Mannréttindastjóri segir ásakanir um kosningasvindl alvarlegar og meiðandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. febrúar 2019 23:31 Fulltrúi frá Persónuvernd, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar og borgarlögmaður vinna áfram að nánari greiningu á ákvörðun Persónuverndar um brot á persónuverndarlögum. Vísir/Vilhelm Mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, persónuverndarfulltrúi og borgarlögmaður vinna nú að gerð minnisblaðs og nánari greiningu á ákvörðun Persónuverndar um að Reykjavíkurborg, rannsakendur við Háskóla Íslands og Þjóðskrá hafi brotið gegn þáverandi persónuverndarlögum þegar ungum kjósendum, konum 80 ára og eldri og erlendum ríkisborgurum voru send bréf og smáskilaboð fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar í þeim tilgangi að auka kosningaþátttöku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. „Borgin og þeir aðilar sem ákvörðunin fjallar um eru nú að kynna sér niðurstöðuna sem er ítarleg,“ segir í tilkynningunni en Persónuvernd hóf á síðasta ári frumkvæðisathugun á notkun umræddra aðila á persónuupplýsingum frá Þjóðskrá Íslands. Í ákvörðun Persónuverndar kemur fram að ekki hafi farið lögum þegar ungum kjósendum, eldri konum og erlendum ríkisborgurum voru send bréf. Rannsóknir sýna að þetta eru hóparnir sem skiluðu sér verst á kjörstað. Þjóðskrá á þá einnig að hafa brotið gegn þáverandi persónuverndarlögum þegar hún afhenti Reykjavíkurborg upplýsingar um kyn og ríkisfang erlendra ríkisborgara. Í ákvörðuninni segir jafnframt að textinn hafi verið gildishlaðinn og að í bréfum til ungs fólks sem voru að kjósa í fyrsta skiptið hefði verið talað um skyldu til að kjósa þrátt fyrir að engin slík skylda hvíli á herðum þeim í lagalegum skilningi. Í áframhaldandi greiningu á ákvörðun Persónuverndar verður skoðað sérstaklega hvort og þá hvernig framkvæmd Reykjavíkurborgar var frábrugðin framkvæmd sambærilegra verkefna á Norðurlöndum sem þó voru fyrirmyndin að átaksverkefni Reykjavíkurborgar.Ætluðu sér eingöngu að auka kosningaþátttöku Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar segist taka ákvörðun Persónuverndar alvarlega en bætir við að hún komi henni spánskt fyrir sjónir í ljósi fyrri samskipta við stofnunina. Anna segir að mikilvægt sé að bregðast við ákvörðuninni með faglegum hætti. „Verkefnið var allt unnið af starfsmönnum Reykjavíkurborgar og fræðafólki í Háskóla Íslands þar sem okkur gekk það eitt til að auka kosningaþátttöku og fræðast um kosningahegðun. Stjórnmálamenn höfðu þannig enga aðkomu að verkefninu eftir samþykkt borgarráðs,“ segir Anna. Hún segir enn fremur að ásakanir um kosningasvindl sem hafi komið fram í tengslum við umræðu ákvörðunar Persónuverndar séu „alvarlegar“ og „meiðandi“. Reykjavík Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, persónuverndarfulltrúi og borgarlögmaður vinna nú að gerð minnisblaðs og nánari greiningu á ákvörðun Persónuverndar um að Reykjavíkurborg, rannsakendur við Háskóla Íslands og Þjóðskrá hafi brotið gegn þáverandi persónuverndarlögum þegar ungum kjósendum, konum 80 ára og eldri og erlendum ríkisborgurum voru send bréf og smáskilaboð fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar í þeim tilgangi að auka kosningaþátttöku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. „Borgin og þeir aðilar sem ákvörðunin fjallar um eru nú að kynna sér niðurstöðuna sem er ítarleg,“ segir í tilkynningunni en Persónuvernd hóf á síðasta ári frumkvæðisathugun á notkun umræddra aðila á persónuupplýsingum frá Þjóðskrá Íslands. Í ákvörðun Persónuverndar kemur fram að ekki hafi farið lögum þegar ungum kjósendum, eldri konum og erlendum ríkisborgurum voru send bréf. Rannsóknir sýna að þetta eru hóparnir sem skiluðu sér verst á kjörstað. Þjóðskrá á þá einnig að hafa brotið gegn þáverandi persónuverndarlögum þegar hún afhenti Reykjavíkurborg upplýsingar um kyn og ríkisfang erlendra ríkisborgara. Í ákvörðuninni segir jafnframt að textinn hafi verið gildishlaðinn og að í bréfum til ungs fólks sem voru að kjósa í fyrsta skiptið hefði verið talað um skyldu til að kjósa þrátt fyrir að engin slík skylda hvíli á herðum þeim í lagalegum skilningi. Í áframhaldandi greiningu á ákvörðun Persónuverndar verður skoðað sérstaklega hvort og þá hvernig framkvæmd Reykjavíkurborgar var frábrugðin framkvæmd sambærilegra verkefna á Norðurlöndum sem þó voru fyrirmyndin að átaksverkefni Reykjavíkurborgar.Ætluðu sér eingöngu að auka kosningaþátttöku Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar segist taka ákvörðun Persónuverndar alvarlega en bætir við að hún komi henni spánskt fyrir sjónir í ljósi fyrri samskipta við stofnunina. Anna segir að mikilvægt sé að bregðast við ákvörðuninni með faglegum hætti. „Verkefnið var allt unnið af starfsmönnum Reykjavíkurborgar og fræðafólki í Háskóla Íslands þar sem okkur gekk það eitt til að auka kosningaþátttöku og fræðast um kosningahegðun. Stjórnmálamenn höfðu þannig enga aðkomu að verkefninu eftir samþykkt borgarráðs,“ segir Anna. Hún segir enn fremur að ásakanir um kosningasvindl sem hafi komið fram í tengslum við umræðu ákvörðunar Persónuverndar séu „alvarlegar“ og „meiðandi“.
Reykjavík Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira