Háir skjólveggir sagðir skemma götumyndina Sigurður Mikael Jónsson skrifar 4. júlí 2019 07:15 Sérstakir skjólveggjaskilmálar eru til staðar í Urriðaholti í Garðabæ og hafa íbúar í einhverjum tilfellum brotið gegn þeim. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Þetta er hlutur sem hefur byrjað smátt og smátt, haldið áfram og svo er þetta orðið það umsvifamikið að það er farið að skemma götumynd hverfisins,“ segir Jón Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Urriðaholts ehf., sem farið hefur fram á að Garðabær grípi inn í og geri eitthvað í of háum og fagurfræðilega ófullnægjandi skjólveggjum sem íbúar hafi verið að reisa í óleyfi. Sérstök ákvæði eru um framkvæmd og uppsetningu skjólveggja í deiliskipulagi hverfisins sem Jón Pálmi vill að bærinn fylgi eftir. Urriðaholt ehf. var upphaflegur eigandi landsins sem hverfið reis á og þróaði skipulag og hugmyndafræði þess í samráði við Garðabæ. Í bréfi Jóns Pálma, sem lagt var fyrir bæjarráð Garðabæjar í vikunni, segir að stór þáttur í skipulagi Urriðaholts sé að skapa aðlaðandi götumynd fyrir íbúa hverfisins. Ákvæði um skjólveggina hafi því verið sett til að tryggja það.Jón Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Urriðaholts ehf. Mynd/Urridaholt.isJón Pálmi segir að þrátt fyrir ítrekuð bréf Garðabæjar til lóðarhafa, húsfélaga, umræður á vettvangi íbúa, upplýsingar og ábendingar á heimasíðu félagsins þá sé staðan sú að í langan tíma hafi staðið skjólveggir sem „eru í hróplegu ósamræmi við deiliskipulag og til þess fallnir að rýra götumynd hverfisins. Farið er fram á að Garðabær bregðist nú þegar við óleyfisframkvæmdum og sjái til þess að þessum málum sé komið í lag,“ eins og segir í erindinu. „Einhverjir hafa brugðist við ábendingum Garðabæjar en aðrir ekki. Það er okkar mat að það sé enn mikið af þessu sem þarf að laga,“ segir Jón Pálmi í samtali við Fréttablaðið. Aðspurður segir hann skjólveggjaskilmálana fyrst og fremst fagurfræðilegs eðlis til að götumyndin haldi sér. Meiri bragur sé á því að horfa á fallega garða og húshliðar en röð af skjólveggjum með fram götunni. „Menn hafa verið að reisa of háa veggi og of nálægt lóðamörkum.“ Jón Pálmi segir að ekki sé hægt að láta þessar óleyfisframkvæmdir og brot á deiliskipulagi viðgangast og mikilvægt að bæjaryfirvöld sýni festu í þessu máli. Birtist í Fréttablaðinu Garðabær Skipulag Mest lesið Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Þetta er hlutur sem hefur byrjað smátt og smátt, haldið áfram og svo er þetta orðið það umsvifamikið að það er farið að skemma götumynd hverfisins,“ segir Jón Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Urriðaholts ehf., sem farið hefur fram á að Garðabær grípi inn í og geri eitthvað í of háum og fagurfræðilega ófullnægjandi skjólveggjum sem íbúar hafi verið að reisa í óleyfi. Sérstök ákvæði eru um framkvæmd og uppsetningu skjólveggja í deiliskipulagi hverfisins sem Jón Pálmi vill að bærinn fylgi eftir. Urriðaholt ehf. var upphaflegur eigandi landsins sem hverfið reis á og þróaði skipulag og hugmyndafræði þess í samráði við Garðabæ. Í bréfi Jóns Pálma, sem lagt var fyrir bæjarráð Garðabæjar í vikunni, segir að stór þáttur í skipulagi Urriðaholts sé að skapa aðlaðandi götumynd fyrir íbúa hverfisins. Ákvæði um skjólveggina hafi því verið sett til að tryggja það.Jón Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Urriðaholts ehf. Mynd/Urridaholt.isJón Pálmi segir að þrátt fyrir ítrekuð bréf Garðabæjar til lóðarhafa, húsfélaga, umræður á vettvangi íbúa, upplýsingar og ábendingar á heimasíðu félagsins þá sé staðan sú að í langan tíma hafi staðið skjólveggir sem „eru í hróplegu ósamræmi við deiliskipulag og til þess fallnir að rýra götumynd hverfisins. Farið er fram á að Garðabær bregðist nú þegar við óleyfisframkvæmdum og sjái til þess að þessum málum sé komið í lag,“ eins og segir í erindinu. „Einhverjir hafa brugðist við ábendingum Garðabæjar en aðrir ekki. Það er okkar mat að það sé enn mikið af þessu sem þarf að laga,“ segir Jón Pálmi í samtali við Fréttablaðið. Aðspurður segir hann skjólveggjaskilmálana fyrst og fremst fagurfræðilegs eðlis til að götumyndin haldi sér. Meiri bragur sé á því að horfa á fallega garða og húshliðar en röð af skjólveggjum með fram götunni. „Menn hafa verið að reisa of háa veggi og of nálægt lóðamörkum.“ Jón Pálmi segir að ekki sé hægt að láta þessar óleyfisframkvæmdir og brot á deiliskipulagi viðgangast og mikilvægt að bæjaryfirvöld sýni festu í þessu máli.
Birtist í Fréttablaðinu Garðabær Skipulag Mest lesið Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira