Formenn sáttir við þátttöku í atkvæðagreiðslum um samninga Heimir Már Pétursson skrifar 24. apríl 2019 12:00 Frá undirritun samninganna í byrjun mánaðarins. vísir/vilhelm Kjarasamningar um 110 þúsund félaga í Starfsgreinasambandinu og VR hafa verið samþykktir með miklum meirihluta atkvæða. Þátttaka í atkvæðagreiðslu meðal 19 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins var tæplega þrettán prósent en yfir tuttugu prósent hjá félagsmönnum VR. Starfsgreinasambandið hélt utan um sameiginlega rafræna atkvæðagreiðslu meðal 18 félaga af 19 um nýjan samning, en AFL Starfsgreinafélag sá sjálft um sína atkvæðagreiðslu. Þátttaka var að jafnaði 12,78% í atkvæðagreiðslunni; já sögðu 80,06% en nei sögðu 17,33%. 2,61% tóku ekki afstöðu. Atkvæðarétt höfðu 36.835 manns. Niðurstöðurnar voru afgerandi í öllum félögunum nema einu, en í 17 af 19 félögum var samningurinn samþykktur með yfir 70% atkvæða. Samningurinn á hinum almenna vinnumarkaði, sem undirritaður var 3. apríl síðast liðinn telst því samþykktur hjá öllum aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins er sáttur við þátttökuna í atkvæðagreiðslunni. „Ég held að þetta sýni eins og oft áður að ef fólk er ánægt með samningana tekur það síður þátt,“ segir Björn. En þátttakan hafi farið yfir 20 prósent í fjórum aðildarfélögum. Hann voni að forsendur samninganna standi út samningstímann. „Ég bara hvet alla til að fara ekki að fordæmi fyrirtækja sem ætla að hækka allt ef samningarnir yrðu samþykktir. Við vorum sammála um að þetta væru samningar sem fyrirtækin þyldu og þau eiga að sýna það og sanna,“ segir Björn. Meiri þátttaka hjá VR en SGS félögunum Samningarnir VR við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda voru samþykktir með rúmlega 88 prósent atkvæða. En þátttaka í atkvæðagreiðslunni var 20,9 prósent gagnvart SA og 26,5 prósent gagnvart Félagi atvinnurekenda. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er sáttur við þátttökuna enda hafi þúsundir félagsmanna tekið þátt í mótun kröfugerðar með einum eða öðrum hætti. „Þannig að ég held að við séum að endurspegla vilja félagsmanna í gegnum kröfugerðina með þessum samningi. Auðvitað vildum við gera betur. Auðvitað vildum við ganga lengra í ákveðnum málum gagnvart stjórnvöldum. Auðvitað vildum við ná fleiri krónum í umslagið og svo framvegis,“ segir Ragnar Þór. Hann tekur undir með formanni Starfsgreinasambandsins í gagnrýni á þau fyrirtæki sem boði verðhækkanir vegna kjarasamninganna. „Og er að mynda ákveðna gjá í það traust sem við vorum að reyna að skapa á milli atvinnurekenda og verkalýðsfélaganna. Það verður að koma í ljós hvort þau (fyrirtækin) standa við þetta. En að sama skapi munum við bregðast mjög harkalega við ef þetta verður niðurstaðan; að hér komi einhver holskefla af verðhækkunum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Tengdar fréttir Efling samþykkir nýjan kjarasamning: Skora á ríkisvaldið og SA að standa sína plikt Nýr kjarasamningur var samþykktur með miklum meirihluta. 24. apríl 2019 10:16 Félagsmenn VR samþykktu kjarasamninga Já sögðu 6.277 félagsmenn og nei 700, eða 9,85%. Auð atkvæði voru 127 eða 1,7 prósent. 24. apríl 2019 11:06 Nýr kjarasamningur samþykktur hjá öllum félögum SGS Samningurinn var samþykktur með miklum meirihluta en þátttaka í atkvæðagreiðslu var heldur dræm eða 12,78 prósent. 24. apríl 2019 10:04 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Kjarasamningar um 110 þúsund félaga í Starfsgreinasambandinu og VR hafa verið samþykktir með miklum meirihluta atkvæða. Þátttaka í atkvæðagreiðslu meðal 19 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins var tæplega þrettán prósent en yfir tuttugu prósent hjá félagsmönnum VR. Starfsgreinasambandið hélt utan um sameiginlega rafræna atkvæðagreiðslu meðal 18 félaga af 19 um nýjan samning, en AFL Starfsgreinafélag sá sjálft um sína atkvæðagreiðslu. Þátttaka var að jafnaði 12,78% í atkvæðagreiðslunni; já sögðu 80,06% en nei sögðu 17,33%. 2,61% tóku ekki afstöðu. Atkvæðarétt höfðu 36.835 manns. Niðurstöðurnar voru afgerandi í öllum félögunum nema einu, en í 17 af 19 félögum var samningurinn samþykktur með yfir 70% atkvæða. Samningurinn á hinum almenna vinnumarkaði, sem undirritaður var 3. apríl síðast liðinn telst því samþykktur hjá öllum aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins er sáttur við þátttökuna í atkvæðagreiðslunni. „Ég held að þetta sýni eins og oft áður að ef fólk er ánægt með samningana tekur það síður þátt,“ segir Björn. En þátttakan hafi farið yfir 20 prósent í fjórum aðildarfélögum. Hann voni að forsendur samninganna standi út samningstímann. „Ég bara hvet alla til að fara ekki að fordæmi fyrirtækja sem ætla að hækka allt ef samningarnir yrðu samþykktir. Við vorum sammála um að þetta væru samningar sem fyrirtækin þyldu og þau eiga að sýna það og sanna,“ segir Björn. Meiri þátttaka hjá VR en SGS félögunum Samningarnir VR við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda voru samþykktir með rúmlega 88 prósent atkvæða. En þátttaka í atkvæðagreiðslunni var 20,9 prósent gagnvart SA og 26,5 prósent gagnvart Félagi atvinnurekenda. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er sáttur við þátttökuna enda hafi þúsundir félagsmanna tekið þátt í mótun kröfugerðar með einum eða öðrum hætti. „Þannig að ég held að við séum að endurspegla vilja félagsmanna í gegnum kröfugerðina með þessum samningi. Auðvitað vildum við gera betur. Auðvitað vildum við ganga lengra í ákveðnum málum gagnvart stjórnvöldum. Auðvitað vildum við ná fleiri krónum í umslagið og svo framvegis,“ segir Ragnar Þór. Hann tekur undir með formanni Starfsgreinasambandsins í gagnrýni á þau fyrirtæki sem boði verðhækkanir vegna kjarasamninganna. „Og er að mynda ákveðna gjá í það traust sem við vorum að reyna að skapa á milli atvinnurekenda og verkalýðsfélaganna. Það verður að koma í ljós hvort þau (fyrirtækin) standa við þetta. En að sama skapi munum við bregðast mjög harkalega við ef þetta verður niðurstaðan; að hér komi einhver holskefla af verðhækkunum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Efling samþykkir nýjan kjarasamning: Skora á ríkisvaldið og SA að standa sína plikt Nýr kjarasamningur var samþykktur með miklum meirihluta. 24. apríl 2019 10:16 Félagsmenn VR samþykktu kjarasamninga Já sögðu 6.277 félagsmenn og nei 700, eða 9,85%. Auð atkvæði voru 127 eða 1,7 prósent. 24. apríl 2019 11:06 Nýr kjarasamningur samþykktur hjá öllum félögum SGS Samningurinn var samþykktur með miklum meirihluta en þátttaka í atkvæðagreiðslu var heldur dræm eða 12,78 prósent. 24. apríl 2019 10:04 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Efling samþykkir nýjan kjarasamning: Skora á ríkisvaldið og SA að standa sína plikt Nýr kjarasamningur var samþykktur með miklum meirihluta. 24. apríl 2019 10:16
Félagsmenn VR samþykktu kjarasamninga Já sögðu 6.277 félagsmenn og nei 700, eða 9,85%. Auð atkvæði voru 127 eða 1,7 prósent. 24. apríl 2019 11:06
Nýr kjarasamningur samþykktur hjá öllum félögum SGS Samningurinn var samþykktur með miklum meirihluta en þátttaka í atkvæðagreiðslu var heldur dræm eða 12,78 prósent. 24. apríl 2019 10:04