Ásgeir Jónsson tekinn við sem seðlabankastjóri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. ágúst 2019 10:15 Ásgeir Jónsson í Seðlabankanum í morgun. vísir/beb Ásgeir Jónsson tók í morgun formlega við störfum sem seðlabankastjóri. Hann tekur við starfinu af Má Guðmundssyni sem gegnt hefur stöðunni frá árinu 2009. Ásgeir var áður dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands og var einn fjögurra umsækjenda um embætti seðlabankastjóra sem metnir voru mjög vel hæfir í stöðuna. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, skipar í embættið en tilkynnt var um ráðningu Ásgeirs fyrir tæpum mánuði síðan. Þá kom fram að það væri mat ráðherra að Ásgeir væri hæfastur umsækjenda til að gegna embætti seðlabankastjóra að teknu tilliti til frammistöðu umsækjenda í viðtölum og efni umsagna sem leitast var eftir. Í rökstuðningi ráðherrans sagði meðal annars að sérþekking Ásgeirs á peningastefnu muni nýtast vel í starfi seðlabankastjóra. „Í því sambandi leit ráðherra meðal annars til efnis doktorsritgerðar Ásgeirs á þessu sviði, rannsókna hans og kennslu á sviðinu, ritun fræðirita og reynslu hans af ráðgjöf við stjórnvöld um umgjörð peningastefnu. Þá var það jafnframt mat ráðherra að stjórnunarhæfni Ásgeirs myndi nýtast betur en samsvarandi hæfni annarra umsækjenda í embætti seðlabankastjóra. Í því sambandi leit ráðherra meðal annars til þess sem fram kom í umsögnum um Ásgeir og frammistöðu hans í viðtali,“ sagði í rökstuðningnum. Ásgeir lauk doktorsprófi í hagfræði frá Indiana University í Bandaríkjunum árið 2001 með alþjóðafjármál, peningamálahagfræði og hagsögu sem aðalsvið. Doktorsritgerð Ásgeirs fjallaði um sveiflujöfnun yfir skamman tíma í litlu, opnu hagkerfi. Ásgeir hefur starfað við hagfræðideild Háskóla Íslands frá árinu 2004, fyrst sem lektor og síðan dósent. Ásgeir var deildarforseti við hagfræðideild frá árinu 2015 og samhliða því einnig verið efnahagsráðgjafi Virðingar og Gamma. Hann hefur gegnt öðrum ábyrgðarstörfum, meðal annars sem formaður starfshóps um endurskoðun peningastefnu og verið forstöðumaður í greiningardeild og aðalhagfræðingur Kaupþings og síðar Arion banka á árunum 2004 til 2011. Á árunum 2000 til 2004 var Ásgeir sérfræðingur hjá Hagfræðistofnun og samhliða því stundakennari við Háskóla Íslands. Seðlabankinn Tengdar fréttir Nýr seðlabankastjóri „skarpgreindur, víðsýnn og afkastamikill“ Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ. 24. júlí 2019 17:14 Nýr seðlabankastjóri ætlaði að verða rithöfundur eða fornleifafræðingur Ásgeir var einn fjögurra sem voru metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra og var það mat forsætisráðherra að Ásgeir væri hæfastur umsækjenda til að gegna embættinu. Edda Andrésdóttir ræddi að þessu tilefni stuttlega við Ásgeir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. 24. júlí 2019 22:10 Segir Ásgeir vera „dogmatískan og trúheitan nýfrjálshyggju-prest“ sem aðhyllist „sjúklega“ skaðlega hugmyndafræði Formaður Eflingar segir að það sé óbærileg tilhugsun að skattpeningar láglaunafólks fari í að greiða Ásgeiri laun í embætti Seðlabankastjóra. 25. júlí 2019 13:12 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Sjá meira
Ásgeir Jónsson tók í morgun formlega við störfum sem seðlabankastjóri. Hann tekur við starfinu af Má Guðmundssyni sem gegnt hefur stöðunni frá árinu 2009. Ásgeir var áður dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands og var einn fjögurra umsækjenda um embætti seðlabankastjóra sem metnir voru mjög vel hæfir í stöðuna. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, skipar í embættið en tilkynnt var um ráðningu Ásgeirs fyrir tæpum mánuði síðan. Þá kom fram að það væri mat ráðherra að Ásgeir væri hæfastur umsækjenda til að gegna embætti seðlabankastjóra að teknu tilliti til frammistöðu umsækjenda í viðtölum og efni umsagna sem leitast var eftir. Í rökstuðningi ráðherrans sagði meðal annars að sérþekking Ásgeirs á peningastefnu muni nýtast vel í starfi seðlabankastjóra. „Í því sambandi leit ráðherra meðal annars til efnis doktorsritgerðar Ásgeirs á þessu sviði, rannsókna hans og kennslu á sviðinu, ritun fræðirita og reynslu hans af ráðgjöf við stjórnvöld um umgjörð peningastefnu. Þá var það jafnframt mat ráðherra að stjórnunarhæfni Ásgeirs myndi nýtast betur en samsvarandi hæfni annarra umsækjenda í embætti seðlabankastjóra. Í því sambandi leit ráðherra meðal annars til þess sem fram kom í umsögnum um Ásgeir og frammistöðu hans í viðtali,“ sagði í rökstuðningnum. Ásgeir lauk doktorsprófi í hagfræði frá Indiana University í Bandaríkjunum árið 2001 með alþjóðafjármál, peningamálahagfræði og hagsögu sem aðalsvið. Doktorsritgerð Ásgeirs fjallaði um sveiflujöfnun yfir skamman tíma í litlu, opnu hagkerfi. Ásgeir hefur starfað við hagfræðideild Háskóla Íslands frá árinu 2004, fyrst sem lektor og síðan dósent. Ásgeir var deildarforseti við hagfræðideild frá árinu 2015 og samhliða því einnig verið efnahagsráðgjafi Virðingar og Gamma. Hann hefur gegnt öðrum ábyrgðarstörfum, meðal annars sem formaður starfshóps um endurskoðun peningastefnu og verið forstöðumaður í greiningardeild og aðalhagfræðingur Kaupþings og síðar Arion banka á árunum 2004 til 2011. Á árunum 2000 til 2004 var Ásgeir sérfræðingur hjá Hagfræðistofnun og samhliða því stundakennari við Háskóla Íslands.
Seðlabankinn Tengdar fréttir Nýr seðlabankastjóri „skarpgreindur, víðsýnn og afkastamikill“ Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ. 24. júlí 2019 17:14 Nýr seðlabankastjóri ætlaði að verða rithöfundur eða fornleifafræðingur Ásgeir var einn fjögurra sem voru metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra og var það mat forsætisráðherra að Ásgeir væri hæfastur umsækjenda til að gegna embættinu. Edda Andrésdóttir ræddi að þessu tilefni stuttlega við Ásgeir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. 24. júlí 2019 22:10 Segir Ásgeir vera „dogmatískan og trúheitan nýfrjálshyggju-prest“ sem aðhyllist „sjúklega“ skaðlega hugmyndafræði Formaður Eflingar segir að það sé óbærileg tilhugsun að skattpeningar láglaunafólks fari í að greiða Ásgeiri laun í embætti Seðlabankastjóra. 25. júlí 2019 13:12 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Sjá meira
Nýr seðlabankastjóri „skarpgreindur, víðsýnn og afkastamikill“ Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ. 24. júlí 2019 17:14
Nýr seðlabankastjóri ætlaði að verða rithöfundur eða fornleifafræðingur Ásgeir var einn fjögurra sem voru metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra og var það mat forsætisráðherra að Ásgeir væri hæfastur umsækjenda til að gegna embættinu. Edda Andrésdóttir ræddi að þessu tilefni stuttlega við Ásgeir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. 24. júlí 2019 22:10
Segir Ásgeir vera „dogmatískan og trúheitan nýfrjálshyggju-prest“ sem aðhyllist „sjúklega“ skaðlega hugmyndafræði Formaður Eflingar segir að það sé óbærileg tilhugsun að skattpeningar láglaunafólks fari í að greiða Ásgeiri laun í embætti Seðlabankastjóra. 25. júlí 2019 13:12