Fimmtíu ár frá fyrsta flugi júmbó-þotunnar Kristján Már Unnarsson skrifar 10. febrúar 2019 19:45 Fyrsta eintak Boeing 747 kom út úr verksmiðjunni þann 30. september árið 1968. Stjórnarformaður Boeing, Bill Allen, og forstjóri Pan Am, Juan Trippe, í stiganum en Pan Am hvatti Boeing til að framleiða tvöfalt stærri farþegaþotu en áður hafði þekkst. Mynd/Boeing. Flugheimurinn fagnar því um helgina að fimmtíu ár eru liðin frá fyrsta flugi Boeing 747 risaþotunnar, fyrstu breiðþotu heims. Júmbó-þotan, eins og hún var almennt kölluð, olli straumhvörfum í flugsamgöngum og er talin hafa átt einn stærsta þátt í því að flugfargjöld lækkuðu og að flugferðir milli heimsálfa urðu á færi almennings á Vesturlöndum. Þotan tók fyrst á loft þann 9. febrúar árið 1969 og var þá stærri en nokkur önnur farþegaþota, sem mannkynið hafði smíðað, og gat borið allt að 490 farþega. Fyrsta farþegaflugið var í janúar árið 1970 á vegum Pan Am-flugfélagsins en júmbó-þotan hélt titlinum sem stærsta farþegaflugvél heims í 37 ár. Evrett-flugvélaverksmiðjan í Washington-ríki utan við Seattle, sem sérstaklega var reist vegna júmbó-þotunnar, var jafnframt stærsta bygging heims.Cargolux-flugfélagið, sem Loftleiðir stofnuðu í Lúxemborg ásamt fleirum, er með flota Boeing 747, sem sérsmíðaðar eru til fraktflutninga.Mynd/Boeing.Árið 1972 voru Loftleiðir nálægt því að kaupa júmbó-þotur skömmu fyrir sameiningu flugfélaganna þegar Boeing-verksmiðjurnar gerðu Loftleiðum tilboð um kaup á tveimur Boeing 747-200. Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, ritaði þá undir viljayfirlýsingu um kaupin en stjórn félagsins lagðist gegn kaupunum. Árið 1982 ráku Flugleiðir um skamma hríð Boeing 747-100 þotu í pílagrímaflugi, sem félagið leigði frá SAS.Boeing 747-þota frá Air Atlanta.Árið 1993 tók flugfélagið Air Atlanta í notkun þrjár Boeing 747 þotur og árið 2002 vakti eigandinn, Arngrímur Jóhannsson, mikla athygli meðal flugáhugamanna þegar hann mætti á júmbó-þotu á Oshkosh-flughátíðina í Wisconsin, stærstu samkomu einkaflugmanna í heiminum. Air Atlanta státar af því á heimasíðu sinni að hafa einn stærsta flota heims af Boeing 747-400 þotum. Geimskutla NASA ferjuð á baki Boeing 747 þotu.NordicPhotos/gettyÞað er til marks um velgengni Boeing 747 að alls hafa 1.548 eintök verið smíðuð og hún er enn í framleiðslu. Hún hefur þó þróast mikið á þessum tíma en sýnilegasta breytingin er að efri hæðin er mun lengri en í upphaflegum gerðum.Dreamlifter er sennilega skrítnasta Boeing 747 þotan, en fyrirtækið notar hana til að flytja eigin flugvélahluta milli verksmiðja.Mynd/BoeingHún hefur einnig verið sérsmíðuð til ólíkra nota, eins og til að ferja geimskutlur á bakinu og til að flytja forseta Bandaríkjanna. Hér má sjá afmælismyndband frá Boeing um sögu flugvélarinnar: Boeing Fréttir af flugi Tímamót Tengdar fréttir Loftleiðamenn vildu kaupa Boeing 747 þotur árið 1972 Loftleiðir voru við það að kaupa tvær júmbó-þotur skömmu fyrir sameiningu flugfélaganna, segir Jóhannes Einarsson verkfræðingur, einn helsti samstarfsmaður Alfreðs Elíassonar. 19. apríl 2017 21:30 Risaþota full af Íslendingum á EM í Frakklandi "Við erum að fara að fylgjast með Íslandi taka Ungverjana“ 17. júní 2016 14:24 35 ár síðan geimflaug flaug yfir Reykjavík Fyrir 35 árum flaug geimskutlan Enterprise yfir Reykjavíkurborg og lenti í Keflavík en hún var á leiðinni á flugsýningu í París. 19. maí 2018 07:15 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Flugheimurinn fagnar því um helgina að fimmtíu ár eru liðin frá fyrsta flugi Boeing 747 risaþotunnar, fyrstu breiðþotu heims. Júmbó-þotan, eins og hún var almennt kölluð, olli straumhvörfum í flugsamgöngum og er talin hafa átt einn stærsta þátt í því að flugfargjöld lækkuðu og að flugferðir milli heimsálfa urðu á færi almennings á Vesturlöndum. Þotan tók fyrst á loft þann 9. febrúar árið 1969 og var þá stærri en nokkur önnur farþegaþota, sem mannkynið hafði smíðað, og gat borið allt að 490 farþega. Fyrsta farþegaflugið var í janúar árið 1970 á vegum Pan Am-flugfélagsins en júmbó-þotan hélt titlinum sem stærsta farþegaflugvél heims í 37 ár. Evrett-flugvélaverksmiðjan í Washington-ríki utan við Seattle, sem sérstaklega var reist vegna júmbó-þotunnar, var jafnframt stærsta bygging heims.Cargolux-flugfélagið, sem Loftleiðir stofnuðu í Lúxemborg ásamt fleirum, er með flota Boeing 747, sem sérsmíðaðar eru til fraktflutninga.Mynd/Boeing.Árið 1972 voru Loftleiðir nálægt því að kaupa júmbó-þotur skömmu fyrir sameiningu flugfélaganna þegar Boeing-verksmiðjurnar gerðu Loftleiðum tilboð um kaup á tveimur Boeing 747-200. Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, ritaði þá undir viljayfirlýsingu um kaupin en stjórn félagsins lagðist gegn kaupunum. Árið 1982 ráku Flugleiðir um skamma hríð Boeing 747-100 þotu í pílagrímaflugi, sem félagið leigði frá SAS.Boeing 747-þota frá Air Atlanta.Árið 1993 tók flugfélagið Air Atlanta í notkun þrjár Boeing 747 þotur og árið 2002 vakti eigandinn, Arngrímur Jóhannsson, mikla athygli meðal flugáhugamanna þegar hann mætti á júmbó-þotu á Oshkosh-flughátíðina í Wisconsin, stærstu samkomu einkaflugmanna í heiminum. Air Atlanta státar af því á heimasíðu sinni að hafa einn stærsta flota heims af Boeing 747-400 þotum. Geimskutla NASA ferjuð á baki Boeing 747 þotu.NordicPhotos/gettyÞað er til marks um velgengni Boeing 747 að alls hafa 1.548 eintök verið smíðuð og hún er enn í framleiðslu. Hún hefur þó þróast mikið á þessum tíma en sýnilegasta breytingin er að efri hæðin er mun lengri en í upphaflegum gerðum.Dreamlifter er sennilega skrítnasta Boeing 747 þotan, en fyrirtækið notar hana til að flytja eigin flugvélahluta milli verksmiðja.Mynd/BoeingHún hefur einnig verið sérsmíðuð til ólíkra nota, eins og til að ferja geimskutlur á bakinu og til að flytja forseta Bandaríkjanna. Hér má sjá afmælismyndband frá Boeing um sögu flugvélarinnar:
Boeing Fréttir af flugi Tímamót Tengdar fréttir Loftleiðamenn vildu kaupa Boeing 747 þotur árið 1972 Loftleiðir voru við það að kaupa tvær júmbó-þotur skömmu fyrir sameiningu flugfélaganna, segir Jóhannes Einarsson verkfræðingur, einn helsti samstarfsmaður Alfreðs Elíassonar. 19. apríl 2017 21:30 Risaþota full af Íslendingum á EM í Frakklandi "Við erum að fara að fylgjast með Íslandi taka Ungverjana“ 17. júní 2016 14:24 35 ár síðan geimflaug flaug yfir Reykjavík Fyrir 35 árum flaug geimskutlan Enterprise yfir Reykjavíkurborg og lenti í Keflavík en hún var á leiðinni á flugsýningu í París. 19. maí 2018 07:15 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Loftleiðamenn vildu kaupa Boeing 747 þotur árið 1972 Loftleiðir voru við það að kaupa tvær júmbó-þotur skömmu fyrir sameiningu flugfélaganna, segir Jóhannes Einarsson verkfræðingur, einn helsti samstarfsmaður Alfreðs Elíassonar. 19. apríl 2017 21:30
Risaþota full af Íslendingum á EM í Frakklandi "Við erum að fara að fylgjast með Íslandi taka Ungverjana“ 17. júní 2016 14:24
35 ár síðan geimflaug flaug yfir Reykjavík Fyrir 35 árum flaug geimskutlan Enterprise yfir Reykjavíkurborg og lenti í Keflavík en hún var á leiðinni á flugsýningu í París. 19. maí 2018 07:15