáhugakona og lofaði þeim leikmanni landsliðsins kossi sem tryggði liðinu sæti í úrslitaleiknum. Hin gullfallega Stephanie er leikkona, söngkona og fyrirsæta. Hún vakti mikla athygli fyrir leik sinn í Netflix-þáttunum Club de Cuervos sem eru um ríka fjölskyldu sem á fótboltalið. Perúska liðið spilaði sinn langbesta leik í keppninni í nótt, skoraði þrjú mörk og hélt marki sínu hreinu. Það voru því margar hetjur hjá liðinu. Enginn skoraði tvö mörk og ekki fær einn af markaskorurum liðsins kossinn. Stephanie Cayo birti val sitt á Twitter. Hún valdi markvörðinn Pedro Gallese. Pedro Gallese varði nokkrum sinnum vel frá Sílemönnum í seinni hálfleiknum og endaði síðan leikinn á því að verja víti. Hér fyrir neðan má sjá val Stephanie Cayo.Gallese — Stephanie Cayo (@Stephanie_Cayo) July 4, 2019Hún hrósaði líka öllu liðinu og að þeir hafi spilað eins og eitt lið í þessum leik. Þeir ættu í raun allir skilið koss. Það verður erfitt fyrir Stephanie Cayo að lofa einhverju meiru í úrslitaleiknum á móti Brasilíu á sunnudaginn. Það eru örugglega fáir utan Perú sem hafa trú á liðinu á móti gríðarlega sterku liði heimamanna. Önnur eins frammistaða og í nótt og þá er aldrei að vita.PARTIDAZO! Han jugado como un verdadero equipo. Un besazo se merecen! a mi selección a mi Perú. Que bárbaros. — Stephanie Cayo (@Stephanie_Cayo) July 4, 2019 Copa América Perú Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Sjá meira
Perú hefur sjaldan spilað betur en í nótt þegar liðið rúllaði 3-0 yfir Síle í undanúrslitaleik Suðurameríkubikarsins. Liðið sem skoraði aðeins þrjú mörk í fyrstu fjórum leikjum keppninnar og tapaði meðal annars 5-0 fyrir Brasilíu í riðlakeppninni er nú komið alla leið í úrslitaleikinn. Það er allt sem bendir til þess að loforð leikkonunnar fallegu Stephanie Cayo hafi heldur betur kveikt í perúsku landsliðsmönnunum. Frammistaða þeirra sá líka til þess að Perú mætir Brasilíu í úrslitaleiknum á sunnudaginn.Y ahora BRASIL... pic.twitter.com/pRcx3MA0Y7 — Stephanie Cayo (@Stephanie_Cayo) July 4, 2019Stephanie Cayo er mikil fótboltaáhugakona og lofaði þeim leikmanni landsliðsins kossi sem tryggði liðinu sæti í úrslitaleiknum. Hin gullfallega Stephanie er leikkona, söngkona og fyrirsæta. Hún vakti mikla athygli fyrir leik sinn í Netflix-þáttunum Club de Cuervos sem eru um ríka fjölskyldu sem á fótboltalið. Perúska liðið spilaði sinn langbesta leik í keppninni í nótt, skoraði þrjú mörk og hélt marki sínu hreinu. Það voru því margar hetjur hjá liðinu. Enginn skoraði tvö mörk og ekki fær einn af markaskorurum liðsins kossinn. Stephanie Cayo birti val sitt á Twitter. Hún valdi markvörðinn Pedro Gallese. Pedro Gallese varði nokkrum sinnum vel frá Sílemönnum í seinni hálfleiknum og endaði síðan leikinn á því að verja víti. Hér fyrir neðan má sjá val Stephanie Cayo.Gallese — Stephanie Cayo (@Stephanie_Cayo) July 4, 2019Hún hrósaði líka öllu liðinu og að þeir hafi spilað eins og eitt lið í þessum leik. Þeir ættu í raun allir skilið koss. Það verður erfitt fyrir Stephanie Cayo að lofa einhverju meiru í úrslitaleiknum á móti Brasilíu á sunnudaginn. Það eru örugglega fáir utan Perú sem hafa trú á liðinu á móti gríðarlega sterku liði heimamanna. Önnur eins frammistaða og í nótt og þá er aldrei að vita.PARTIDAZO! Han jugado como un verdadero equipo. Un besazo se merecen! a mi selección a mi Perú. Que bárbaros. — Stephanie Cayo (@Stephanie_Cayo) July 4, 2019
Copa América Perú Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Sjá meira