Fylgjast með stöðunni eftir mannskætt þyrluslys í Suður-Kóreu Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. nóvember 2019 20:44 TF-EIR, önnur af tveimur leiguþyrlum Landhelgisgæslunnar. Þær eru af gerðinni Airbus H225 Super Puma. Vísir/vilhelm Landhelgisgæslan mun fylgjast með framgangi rannsóknar á þyrluslysi sem varð í Suður-Kóreu síðastliðinn fimmtudag. Þyrlan sem hrapaði er af gerðinni Airbus H225 Super Puma, þeirri sömu og leiguþyrlur Landhelgisgæslunnar. Mbl.is greindi fyrst frá. Slysið varð úti fyrir austurströnd Suður-Kóreu í grennd við Dokdo-eyjaklasann seint á fimmtudag. Sjö voru í þyrlunni, sem var sjúkraflutningaþyrla á leið með slasaðan einstakling á spítala. Talið er að enginn um borð hafi komist lífs af. „Landhelgisgæslan mun fylgjast með framgangi þessarar rannsóknar og við munum leita eftir upplýsingum frá Airbus og flugmálayfirvöldum. Það hefur ekkert komið fram núna sem kallar á viðbrögð Landhelgisgæslunnar,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við Vísi. Leiguþyrlur Landhelgisgæslurnar eru tvær, TF-EIR og TF-GRÓ, og af gerðinni Airbus H225 Super Puma eins og áður segir. Þrettán létust í þyrluslysi í Noregi árið 2016 þegar þyrla af sömu gerð brotlenti í Tyrøy í Hörðalandi. Í kjölfarið innleiddi Airbus breytingar á gírkassa H225-þyrlanna, eftir að bróðurpartur flotans var kyrrsettur um heim allan. Landhelgisgæslan var einnig innt eftir viðbrögðum vegna slyssins í Noregi á sínum tíma en þá var floti hennar allur skipaður þyrlum af annari gerð. Í frétt Korea Times kemur fram að þyrlan sem fórst í Suður-Kóreu fyrir helgi hafi verið tekin í notkun í mars 2016. Þá hafi hún síðast verið yfirfarin í september eða október. Ekkert hefur enn komið fram um tildrög slyssins en Moon Jae-in forseti Suður-Kóreu hefur fyrirskipað að allar H225-þyrlur í landinu gangist nú undir skoðun. Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Suður-Kórea Tengdar fréttir Endurskoði leigu á þyrlum til Gæslunnar Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna reiknar með að Landhelgisgæslan endurmeti leigu á Super Puma þyrlum með umdeildum gírkassa eftir þyrluslys í Suður-Kóreu í síðustu viku. 27. júlí 2018 06:00 Beiðni um gögn í þyrlumálinu í skoðun hjá Landhelgisgæslunni Gæslan segir Airbus fullyrða að nýlegt hrap þyrlu í Suður-Kóreu virðist ekki tengjast gírkassa frá fyrirtækinu. 3. ágúst 2018 08:53 Slysið í Noregi snertir íslensku Gæsluþyrlurnar ekki Þrjár af björgunarþyrlum Landhelgisgæslunnar eru Super Pumur – en af annarri gerð en sú sem fórst. 3. júní 2016 07:00 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Landhelgisgæslan mun fylgjast með framgangi rannsóknar á þyrluslysi sem varð í Suður-Kóreu síðastliðinn fimmtudag. Þyrlan sem hrapaði er af gerðinni Airbus H225 Super Puma, þeirri sömu og leiguþyrlur Landhelgisgæslunnar. Mbl.is greindi fyrst frá. Slysið varð úti fyrir austurströnd Suður-Kóreu í grennd við Dokdo-eyjaklasann seint á fimmtudag. Sjö voru í þyrlunni, sem var sjúkraflutningaþyrla á leið með slasaðan einstakling á spítala. Talið er að enginn um borð hafi komist lífs af. „Landhelgisgæslan mun fylgjast með framgangi þessarar rannsóknar og við munum leita eftir upplýsingum frá Airbus og flugmálayfirvöldum. Það hefur ekkert komið fram núna sem kallar á viðbrögð Landhelgisgæslunnar,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við Vísi. Leiguþyrlur Landhelgisgæslurnar eru tvær, TF-EIR og TF-GRÓ, og af gerðinni Airbus H225 Super Puma eins og áður segir. Þrettán létust í þyrluslysi í Noregi árið 2016 þegar þyrla af sömu gerð brotlenti í Tyrøy í Hörðalandi. Í kjölfarið innleiddi Airbus breytingar á gírkassa H225-þyrlanna, eftir að bróðurpartur flotans var kyrrsettur um heim allan. Landhelgisgæslan var einnig innt eftir viðbrögðum vegna slyssins í Noregi á sínum tíma en þá var floti hennar allur skipaður þyrlum af annari gerð. Í frétt Korea Times kemur fram að þyrlan sem fórst í Suður-Kóreu fyrir helgi hafi verið tekin í notkun í mars 2016. Þá hafi hún síðast verið yfirfarin í september eða október. Ekkert hefur enn komið fram um tildrög slyssins en Moon Jae-in forseti Suður-Kóreu hefur fyrirskipað að allar H225-þyrlur í landinu gangist nú undir skoðun.
Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Suður-Kórea Tengdar fréttir Endurskoði leigu á þyrlum til Gæslunnar Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna reiknar með að Landhelgisgæslan endurmeti leigu á Super Puma þyrlum með umdeildum gírkassa eftir þyrluslys í Suður-Kóreu í síðustu viku. 27. júlí 2018 06:00 Beiðni um gögn í þyrlumálinu í skoðun hjá Landhelgisgæslunni Gæslan segir Airbus fullyrða að nýlegt hrap þyrlu í Suður-Kóreu virðist ekki tengjast gírkassa frá fyrirtækinu. 3. ágúst 2018 08:53 Slysið í Noregi snertir íslensku Gæsluþyrlurnar ekki Þrjár af björgunarþyrlum Landhelgisgæslunnar eru Super Pumur – en af annarri gerð en sú sem fórst. 3. júní 2016 07:00 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Endurskoði leigu á þyrlum til Gæslunnar Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna reiknar með að Landhelgisgæslan endurmeti leigu á Super Puma þyrlum með umdeildum gírkassa eftir þyrluslys í Suður-Kóreu í síðustu viku. 27. júlí 2018 06:00
Beiðni um gögn í þyrlumálinu í skoðun hjá Landhelgisgæslunni Gæslan segir Airbus fullyrða að nýlegt hrap þyrlu í Suður-Kóreu virðist ekki tengjast gírkassa frá fyrirtækinu. 3. ágúst 2018 08:53
Slysið í Noregi snertir íslensku Gæsluþyrlurnar ekki Þrjár af björgunarþyrlum Landhelgisgæslunnar eru Super Pumur – en af annarri gerð en sú sem fórst. 3. júní 2016 07:00