Hugmynd sem varð til í sófanum heima Ásta Eir Árnadóttir skrifar 27. maí 2019 10:00 Arnþór Ingi Kristinsson og Sóley Þorsteinsdóttir, eigendur My Letra, eru afar ánægð með viðtökurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Kærustuparið Sóley Þorsteinsdóttir og Arnþór Ingi Kristinsson fóru af stað með fyrirtækið sitt My Letra fyrir rúmu ári. Íslendingar eru sólgnir í þeirra fallegu skartgripi en fyrsta árið hefur gengið vonum framar. Hugmyndin varð til þegar Sóley var í fæðingarorlofi en parið eignaðist dóttur í lok árs 2017. „Þetta byrjaði þannig að mig langaði í hálsmen sem væri með upphafsstöfum dóttur minnar á. Mér fannst úrvalið hérna heima ekkert.Átti að vera aukaverkefni Til að byrja með átti þetta einungis að vera aukaverkefni í fæðingarorlofinu. „Ég var að vinna sem samfélagsmiðlastjóri hjá Icepharma á þessum tíma en ég ákvað að búa til netverslun bara til þess að prufa og sjá hvort þetta myndi seljast,“ segir Sóley. Hálsmenin seldust gríðarlega vel og hafa þau verið vinsæl nánast frá fyrsta degi. Hálsmenin voru bara byrjunin en núna eru töluvert fleiri skartgripir í boði hjá My Letra. „Við byrjuðum bara á því að bjóða upp á hálsmen með íslenskum lágstöfum á stórri skífu, bæði í gull- og silfurlituðu. Svo þróuðum við okkur áfram og nú erum við komin með ágætis vöruúrval.“Ótrúleg viðbrögð Netverslunin var opnuð í maí í fyrra þannig að My Letra er nýorðin eins árs. „Viðbrögðin voru strax gríðarleg og við vorum eiginlega bara í sjokki með það. Enginn á Íslandi var að bjóða upp á stafahálsmen með íslenskum bókstöfum og ég held að það hafi verið eitthvað sem dró fólk að,“ segir Sóley stolt. Falleg armbönd, hálsmen og eyrnalokkar hafa bæst í úrvalið og hafa vörurnar notið mikilla vinsælda. My Letra er ekki lengur einungis netverslun en vörurnar eru komnar í níu verslanir víðsvegar um landið.Samfélagsmiðlarnir mikilvæg markaðssetning Þegar nýjar vörur koma á markað er gríðarlega mikilvægt að markaðssetja þær. Samfélagsmiðlar eru afar sterkt tól þegar kemur að markaðssetningu og hægt er að ná til fjölda fólks í gegnum þá. „Eina sem við höfum gert er að auglýsa okkur á samfélagsmiðlum, bara á Facebook og Instragram. Mikilvægt er að myndirnar séu fallegar og að maður sé alltaf að minna á sig, láta fólkið vita að við erum hérna ennþá.“ My Letra vex hratt og vinsældirnar aukast á samfélagsmiðlum með hverjum degi og til að mynda eru þau með yfir 6.000 fylgjendur á Instagram.Tveggja manna teymi sem stefnir hátt Frá fyrsta degi hafa þau Sóley og Arnþór aðeins verið tvö að vinna í uppbyggingu fyrirtækisins. „Ég sé um að taka myndir, uppfæra heimasíðuna og sjá um útlitið á öllum vörunum sem og pakkningunum og Arnþór sér um reikninga og bókhald,“ en Arnþórstarfar einnig hjá TVG Zimsen og spilar fótbolta með KR. Þau eru sammála um að góð þjónusta sé mikilvæg og sjálf leggja þau mikla áherslu á hraða og góða þjónustu. „Í byrjun vorum við að skutla sendingum heim til fólks á höfuðborgarsvæðinu og vorum oft að keyra út til tólf á kvöldin, en svo var þetta orðið það mikið að það var ekki tími í það lengur. En við reynum að gera okkar besta og þjónusta alla vel.“ Einnig telja þau mikilvægt að vera vel vakandi á Facebook og Instagram ef fólk er með fyrirspurnir þar. „Ef fólk er að senda skilaboð klukkan tíu á kvöldin þá svara ég klukkan tíu á kvöldin, þetta er vinnan mín og ég er í þessu nánast allan sólarhringinn,“ segir Sóley. My Letra hefur aðeins verið að prufa sig áfram út fyrir landsteinana en þau eru með hálsmen með norskum bókstöfum og fleiri vörum í einni verslun í Noregi. „Markmiðið okkar núna er að stækka vefsíðuna okkar og gera hana meira alþjóðlega, en við viljum líka koma okkur í verslanir í Skandinavíu, það er planið á næstunni.“Skemmtilegt að vinna með öðru fólki My Letra hefur farið í tvö samstarfsverkefni með öðru hæfileikaríku fólki. „Fyrsta samstarfsverkefnið okkar var með listakonunni Rakel Tómas, en þá teiknaði hún fyrir okkur tölustafi sem við létum svo á skífurnar á hálsmenunum og heppnaðist það ótrúlega vel.“ Nýlega sendu þau frá sér vörulínu í samstarfi við Fanneyju Ingvarsdóttur og hefur það farið virkilega vel af stað. Sóley segir það spennandi og skemmtilegt að vinna með öðru fólki og vonast hún til þess að samstarfsverkefnin verði fleiri. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Kærustuparið Sóley Þorsteinsdóttir og Arnþór Ingi Kristinsson fóru af stað með fyrirtækið sitt My Letra fyrir rúmu ári. Íslendingar eru sólgnir í þeirra fallegu skartgripi en fyrsta árið hefur gengið vonum framar. Hugmyndin varð til þegar Sóley var í fæðingarorlofi en parið eignaðist dóttur í lok árs 2017. „Þetta byrjaði þannig að mig langaði í hálsmen sem væri með upphafsstöfum dóttur minnar á. Mér fannst úrvalið hérna heima ekkert.Átti að vera aukaverkefni Til að byrja með átti þetta einungis að vera aukaverkefni í fæðingarorlofinu. „Ég var að vinna sem samfélagsmiðlastjóri hjá Icepharma á þessum tíma en ég ákvað að búa til netverslun bara til þess að prufa og sjá hvort þetta myndi seljast,“ segir Sóley. Hálsmenin seldust gríðarlega vel og hafa þau verið vinsæl nánast frá fyrsta degi. Hálsmenin voru bara byrjunin en núna eru töluvert fleiri skartgripir í boði hjá My Letra. „Við byrjuðum bara á því að bjóða upp á hálsmen með íslenskum lágstöfum á stórri skífu, bæði í gull- og silfurlituðu. Svo þróuðum við okkur áfram og nú erum við komin með ágætis vöruúrval.“Ótrúleg viðbrögð Netverslunin var opnuð í maí í fyrra þannig að My Letra er nýorðin eins árs. „Viðbrögðin voru strax gríðarleg og við vorum eiginlega bara í sjokki með það. Enginn á Íslandi var að bjóða upp á stafahálsmen með íslenskum bókstöfum og ég held að það hafi verið eitthvað sem dró fólk að,“ segir Sóley stolt. Falleg armbönd, hálsmen og eyrnalokkar hafa bæst í úrvalið og hafa vörurnar notið mikilla vinsælda. My Letra er ekki lengur einungis netverslun en vörurnar eru komnar í níu verslanir víðsvegar um landið.Samfélagsmiðlarnir mikilvæg markaðssetning Þegar nýjar vörur koma á markað er gríðarlega mikilvægt að markaðssetja þær. Samfélagsmiðlar eru afar sterkt tól þegar kemur að markaðssetningu og hægt er að ná til fjölda fólks í gegnum þá. „Eina sem við höfum gert er að auglýsa okkur á samfélagsmiðlum, bara á Facebook og Instragram. Mikilvægt er að myndirnar séu fallegar og að maður sé alltaf að minna á sig, láta fólkið vita að við erum hérna ennþá.“ My Letra vex hratt og vinsældirnar aukast á samfélagsmiðlum með hverjum degi og til að mynda eru þau með yfir 6.000 fylgjendur á Instagram.Tveggja manna teymi sem stefnir hátt Frá fyrsta degi hafa þau Sóley og Arnþór aðeins verið tvö að vinna í uppbyggingu fyrirtækisins. „Ég sé um að taka myndir, uppfæra heimasíðuna og sjá um útlitið á öllum vörunum sem og pakkningunum og Arnþór sér um reikninga og bókhald,“ en Arnþórstarfar einnig hjá TVG Zimsen og spilar fótbolta með KR. Þau eru sammála um að góð þjónusta sé mikilvæg og sjálf leggja þau mikla áherslu á hraða og góða þjónustu. „Í byrjun vorum við að skutla sendingum heim til fólks á höfuðborgarsvæðinu og vorum oft að keyra út til tólf á kvöldin, en svo var þetta orðið það mikið að það var ekki tími í það lengur. En við reynum að gera okkar besta og þjónusta alla vel.“ Einnig telja þau mikilvægt að vera vel vakandi á Facebook og Instagram ef fólk er með fyrirspurnir þar. „Ef fólk er að senda skilaboð klukkan tíu á kvöldin þá svara ég klukkan tíu á kvöldin, þetta er vinnan mín og ég er í þessu nánast allan sólarhringinn,“ segir Sóley. My Letra hefur aðeins verið að prufa sig áfram út fyrir landsteinana en þau eru með hálsmen með norskum bókstöfum og fleiri vörum í einni verslun í Noregi. „Markmiðið okkar núna er að stækka vefsíðuna okkar og gera hana meira alþjóðlega, en við viljum líka koma okkur í verslanir í Skandinavíu, það er planið á næstunni.“Skemmtilegt að vinna með öðru fólki My Letra hefur farið í tvö samstarfsverkefni með öðru hæfileikaríku fólki. „Fyrsta samstarfsverkefnið okkar var með listakonunni Rakel Tómas, en þá teiknaði hún fyrir okkur tölustafi sem við létum svo á skífurnar á hálsmenunum og heppnaðist það ótrúlega vel.“ Nýlega sendu þau frá sér vörulínu í samstarfi við Fanneyju Ingvarsdóttur og hefur það farið virkilega vel af stað. Sóley segir það spennandi og skemmtilegt að vinna með öðru fólki og vonast hún til þess að samstarfsverkefnin verði fleiri.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira