Leikjavísir

Bein útsending: Lenovodeildin rúllar af stað

Samúel Karl Ólason skrifar
Fréttablaðið/Ernir
Lenovodeildin mun hefja göngu sína í kvöld þar sem fjögur rafíþróttalið munu keppa í Counter Strike og League of Legends á næstu vikum. Keppnin hefst á tveimur viðureignum í League of Legends í kvöld. Fyrri viðureignin hefst klukkan sjö og áætlað er að sú seinni hefjist klukkan átta.

Þá verður keppt í Counter Strike á morgun og báðum leikjum á föstudag. Dagskrá næstu daga má sjá hér að neðan.

Sýnt verður frá leikjunum í beinni útsendingu á Twitchsíðu Rafíþróttasamtaka Íslands en útsendinguna má einnig sjá hér að neðan.



Nú í kvöld munu Kings fyrst keppa gegn Old Dogs og svo munu Dusty LOL og Frozt etja kappi.


Tengdar fréttir

Leikjaspilarar fái sína deild í íþróttafélögum

Tillögu Sjálfstæðisflokksins um deildir fyrir rafíþróttir innan íþróttafélaga vel tekið í borgarstjórn. Borgarfulltrúi segir breytingar geta rofið félagslega einangrun barna og ungmenna. Formenn helstu íþróttafélaga styðja tillöguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×