Læknar hætti að stimpla mæður móðursjúkar Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 10. febrúar 2019 19:30 Konur sem leita til lækna með grun um fötlun eða frávik í þroska ungra barna sinna segja betra að hafa karlmann með í heimsóknina. Þá séu þær síður dæmdar móðursjúkar Því á þá sé frekar hlustað. Doktorsneminn Guðrún Steinþórsdóttir benti áí viðtali við læknablaðið að konur upplifi að ekki sé á þær hlustað þegar þær leita til lækna vegna veikinda. Hún vitnar til sögu fjölda kvenna sem upplifðu sig taugaveiklaðar, kvartsárar eða jafnvel ímyndunarveikar.Í fréttum okkar dögunum greindi heimilislæknir frá því að konur tali frekar út frá tilfinningum en karlar og einkenni þeirra því stundum túlkuð andleg. Góð samskipti milli lækna og sjúklinga skipti gríðarlegu máli. Konur sem eiga langveik- eða fötluð börn eru hópur þeirra kvenna sem eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu gagnvart þessu. Fréttastofa hefur rætt við nokkuð margar þeirra sem allar lentu í að vera greindar með andleg veikindi þegar þær leituðu svara við þroskafrávikum barna sinna. Mæðurnar Halla María Guðmundsdóttir og Ásdís Gunnarsdóttir eiga báðar fötluð börn. Þær segja ansi algengt að konur sem gruna að eitthvað angri barnið sitt hafi lent í samskiptaerfiðleikum á fyrsta stigi greiningarferlisins. „Maður var stimplaður frekar móðursjúkur og að búa til veikindi barnanna. Kannski líka því mitt barn er bara eitt tilfelli og ekki var hægt að bera önnur börn saman við,“ segir Halla María en barnið hennar er með tvöföldun á litningi 1. Ásdís tekur undir þetta: „Maður fór að efast um allt sem maður sá, fór að efast um að maður væri að horfa rétt í hlutina. Það gerir það að verkum að maður þorir kannski ekki að leita sér aðstoðar þegar þarf. Það getur bara verið mjög hættulegt,“ segir hún en dóttir hennar er með Wiedemann-Steiner heilkenni. Þær segjast hafa áttað sig á því að betra sé að hafa mennina sína með í læknisheimsóknirnar því á þá sé frekar hlustað. Þessu þurfi að breyta. „Þó að læknar haldi að það sé ekkert að. Ekki koma fram við foreldrana eins og þau séu vitlaus eða eins og það sé ekkert að. Rannsakaðu bara barnið og láttu þeim líða eins og þau viti eitthvað,“ segir Ásdís og Halla María bætir við: „Ég myndi vilja betri samskipti milli lækna og foreldra og að það yrði hlustað betur á móðurinnsæið. Ekki bara stimpla mann sem móðursjúkan,“ segir hún. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Læknavísindin gerðu ekki ráð fyrir ólíkum sjúkdómseinkennum karla og kvenna Konur tala oftar út frá tilfinningum en karlar þegar þær leita til lækna og því eru einkenni þeirra frekar túlkuð sem andleg vanlíðan en líkamleg. Tímapressa og vinnuálag lækna gefur of lítið svigrúm til djúpra samtala segir prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. 29. janúar 2019 20:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Konur sem leita til lækna með grun um fötlun eða frávik í þroska ungra barna sinna segja betra að hafa karlmann með í heimsóknina. Þá séu þær síður dæmdar móðursjúkar Því á þá sé frekar hlustað. Doktorsneminn Guðrún Steinþórsdóttir benti áí viðtali við læknablaðið að konur upplifi að ekki sé á þær hlustað þegar þær leita til lækna vegna veikinda. Hún vitnar til sögu fjölda kvenna sem upplifðu sig taugaveiklaðar, kvartsárar eða jafnvel ímyndunarveikar.Í fréttum okkar dögunum greindi heimilislæknir frá því að konur tali frekar út frá tilfinningum en karlar og einkenni þeirra því stundum túlkuð andleg. Góð samskipti milli lækna og sjúklinga skipti gríðarlegu máli. Konur sem eiga langveik- eða fötluð börn eru hópur þeirra kvenna sem eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu gagnvart þessu. Fréttastofa hefur rætt við nokkuð margar þeirra sem allar lentu í að vera greindar með andleg veikindi þegar þær leituðu svara við þroskafrávikum barna sinna. Mæðurnar Halla María Guðmundsdóttir og Ásdís Gunnarsdóttir eiga báðar fötluð börn. Þær segja ansi algengt að konur sem gruna að eitthvað angri barnið sitt hafi lent í samskiptaerfiðleikum á fyrsta stigi greiningarferlisins. „Maður var stimplaður frekar móðursjúkur og að búa til veikindi barnanna. Kannski líka því mitt barn er bara eitt tilfelli og ekki var hægt að bera önnur börn saman við,“ segir Halla María en barnið hennar er með tvöföldun á litningi 1. Ásdís tekur undir þetta: „Maður fór að efast um allt sem maður sá, fór að efast um að maður væri að horfa rétt í hlutina. Það gerir það að verkum að maður þorir kannski ekki að leita sér aðstoðar þegar þarf. Það getur bara verið mjög hættulegt,“ segir hún en dóttir hennar er með Wiedemann-Steiner heilkenni. Þær segjast hafa áttað sig á því að betra sé að hafa mennina sína með í læknisheimsóknirnar því á þá sé frekar hlustað. Þessu þurfi að breyta. „Þó að læknar haldi að það sé ekkert að. Ekki koma fram við foreldrana eins og þau séu vitlaus eða eins og það sé ekkert að. Rannsakaðu bara barnið og láttu þeim líða eins og þau viti eitthvað,“ segir Ásdís og Halla María bætir við: „Ég myndi vilja betri samskipti milli lækna og foreldra og að það yrði hlustað betur á móðurinnsæið. Ekki bara stimpla mann sem móðursjúkan,“ segir hún.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Læknavísindin gerðu ekki ráð fyrir ólíkum sjúkdómseinkennum karla og kvenna Konur tala oftar út frá tilfinningum en karlar þegar þær leita til lækna og því eru einkenni þeirra frekar túlkuð sem andleg vanlíðan en líkamleg. Tímapressa og vinnuálag lækna gefur of lítið svigrúm til djúpra samtala segir prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. 29. janúar 2019 20:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Læknavísindin gerðu ekki ráð fyrir ólíkum sjúkdómseinkennum karla og kvenna Konur tala oftar út frá tilfinningum en karlar þegar þær leita til lækna og því eru einkenni þeirra frekar túlkuð sem andleg vanlíðan en líkamleg. Tímapressa og vinnuálag lækna gefur of lítið svigrúm til djúpra samtala segir prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. 29. janúar 2019 20:00