Læknar hætti að stimpla mæður móðursjúkar Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 10. febrúar 2019 19:30 Konur sem leita til lækna með grun um fötlun eða frávik í þroska ungra barna sinna segja betra að hafa karlmann með í heimsóknina. Þá séu þær síður dæmdar móðursjúkar Því á þá sé frekar hlustað. Doktorsneminn Guðrún Steinþórsdóttir benti áí viðtali við læknablaðið að konur upplifi að ekki sé á þær hlustað þegar þær leita til lækna vegna veikinda. Hún vitnar til sögu fjölda kvenna sem upplifðu sig taugaveiklaðar, kvartsárar eða jafnvel ímyndunarveikar.Í fréttum okkar dögunum greindi heimilislæknir frá því að konur tali frekar út frá tilfinningum en karlar og einkenni þeirra því stundum túlkuð andleg. Góð samskipti milli lækna og sjúklinga skipti gríðarlegu máli. Konur sem eiga langveik- eða fötluð börn eru hópur þeirra kvenna sem eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu gagnvart þessu. Fréttastofa hefur rætt við nokkuð margar þeirra sem allar lentu í að vera greindar með andleg veikindi þegar þær leituðu svara við þroskafrávikum barna sinna. Mæðurnar Halla María Guðmundsdóttir og Ásdís Gunnarsdóttir eiga báðar fötluð börn. Þær segja ansi algengt að konur sem gruna að eitthvað angri barnið sitt hafi lent í samskiptaerfiðleikum á fyrsta stigi greiningarferlisins. „Maður var stimplaður frekar móðursjúkur og að búa til veikindi barnanna. Kannski líka því mitt barn er bara eitt tilfelli og ekki var hægt að bera önnur börn saman við,“ segir Halla María en barnið hennar er með tvöföldun á litningi 1. Ásdís tekur undir þetta: „Maður fór að efast um allt sem maður sá, fór að efast um að maður væri að horfa rétt í hlutina. Það gerir það að verkum að maður þorir kannski ekki að leita sér aðstoðar þegar þarf. Það getur bara verið mjög hættulegt,“ segir hún en dóttir hennar er með Wiedemann-Steiner heilkenni. Þær segjast hafa áttað sig á því að betra sé að hafa mennina sína með í læknisheimsóknirnar því á þá sé frekar hlustað. Þessu þurfi að breyta. „Þó að læknar haldi að það sé ekkert að. Ekki koma fram við foreldrana eins og þau séu vitlaus eða eins og það sé ekkert að. Rannsakaðu bara barnið og láttu þeim líða eins og þau viti eitthvað,“ segir Ásdís og Halla María bætir við: „Ég myndi vilja betri samskipti milli lækna og foreldra og að það yrði hlustað betur á móðurinnsæið. Ekki bara stimpla mann sem móðursjúkan,“ segir hún. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Læknavísindin gerðu ekki ráð fyrir ólíkum sjúkdómseinkennum karla og kvenna Konur tala oftar út frá tilfinningum en karlar þegar þær leita til lækna og því eru einkenni þeirra frekar túlkuð sem andleg vanlíðan en líkamleg. Tímapressa og vinnuálag lækna gefur of lítið svigrúm til djúpra samtala segir prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. 29. janúar 2019 20:00 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Sjá meira
Konur sem leita til lækna með grun um fötlun eða frávik í þroska ungra barna sinna segja betra að hafa karlmann með í heimsóknina. Þá séu þær síður dæmdar móðursjúkar Því á þá sé frekar hlustað. Doktorsneminn Guðrún Steinþórsdóttir benti áí viðtali við læknablaðið að konur upplifi að ekki sé á þær hlustað þegar þær leita til lækna vegna veikinda. Hún vitnar til sögu fjölda kvenna sem upplifðu sig taugaveiklaðar, kvartsárar eða jafnvel ímyndunarveikar.Í fréttum okkar dögunum greindi heimilislæknir frá því að konur tali frekar út frá tilfinningum en karlar og einkenni þeirra því stundum túlkuð andleg. Góð samskipti milli lækna og sjúklinga skipti gríðarlegu máli. Konur sem eiga langveik- eða fötluð börn eru hópur þeirra kvenna sem eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu gagnvart þessu. Fréttastofa hefur rætt við nokkuð margar þeirra sem allar lentu í að vera greindar með andleg veikindi þegar þær leituðu svara við þroskafrávikum barna sinna. Mæðurnar Halla María Guðmundsdóttir og Ásdís Gunnarsdóttir eiga báðar fötluð börn. Þær segja ansi algengt að konur sem gruna að eitthvað angri barnið sitt hafi lent í samskiptaerfiðleikum á fyrsta stigi greiningarferlisins. „Maður var stimplaður frekar móðursjúkur og að búa til veikindi barnanna. Kannski líka því mitt barn er bara eitt tilfelli og ekki var hægt að bera önnur börn saman við,“ segir Halla María en barnið hennar er með tvöföldun á litningi 1. Ásdís tekur undir þetta: „Maður fór að efast um allt sem maður sá, fór að efast um að maður væri að horfa rétt í hlutina. Það gerir það að verkum að maður þorir kannski ekki að leita sér aðstoðar þegar þarf. Það getur bara verið mjög hættulegt,“ segir hún en dóttir hennar er með Wiedemann-Steiner heilkenni. Þær segjast hafa áttað sig á því að betra sé að hafa mennina sína með í læknisheimsóknirnar því á þá sé frekar hlustað. Þessu þurfi að breyta. „Þó að læknar haldi að það sé ekkert að. Ekki koma fram við foreldrana eins og þau séu vitlaus eða eins og það sé ekkert að. Rannsakaðu bara barnið og láttu þeim líða eins og þau viti eitthvað,“ segir Ásdís og Halla María bætir við: „Ég myndi vilja betri samskipti milli lækna og foreldra og að það yrði hlustað betur á móðurinnsæið. Ekki bara stimpla mann sem móðursjúkan,“ segir hún.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Læknavísindin gerðu ekki ráð fyrir ólíkum sjúkdómseinkennum karla og kvenna Konur tala oftar út frá tilfinningum en karlar þegar þær leita til lækna og því eru einkenni þeirra frekar túlkuð sem andleg vanlíðan en líkamleg. Tímapressa og vinnuálag lækna gefur of lítið svigrúm til djúpra samtala segir prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. 29. janúar 2019 20:00 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Sjá meira
Læknavísindin gerðu ekki ráð fyrir ólíkum sjúkdómseinkennum karla og kvenna Konur tala oftar út frá tilfinningum en karlar þegar þær leita til lækna og því eru einkenni þeirra frekar túlkuð sem andleg vanlíðan en líkamleg. Tímapressa og vinnuálag lækna gefur of lítið svigrúm til djúpra samtala segir prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. 29. janúar 2019 20:00