Katrín - Merkel - Pence Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2019 06:30 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tekur á móti Angelu Merkel kanslara Þýskalands í vikunni. Í september tekur stjórnin svo á móti Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna. Pólitísk þýðing heimsóknanna er rík og tilefni umræðu um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu.Sameiginlegur heimamarkaður Innan vébanda ESB eigum við sameiginlegan heimamarkað með Þýskalandi og öðrum ríkjum þess. Koma Merkel er staðfesting á því hvernig við höfum bundist Evrópu djúpum tengslum. Þar liggur pólitískt skjól Íslands í nýjum heimi. Koma Pence sýnir á hinn bóginn merki um endurvakinn áhuga Bandaríkjanna á hernaðarlegu mikilvægi Íslands vegna breyttrar stöðu norðurslóða. Það er fagnaðarefni. Varnarsamstarfið er mikilvægt. Og við viljum efla viðskipti við ríki Norður-Ameríku. En tímarnir eru breyttir. Lögmál kaldastríðsins gilda ekki. Vestrænar þjóðir stóðu áður sameinaðar undir forystu Bandaríkjanna um markmið í fjölþjóðasamvinnu. Nú eru þær klofnar. Annars vegar er stefna áframhaldandi fjölþjóðasamvinnu undir forystu ESB en hins vegar er stefna tvíhliða viðskiptasamninga undir forystu Bandaríkjanna og Bretlands. Bandaríkin eru enn öflugasta þjóðin í vestrænum heimi og öðrum þjóðum mikilvæg, en ekki lengur forystuþjóð um þau gildi sem sameinað hafa vestrænar þjóðir frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Þau standa ekki fyrir frjálsa fjölmiðlun, sjálfstæða dómstóla eða rétt minnihluta hópa. Það er af sem áður var. Tilgangur Bandaríkjanna nú er að veikja fjölþjóðasamvinnu Evrópuríkja og styrkja eigin stöðu í tvíhliða samskiptum. Þetta blasir við. Bandaríkin styðja Brexit af kappi. Þessar breytingar hafa áhrif.Ný nálgun Sú ábyrgð hvílir fyrst og fremst á herðum Katrínar Jakobsdóttur að gera leiðtogum mikilvægustu samstarfsþjóða okkar skýra grein fyrir því hvernig Ísland nálgast alþjóðasamstarf í ljósi breyttra aðstæðna. Mikilvægt er að ríkisstjórnin komi þessum skilaboðum á framfæri; 1. Skýrar yfirlýsingar um að fjölþjóðasamstarf á innri markaði ESB verði áfram þungamiðjan í utanríkisstefnunni. Vandræðagangur Sjálfstæðisflokksins í orkupakkamálinu kallar á ótvíræð skilaboð til leiðtoganna beggja. 2. Ríkisstjórnin þarf að vera fús til að ræða varnarsamstarf við Bandaríkin og uppbyggingu hér í því sambandi, hvort sem forsætisráðherra líkar betur eða verr. Um leið verður að árétta að þar sé fyrst og fremst um að ræða varnir Íslands. Aðstaða vegna aukinna varnarumsvifa á norðurslóðum sé opið umræðuefni sem Ísland þurfi að meta sjálfstætt og í samráði við grannþjóðir. 3. Stjórnin þarf að fara fram á að samhliða viðræðum um varnarviðbúnað á Íslandi þurfi að gera viðbótarsamning um varnarmál í samræmi við þjóðaröryggisstefnuna frá 2016, sem tekur til netöryggis, hryðjuverka og loftslagsmála. Afneitun forseta Bandaríkjanna í loftslagsmálum má ekki ráða för. Það skal sagt umbúðalaust að aðgerðir í loftslagsmálum verði ekki undanskildar í þessum efnum. Forsætisráðherra ætlar hins vegar ekki að vera til staðar til að koma þessum áherslum á framfæri við varaforsetann. Kúnstug forgangsröðun. 4. Ríkisstjórnin þarf að segja afdráttarlaust að Ísland muni á síðara stigi eftir samráð, umræður og ákvarðanir Alþingis setja sér markmið með efnahags- og viðskiptasamráði við Bandaríkin. Það skal vera ótvírætt að samtöl um efnahags- og viðskiptamál annars vegar og varnir Íslands og norðurslóða hins vegar eru tvö aðskilin efni sem ekki skal blanda saman. Við þýðingarmiklar heimsóknir leiðtoga samstarfsþjóða er brýnt að senda ótvíræð skilaboð. Óeining innan stjórnarflokkanna má ekki gera utanríkisstefnu þjóðarinnar torræða. Við verðum að tala tæpitungulaust í þágu öryggis, mannréttinda og loftslagsmála. Nú sem aldrei fyrr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tekur á móti Angelu Merkel kanslara Þýskalands í vikunni. Í september tekur stjórnin svo á móti Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna. Pólitísk þýðing heimsóknanna er rík og tilefni umræðu um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu.Sameiginlegur heimamarkaður Innan vébanda ESB eigum við sameiginlegan heimamarkað með Þýskalandi og öðrum ríkjum þess. Koma Merkel er staðfesting á því hvernig við höfum bundist Evrópu djúpum tengslum. Þar liggur pólitískt skjól Íslands í nýjum heimi. Koma Pence sýnir á hinn bóginn merki um endurvakinn áhuga Bandaríkjanna á hernaðarlegu mikilvægi Íslands vegna breyttrar stöðu norðurslóða. Það er fagnaðarefni. Varnarsamstarfið er mikilvægt. Og við viljum efla viðskipti við ríki Norður-Ameríku. En tímarnir eru breyttir. Lögmál kaldastríðsins gilda ekki. Vestrænar þjóðir stóðu áður sameinaðar undir forystu Bandaríkjanna um markmið í fjölþjóðasamvinnu. Nú eru þær klofnar. Annars vegar er stefna áframhaldandi fjölþjóðasamvinnu undir forystu ESB en hins vegar er stefna tvíhliða viðskiptasamninga undir forystu Bandaríkjanna og Bretlands. Bandaríkin eru enn öflugasta þjóðin í vestrænum heimi og öðrum þjóðum mikilvæg, en ekki lengur forystuþjóð um þau gildi sem sameinað hafa vestrænar þjóðir frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Þau standa ekki fyrir frjálsa fjölmiðlun, sjálfstæða dómstóla eða rétt minnihluta hópa. Það er af sem áður var. Tilgangur Bandaríkjanna nú er að veikja fjölþjóðasamvinnu Evrópuríkja og styrkja eigin stöðu í tvíhliða samskiptum. Þetta blasir við. Bandaríkin styðja Brexit af kappi. Þessar breytingar hafa áhrif.Ný nálgun Sú ábyrgð hvílir fyrst og fremst á herðum Katrínar Jakobsdóttur að gera leiðtogum mikilvægustu samstarfsþjóða okkar skýra grein fyrir því hvernig Ísland nálgast alþjóðasamstarf í ljósi breyttra aðstæðna. Mikilvægt er að ríkisstjórnin komi þessum skilaboðum á framfæri; 1. Skýrar yfirlýsingar um að fjölþjóðasamstarf á innri markaði ESB verði áfram þungamiðjan í utanríkisstefnunni. Vandræðagangur Sjálfstæðisflokksins í orkupakkamálinu kallar á ótvíræð skilaboð til leiðtoganna beggja. 2. Ríkisstjórnin þarf að vera fús til að ræða varnarsamstarf við Bandaríkin og uppbyggingu hér í því sambandi, hvort sem forsætisráðherra líkar betur eða verr. Um leið verður að árétta að þar sé fyrst og fremst um að ræða varnir Íslands. Aðstaða vegna aukinna varnarumsvifa á norðurslóðum sé opið umræðuefni sem Ísland þurfi að meta sjálfstætt og í samráði við grannþjóðir. 3. Stjórnin þarf að fara fram á að samhliða viðræðum um varnarviðbúnað á Íslandi þurfi að gera viðbótarsamning um varnarmál í samræmi við þjóðaröryggisstefnuna frá 2016, sem tekur til netöryggis, hryðjuverka og loftslagsmála. Afneitun forseta Bandaríkjanna í loftslagsmálum má ekki ráða för. Það skal sagt umbúðalaust að aðgerðir í loftslagsmálum verði ekki undanskildar í þessum efnum. Forsætisráðherra ætlar hins vegar ekki að vera til staðar til að koma þessum áherslum á framfæri við varaforsetann. Kúnstug forgangsröðun. 4. Ríkisstjórnin þarf að segja afdráttarlaust að Ísland muni á síðara stigi eftir samráð, umræður og ákvarðanir Alþingis setja sér markmið með efnahags- og viðskiptasamráði við Bandaríkin. Það skal vera ótvírætt að samtöl um efnahags- og viðskiptamál annars vegar og varnir Íslands og norðurslóða hins vegar eru tvö aðskilin efni sem ekki skal blanda saman. Við þýðingarmiklar heimsóknir leiðtoga samstarfsþjóða er brýnt að senda ótvíræð skilaboð. Óeining innan stjórnarflokkanna má ekki gera utanríkisstefnu þjóðarinnar torræða. Við verðum að tala tæpitungulaust í þágu öryggis, mannréttinda og loftslagsmála. Nú sem aldrei fyrr.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar