Meðferðin á útlendingum á vinnumarkaðnum Sólveig Anna Jónsdóttir og Agnieszka Ewa Ziólkowska skrifar 19. september 2019 08:00 Undanfarin ár hefur miklu púðri verið varið í að vekja athygli á þeim launamun sem ríkir á milli karla og kvenna á Íslandi. Er það afar réttmætt. Á hinn bóginn hafa þau sem stýra umræðunni í samfélaginu sýnt margháttuðum brotum atvinnurekenda gagnvart erlendum starfsmönnum í láglaunastörfum lítinn sem engan áhuga, þrátt fyrir að þar sé augljóslega um kerfisbundið misrétti að ræða. Nýútkomin skýrsla ASÍ sem ber heitið Hvað mætir útlendingum á íslenskum vinnumarkaði? sýnir svo ekki verður um villst það sem undirritaðar hafa lengi vitað: Á Íslandi eru í það minnsta tveir vinnumarkaðir. Einn er sá sem mætir menntuðu millitekjufólki, vinnumarkaður þar sem launaþjófnaður og ill meðferð eru sjaldgæf fyrirbæri. Allt annar er svo sá sem bíður láglaunafólks, ekki síst þeim sem hingað koma frá öðrum löndum. Í skýrslunni kemur fram svart á hvítu að helmingur launakrafna fjögurra stærstu aðildarfélaga ASÍ er frá aðfluttu fólki sem eru þó aðeins 19% alls vinnuafls í landinu.Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar.Útlendingar á íslenskum vinnumarkaði eru ekki aðeins líklegri til að verða fyrir launaþjófnaði og að komið sé í veg fyrir að þeir geti nýtt veikinda- og frítökurétt, rétt sem að verkafólk fyrri tíma lagði allt í sölurnar til að vinna. Til viðbótar við þá ömurlegu hegðun atvinnurekenda bætist við vanvirðandi framkoma, hótanir og það að aðgangur að húsaskjóli á gróðavæddum húsnæðismarkaði er notaður til að kúga fólk til hlýðni. Undirritaðar hafa einnig séð með eigin augum hvernig trúnaðarmenn af erlendum uppruna þurfa að þola að atvinnuöryggi þeirra er ógnað af yfirmönnum og atvinnurekendum sem þola ekki að þeir berjist fyrir eigin réttindum og félaga sinna. Ill meðferð og sviksemi gagnvart útlendingum og öðru láglaunafólki er smán á íslensku samfélagi. En auðvitað er ekki við öðru að búast en að þau sem minnst hafa völdin í samfélaginu verði helst fyrir kerfisbundnu óréttlæti. Réttlæti og sanngirni eru gildi sem hverfa fljótt þegar réttur hins sterka til að græða verður það sem allt snýst um. Gróðadýrkunin sem fengið hefur að gegnsýra íslenskt þjóðfélag hefur raunverulegar og alvarlegar afleiðingar fyrir vinnandi fólk og það er löngu tímabært að allir horfist í augu við það. Við setjum fram þá kröfu að á íslenskum vinnumarkaði verði farið í einu og öllu eftir kjarasamningum og að stjórnvöld efni samstundis loforðin frá því síðasta vor um að heimildir til refsinga verði auknar svo að ekki verði lengur hægt að komast með upp að stela af fólki launum eins og ekkert sé. Sannleikurinn er nefnilega sá að það er nákvæmlega staðan eins og hún er í dag. Við gerum okkur jafnframt grein fyrir því að eina lausnin sem dugar til langframa er að við sem tilheyrum stétt verka- og láglaunafólks stöndum saman hlið við hlið, sama hvaðan við komum og sýnum að okkur er full alvara þegar við segjumst ætla að knýja fram þær breytingar sem við viljum sjá. Enginn getur neitað því að íslenskt samfélag hvílir á vinnu okkar og við sem lifum af því að selja aðgang að vinnuaflinu okkar vitum að samstaðan er okkar beittasta vopn. Með því að standa saman, hvaðan sem við komum úr veröldinni, tryggjum við best að réttindi okkar allra séu virt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sólveig Anna Jónsdóttir Vinnumarkaður Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur miklu púðri verið varið í að vekja athygli á þeim launamun sem ríkir á milli karla og kvenna á Íslandi. Er það afar réttmætt. Á hinn bóginn hafa þau sem stýra umræðunni í samfélaginu sýnt margháttuðum brotum atvinnurekenda gagnvart erlendum starfsmönnum í láglaunastörfum lítinn sem engan áhuga, þrátt fyrir að þar sé augljóslega um kerfisbundið misrétti að ræða. Nýútkomin skýrsla ASÍ sem ber heitið Hvað mætir útlendingum á íslenskum vinnumarkaði? sýnir svo ekki verður um villst það sem undirritaðar hafa lengi vitað: Á Íslandi eru í það minnsta tveir vinnumarkaðir. Einn er sá sem mætir menntuðu millitekjufólki, vinnumarkaður þar sem launaþjófnaður og ill meðferð eru sjaldgæf fyrirbæri. Allt annar er svo sá sem bíður láglaunafólks, ekki síst þeim sem hingað koma frá öðrum löndum. Í skýrslunni kemur fram svart á hvítu að helmingur launakrafna fjögurra stærstu aðildarfélaga ASÍ er frá aðfluttu fólki sem eru þó aðeins 19% alls vinnuafls í landinu.Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar.Útlendingar á íslenskum vinnumarkaði eru ekki aðeins líklegri til að verða fyrir launaþjófnaði og að komið sé í veg fyrir að þeir geti nýtt veikinda- og frítökurétt, rétt sem að verkafólk fyrri tíma lagði allt í sölurnar til að vinna. Til viðbótar við þá ömurlegu hegðun atvinnurekenda bætist við vanvirðandi framkoma, hótanir og það að aðgangur að húsaskjóli á gróðavæddum húsnæðismarkaði er notaður til að kúga fólk til hlýðni. Undirritaðar hafa einnig séð með eigin augum hvernig trúnaðarmenn af erlendum uppruna þurfa að þola að atvinnuöryggi þeirra er ógnað af yfirmönnum og atvinnurekendum sem þola ekki að þeir berjist fyrir eigin réttindum og félaga sinna. Ill meðferð og sviksemi gagnvart útlendingum og öðru láglaunafólki er smán á íslensku samfélagi. En auðvitað er ekki við öðru að búast en að þau sem minnst hafa völdin í samfélaginu verði helst fyrir kerfisbundnu óréttlæti. Réttlæti og sanngirni eru gildi sem hverfa fljótt þegar réttur hins sterka til að græða verður það sem allt snýst um. Gróðadýrkunin sem fengið hefur að gegnsýra íslenskt þjóðfélag hefur raunverulegar og alvarlegar afleiðingar fyrir vinnandi fólk og það er löngu tímabært að allir horfist í augu við það. Við setjum fram þá kröfu að á íslenskum vinnumarkaði verði farið í einu og öllu eftir kjarasamningum og að stjórnvöld efni samstundis loforðin frá því síðasta vor um að heimildir til refsinga verði auknar svo að ekki verði lengur hægt að komast með upp að stela af fólki launum eins og ekkert sé. Sannleikurinn er nefnilega sá að það er nákvæmlega staðan eins og hún er í dag. Við gerum okkur jafnframt grein fyrir því að eina lausnin sem dugar til langframa er að við sem tilheyrum stétt verka- og láglaunafólks stöndum saman hlið við hlið, sama hvaðan við komum og sýnum að okkur er full alvara þegar við segjumst ætla að knýja fram þær breytingar sem við viljum sjá. Enginn getur neitað því að íslenskt samfélag hvílir á vinnu okkar og við sem lifum af því að selja aðgang að vinnuaflinu okkar vitum að samstaðan er okkar beittasta vopn. Með því að standa saman, hvaðan sem við komum úr veröldinni, tryggjum við best að réttindi okkar allra séu virt.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar