Er offita sjúkdómur? Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. nóvember 2019 19:42 Misjafnt er hvaða augum umræðan um offitu á Íslandi er litin. Annars vegar að offita sé sjúkdómur og heilbrigðiskerfið þurfi að bregðast við. Hins vegar að ekki eigi að sjúkdómsvæða feitt fólk heldur líta til heilsuvenja burtséð frá holdafari. Í Kompás sem sýndur var á Vísi í vikunni var fjallað um offitu barna á Íslandi. Samkvæmt nýjustu mælingum fjölgar íslenskum börnum með offitu. Umræða um forvarnir, úrræði og fitufordóma hefur farið fram í kjölfarið. Það má segja að það séu tveir pólar í umræðunni. Annar hópurinn vill tala um að fólk sé með offitu, því það sé sjúkdómur. Hinn vill tala um feitt fólk, sem sé ekki með sjúkdóm heldur eðlilegur hluti af fjölbreytileika mannlífsins.Skaðleg umræða sem jaðarsetur feitt fólk Tara Margrét, formaður Samtaka um líkamsvirðingu, segir að líta eigi framhjá holdafari þegar komi að heilsunni. „Atriði eins og heyfing, mataræði, svefnvenjur, reykingar, drykkja og streita eru þættir sem hafa miklu meiri áhrif á heilsuna en holdafarið. Í stað þess að horfa á holdafarið, sem leiðir til vafasamra og hættulegra mótvægisaðgerða eins og megrana, átraskana og fitufordóma, þá eigum við að horfa á heilsuvenjur fólks,“ segir Tara.Tara Margrét er formaður Félags um líkamsvirðinguvísir/sigurjónHún segir ekki búið að sanna orsakasamhengi offitu og sjúkleika. Fylgni sé sannarlega til staðar en skaðleg umræða og fjöldi megrunarkúra, sem trufla efnaskipti líkamans, geti alveg eins skýrt það. „Það að búa við jaðarsetningu, sem feitir gera, og streitu hefur áhrif. Ný rannsókn sýnir að útskýra megi næstum því þriðjung af þeim sjúkdómum sem fylgja offitu út frá fordómum og mismunun sem feitt fólk verður fyrir.“Segir offitu krónískan sjúkdóm Þessu er Sólveig Sigurðardóttir, forseti Evrópskra sjúklingsamtaka um offitu, ósammála. Hún segir offitu vera sjúkdóm en tekur fram að það þýði ekki að allir sem eru of þungir séu með sjúkdóminn. „En þú getur veikst illa af offitu. Þegar fituvefurinn farinn að hafa áhrif á líkamann, andlega eða líkamlega, þá er það orðinn sjúkdómur. Við erum að tala um krónískan sjúkdóm sem erfitt er að eiga við - út lífið.“ Sólveig kallar eftir því að heilbrigðisstéttir fræðist betur um sjúkdóminn, kunni að greina hann og veita meðferð. Hún var sjálf orðin 45 ára þegar hún fékk sjúkdómsgreininguna en hafði verið í ofþyngd eða offitu frá blautu barnsbeini.Sólveig er forseti Evrópsku sjúklingasamtakanna um offituvísir/erla„Ég segi sjálf að ég var heppin að fá hjálp og við eigum ekki að þurfa að vera heppin til að fá læknishjálp. Ég skildi ekki af hverju það gekk ekkert að léttast og af hverju ég þyngdist alltaf aftur. Þegar ég fékk loksins skilning á því sem var að gerast í líkamanum, hvernig hann virkar og hvernig genin mín hafa áhrif þá varð ég rólegri og gat lifað með þessu í sátt,“ segir Sólveig og bætir við að hún muni berjast við sjúkdóminn út ævina, þrátt fyrir að hún sé komin í kjörþyngd núna. Töru hugnast ekki að feitt fólk sé skilgreint sem sjúklingar. Hún bendir á að það sé hætta á að heilbrigt fólk sem er með offitu samkvæmt BMI-stuðli verði ofgreint. Einnig að fólk í kjörþyngd, sem er með ýmsa kvilla, sé vangreint bara af því að það er í kjörþyngd. „Ef við ætlum að taka feitt fólk út fyrir sviga þá erum við að stimpla feitt fólk sem veikt, sem sjúklinga og byrði á kerfinu. Að þetta sé gífurlegt heilsufarslegt vandamál. Það leiðir af sér fordóma og mismunun - og meiri vanlíðan feitra,“ segir Tara. Hún bendir á að umræðan um sykurskattinn sé gott dæmi um að sjónum sé beint að feitum, þ.e. að skattur eigi að minnka tíðni offitu, í stað þess að líta á sykurskatt sem lýðheilsuaðgerð til að bæta heilsu allra óháð holdafari.Fólk með offitu fái lélegri heilbrigðisþjónustu Sólveig tekur undir að fólk með offitu líði oft illa og að fordómarnir séu sannarlega til staðar. En sér það á annan veg. „Það er af því að vitneskjan er svo lítil. Það vantar meiri upplýsingar, til heilbrigðisstarfsmanna og til samfélagsins, til okkar allra.“ Alþjóðaheilbrigðisstofnunin skilgreinir offitu sem sjúkdóm og í ýmsum löndum er skilgreiningin notuð, t.d. í Bandaríkjunum. Hér á Íslandi er ekki formleg skilgreining á offitu sem sjúkdóm en einhverjir læknar líta svo á. Sólveig segir þetta skila sér í kennslu í læknisfræði, eða í raun, ekki skila sér í kennsluna. Útskrifaðir læknar hafi litla þekkingu á offitu sem skili sér í lélegri þjónustu við sjúklinga. „Ég vil að fyrsta hjálpin sé á heilsugæslunni, að heimilislæknir hafi það mikla vitneskju að hann geti aðstoðað, það er ekki svo í dag,“ segir hún og bendir á stóra erlenda rannsókn sem sýnir að fólk með offitu bíði að meðaltali í sex ár með að fá aðstoð læknis. Einnig að 70% heilbrigðisstarfsfólks telji að fólk með offitu vilji ekki léttast, sem er mikil vitleysa miðað við rannsókn meðal fólks með offitu, þar sem 93% segjast vilja léttast. Það er því skýr skoðun Sólveigar að það bæti lífsskilyrði fólks með offitu að skilgreina offitu skýrt og greinilega sem sjúkdóm. Tara segir ekki sannað að nokkuð ávinnist með slíku. „Það er ekkert sem bendir til þess að sjúkdómavæðing offitu skili sér í minni fordómum innan heilbrigðiskerfisins. Því miður,“ segir hún.Vanda þarf umræðuna Þótt að Sólveig og Tara séu ósammála um umræðuna um offitu sem heilbrigðisvandamál, þ.e. hvort hún sé skaðleg eða gagnleg, eru þær sammála um að vanda þurfi til verka og passa að umræðan verði ekki særandi og dómhörð. Töru finnst að fjalla ætti meira um fitufordóma sem birtist víða í heilbrigðiskerfinu, t.d. hjá læknum, og einnig veita foreldrum ráðleggingar um hvernig eigi að nálgast börnin sín varðandi þessi mál. „Ef foreldrum er ekki veittar slíkar ráðleggingar er hætta á að þeir eigi samtal við börnin sín um holdafarið sem getur verið mjög skaðlegt, börnin geta farið að nota óheilbrigðar og skaðlegar megrunaraðfeðir,“ segir Tara og bendir á leiðbeiningar. Heilbrigðismál Kompás Tengdar fréttir Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00 Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Misjafnt er hvaða augum umræðan um offitu á Íslandi er litin. Annars vegar að offita sé sjúkdómur og heilbrigðiskerfið þurfi að bregðast við. Hins vegar að ekki eigi að sjúkdómsvæða feitt fólk heldur líta til heilsuvenja burtséð frá holdafari. Í Kompás sem sýndur var á Vísi í vikunni var fjallað um offitu barna á Íslandi. Samkvæmt nýjustu mælingum fjölgar íslenskum börnum með offitu. Umræða um forvarnir, úrræði og fitufordóma hefur farið fram í kjölfarið. Það má segja að það séu tveir pólar í umræðunni. Annar hópurinn vill tala um að fólk sé með offitu, því það sé sjúkdómur. Hinn vill tala um feitt fólk, sem sé ekki með sjúkdóm heldur eðlilegur hluti af fjölbreytileika mannlífsins.Skaðleg umræða sem jaðarsetur feitt fólk Tara Margrét, formaður Samtaka um líkamsvirðingu, segir að líta eigi framhjá holdafari þegar komi að heilsunni. „Atriði eins og heyfing, mataræði, svefnvenjur, reykingar, drykkja og streita eru þættir sem hafa miklu meiri áhrif á heilsuna en holdafarið. Í stað þess að horfa á holdafarið, sem leiðir til vafasamra og hættulegra mótvægisaðgerða eins og megrana, átraskana og fitufordóma, þá eigum við að horfa á heilsuvenjur fólks,“ segir Tara.Tara Margrét er formaður Félags um líkamsvirðinguvísir/sigurjónHún segir ekki búið að sanna orsakasamhengi offitu og sjúkleika. Fylgni sé sannarlega til staðar en skaðleg umræða og fjöldi megrunarkúra, sem trufla efnaskipti líkamans, geti alveg eins skýrt það. „Það að búa við jaðarsetningu, sem feitir gera, og streitu hefur áhrif. Ný rannsókn sýnir að útskýra megi næstum því þriðjung af þeim sjúkdómum sem fylgja offitu út frá fordómum og mismunun sem feitt fólk verður fyrir.“Segir offitu krónískan sjúkdóm Þessu er Sólveig Sigurðardóttir, forseti Evrópskra sjúklingsamtaka um offitu, ósammála. Hún segir offitu vera sjúkdóm en tekur fram að það þýði ekki að allir sem eru of þungir séu með sjúkdóminn. „En þú getur veikst illa af offitu. Þegar fituvefurinn farinn að hafa áhrif á líkamann, andlega eða líkamlega, þá er það orðinn sjúkdómur. Við erum að tala um krónískan sjúkdóm sem erfitt er að eiga við - út lífið.“ Sólveig kallar eftir því að heilbrigðisstéttir fræðist betur um sjúkdóminn, kunni að greina hann og veita meðferð. Hún var sjálf orðin 45 ára þegar hún fékk sjúkdómsgreininguna en hafði verið í ofþyngd eða offitu frá blautu barnsbeini.Sólveig er forseti Evrópsku sjúklingasamtakanna um offituvísir/erla„Ég segi sjálf að ég var heppin að fá hjálp og við eigum ekki að þurfa að vera heppin til að fá læknishjálp. Ég skildi ekki af hverju það gekk ekkert að léttast og af hverju ég þyngdist alltaf aftur. Þegar ég fékk loksins skilning á því sem var að gerast í líkamanum, hvernig hann virkar og hvernig genin mín hafa áhrif þá varð ég rólegri og gat lifað með þessu í sátt,“ segir Sólveig og bætir við að hún muni berjast við sjúkdóminn út ævina, þrátt fyrir að hún sé komin í kjörþyngd núna. Töru hugnast ekki að feitt fólk sé skilgreint sem sjúklingar. Hún bendir á að það sé hætta á að heilbrigt fólk sem er með offitu samkvæmt BMI-stuðli verði ofgreint. Einnig að fólk í kjörþyngd, sem er með ýmsa kvilla, sé vangreint bara af því að það er í kjörþyngd. „Ef við ætlum að taka feitt fólk út fyrir sviga þá erum við að stimpla feitt fólk sem veikt, sem sjúklinga og byrði á kerfinu. Að þetta sé gífurlegt heilsufarslegt vandamál. Það leiðir af sér fordóma og mismunun - og meiri vanlíðan feitra,“ segir Tara. Hún bendir á að umræðan um sykurskattinn sé gott dæmi um að sjónum sé beint að feitum, þ.e. að skattur eigi að minnka tíðni offitu, í stað þess að líta á sykurskatt sem lýðheilsuaðgerð til að bæta heilsu allra óháð holdafari.Fólk með offitu fái lélegri heilbrigðisþjónustu Sólveig tekur undir að fólk með offitu líði oft illa og að fordómarnir séu sannarlega til staðar. En sér það á annan veg. „Það er af því að vitneskjan er svo lítil. Það vantar meiri upplýsingar, til heilbrigðisstarfsmanna og til samfélagsins, til okkar allra.“ Alþjóðaheilbrigðisstofnunin skilgreinir offitu sem sjúkdóm og í ýmsum löndum er skilgreiningin notuð, t.d. í Bandaríkjunum. Hér á Íslandi er ekki formleg skilgreining á offitu sem sjúkdóm en einhverjir læknar líta svo á. Sólveig segir þetta skila sér í kennslu í læknisfræði, eða í raun, ekki skila sér í kennsluna. Útskrifaðir læknar hafi litla þekkingu á offitu sem skili sér í lélegri þjónustu við sjúklinga. „Ég vil að fyrsta hjálpin sé á heilsugæslunni, að heimilislæknir hafi það mikla vitneskju að hann geti aðstoðað, það er ekki svo í dag,“ segir hún og bendir á stóra erlenda rannsókn sem sýnir að fólk með offitu bíði að meðaltali í sex ár með að fá aðstoð læknis. Einnig að 70% heilbrigðisstarfsfólks telji að fólk með offitu vilji ekki léttast, sem er mikil vitleysa miðað við rannsókn meðal fólks með offitu, þar sem 93% segjast vilja léttast. Það er því skýr skoðun Sólveigar að það bæti lífsskilyrði fólks með offitu að skilgreina offitu skýrt og greinilega sem sjúkdóm. Tara segir ekki sannað að nokkuð ávinnist með slíku. „Það er ekkert sem bendir til þess að sjúkdómavæðing offitu skili sér í minni fordómum innan heilbrigðiskerfisins. Því miður,“ segir hún.Vanda þarf umræðuna Þótt að Sólveig og Tara séu ósammála um umræðuna um offitu sem heilbrigðisvandamál, þ.e. hvort hún sé skaðleg eða gagnleg, eru þær sammála um að vanda þurfi til verka og passa að umræðan verði ekki særandi og dómhörð. Töru finnst að fjalla ætti meira um fitufordóma sem birtist víða í heilbrigðiskerfinu, t.d. hjá læknum, og einnig veita foreldrum ráðleggingar um hvernig eigi að nálgast börnin sín varðandi þessi mál. „Ef foreldrum er ekki veittar slíkar ráðleggingar er hætta á að þeir eigi samtal við börnin sín um holdafarið sem getur verið mjög skaðlegt, börnin geta farið að nota óheilbrigðar og skaðlegar megrunaraðfeðir,“ segir Tara og bendir á leiðbeiningar.
Heilbrigðismál Kompás Tengdar fréttir Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00 Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00
Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30
Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07