Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2019 16:08 Stefna Trump-stjórnarinnar vakti hörð viðbrögð í fyrra. Svo mikil var gagnrýnin að stjórnin breytti stefnunni í kjölfarið. Vísir/Getty Innri endurskoðandi heilbrigðisráðuneytis Bandaríkjanna segir að börn innflytjenda sem voru skilin frá foreldrum sínum á landamærunum að Mexíkó hafi verið þúsundum fleiri en greint hefur verið frá opinberlega. Skráningarkerfi yfirvalda var svo lélegt að ráðuneytið veit ekki hversu mörgum fjölskyldum var stíað í sundur með stefnu ríkisstjórnar Donalds Trump eða hversu mörgum hefur verið skilað. Mikil reiði og hneykslan blossaði upp þegar greint var frá því að í það minnsta 2.500 börn hefðu verið skilin frá foreldrum sínum þegar þau komu ólöglega yfir landamærin til Bandaríkjanna síðasta sumar. Aðskilnaðurinn var tilkominn vegna nýrrar stefnu ríkisstjórnar Trump um að handtaka alla sem komu ólöglega til landsins og halda þeim á meðan niðurstaða fengist í mál þeirra fyrir dómstólum. Í nýrri skýrslu innri endurskoðanda heilbrigðisráðuneytisins, sem bar ábyrgð á að sjá um börnin sem voru tekin af foreldrum sínum ásamt heimavarnarráðuneytinu, kemur fram að byrjað hafi verið að stía fjölskyldum í sundur með þessum hætti nokkrum mánuðum áður en stefnan var kynnt opinberlega og að mun fleiri börn hafi verið tekin af foreldrum sínum. „Hversu mörg börn voru aðskilin til viðbótar er okkur og ráðuneytinu ókunnugt um,“ segir í skýrslunni að því er segir í frétt Politico.Vita ekki hversu mörgum hefur verið skilað Fyrst var byrjað að sundra fjölskyldum árið 2017 og þá í tilraunaskyni fyrir stefnuna sem Jeff Sessions, þáverandi dómsmálaráðherra, kynnti formlega í maí í fyrra. Í skýrslunni segir að flest þeirra um 2.500 barna sem dómstólar skipuðu ráðuneytinu að skila til foreldra sinna í fyrra hafi verið komin aftur til þeirra innan þrjátíu daga. Ekkert sé hins vegar vitað um hversu mörgum af þeim þúsundum barna sem voru tekin af foreldrum sínum áður en stefnan var kynnt formlega hefur verið skilað. Skipulagsleysi ríkti einnig í meðhöndlun Trump-stjórnarinnar á börnunum. Þannig fylgdist hún ekki með fjölskyldum sem höfðu verið aðskildar í einum gagnagrunni heldur á sextíu mismunandi stöðum. Það telur endurskoðandinn hafa flækt sameiningu fjölskyldnanna. Heilbrigðisráðuneytið viðurkenndi í fyrra að hafa týnt sumum börnum í fleiri mánuði. Bent er á í skýrslunni að ríkisstjórnin hafi ítrekað þurft að uppfæra tölur um hversu mörg börn hún hefði í haldi síðasta sumar. Í fyrstu sagði hún töluna 2.053 í júní en í október var formlega talan orðin 2.668.Washington Post segir að 118 börn hafi verið skilin frá foreldrum sínum frá því í júlí og fram í byrjun nóvember í fyrra, eftir að ríkisstjórn Trump sagðist ætla að stöðva aðskilnaðarstefnu sína á landamærunum. Þá segir skýrslan að innflytjendayfirvöld hafi sagt aðalástæðuna fyrir að þau hefðu sent börn innflytjenda til umsjár heilbrigðisráðuneytisins þá að foreldrarnir væru á sakarskrá. Endurskoðandinn segir upplýsingarnar um sakarskrá foreldranna hafi verið svo óljósar að hvorki sé hægt að ráða af þeim hvort réttmætt hafi verið að skilja börnin frá foreldrunum eða að skila þeim til þeirra aftur. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandarísk yfirvöld halda þúsundum barna í innflytjendaskýlum Fimmfalt fleiri börn sem hafa komið ólöglega til landsins eru nú vistuð í skýlum bandarísku alríkisstjórnarinnar en í maí í fyrra. 13. september 2018 07:44 Íhuga aftur að skilja að fjölskyldur á landamærunum Hvíta húsið skoðar nú aðgerðir sem gætu aftur leitt til þess að skilja að foreldra frá börnum sínum á landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Er þetta gert til þess að sporna við fjölda fólks sem reynir að komast ólöglega yfir til Bandaríkjanna. 12. október 2018 21:38 Trump telur það skila árangri að stía fjölskyldum í sundur Bandaríkjastjórn skoðar nú nýjar útfærslur sem geri henni kleift að byrja aftur að skilja börn frá foreldrum sínum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. 14. október 2018 08:00 Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vita Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. 9. október 2018 13:11 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Innri endurskoðandi heilbrigðisráðuneytis Bandaríkjanna segir að börn innflytjenda sem voru skilin frá foreldrum sínum á landamærunum að Mexíkó hafi verið þúsundum fleiri en greint hefur verið frá opinberlega. Skráningarkerfi yfirvalda var svo lélegt að ráðuneytið veit ekki hversu mörgum fjölskyldum var stíað í sundur með stefnu ríkisstjórnar Donalds Trump eða hversu mörgum hefur verið skilað. Mikil reiði og hneykslan blossaði upp þegar greint var frá því að í það minnsta 2.500 börn hefðu verið skilin frá foreldrum sínum þegar þau komu ólöglega yfir landamærin til Bandaríkjanna síðasta sumar. Aðskilnaðurinn var tilkominn vegna nýrrar stefnu ríkisstjórnar Trump um að handtaka alla sem komu ólöglega til landsins og halda þeim á meðan niðurstaða fengist í mál þeirra fyrir dómstólum. Í nýrri skýrslu innri endurskoðanda heilbrigðisráðuneytisins, sem bar ábyrgð á að sjá um börnin sem voru tekin af foreldrum sínum ásamt heimavarnarráðuneytinu, kemur fram að byrjað hafi verið að stía fjölskyldum í sundur með þessum hætti nokkrum mánuðum áður en stefnan var kynnt opinberlega og að mun fleiri börn hafi verið tekin af foreldrum sínum. „Hversu mörg börn voru aðskilin til viðbótar er okkur og ráðuneytinu ókunnugt um,“ segir í skýrslunni að því er segir í frétt Politico.Vita ekki hversu mörgum hefur verið skilað Fyrst var byrjað að sundra fjölskyldum árið 2017 og þá í tilraunaskyni fyrir stefnuna sem Jeff Sessions, þáverandi dómsmálaráðherra, kynnti formlega í maí í fyrra. Í skýrslunni segir að flest þeirra um 2.500 barna sem dómstólar skipuðu ráðuneytinu að skila til foreldra sinna í fyrra hafi verið komin aftur til þeirra innan þrjátíu daga. Ekkert sé hins vegar vitað um hversu mörgum af þeim þúsundum barna sem voru tekin af foreldrum sínum áður en stefnan var kynnt formlega hefur verið skilað. Skipulagsleysi ríkti einnig í meðhöndlun Trump-stjórnarinnar á börnunum. Þannig fylgdist hún ekki með fjölskyldum sem höfðu verið aðskildar í einum gagnagrunni heldur á sextíu mismunandi stöðum. Það telur endurskoðandinn hafa flækt sameiningu fjölskyldnanna. Heilbrigðisráðuneytið viðurkenndi í fyrra að hafa týnt sumum börnum í fleiri mánuði. Bent er á í skýrslunni að ríkisstjórnin hafi ítrekað þurft að uppfæra tölur um hversu mörg börn hún hefði í haldi síðasta sumar. Í fyrstu sagði hún töluna 2.053 í júní en í október var formlega talan orðin 2.668.Washington Post segir að 118 börn hafi verið skilin frá foreldrum sínum frá því í júlí og fram í byrjun nóvember í fyrra, eftir að ríkisstjórn Trump sagðist ætla að stöðva aðskilnaðarstefnu sína á landamærunum. Þá segir skýrslan að innflytjendayfirvöld hafi sagt aðalástæðuna fyrir að þau hefðu sent börn innflytjenda til umsjár heilbrigðisráðuneytisins þá að foreldrarnir væru á sakarskrá. Endurskoðandinn segir upplýsingarnar um sakarskrá foreldranna hafi verið svo óljósar að hvorki sé hægt að ráða af þeim hvort réttmætt hafi verið að skilja börnin frá foreldrunum eða að skila þeim til þeirra aftur.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandarísk yfirvöld halda þúsundum barna í innflytjendaskýlum Fimmfalt fleiri börn sem hafa komið ólöglega til landsins eru nú vistuð í skýlum bandarísku alríkisstjórnarinnar en í maí í fyrra. 13. september 2018 07:44 Íhuga aftur að skilja að fjölskyldur á landamærunum Hvíta húsið skoðar nú aðgerðir sem gætu aftur leitt til þess að skilja að foreldra frá börnum sínum á landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Er þetta gert til þess að sporna við fjölda fólks sem reynir að komast ólöglega yfir til Bandaríkjanna. 12. október 2018 21:38 Trump telur það skila árangri að stía fjölskyldum í sundur Bandaríkjastjórn skoðar nú nýjar útfærslur sem geri henni kleift að byrja aftur að skilja börn frá foreldrum sínum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. 14. október 2018 08:00 Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vita Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. 9. október 2018 13:11 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Bandarísk yfirvöld halda þúsundum barna í innflytjendaskýlum Fimmfalt fleiri börn sem hafa komið ólöglega til landsins eru nú vistuð í skýlum bandarísku alríkisstjórnarinnar en í maí í fyrra. 13. september 2018 07:44
Íhuga aftur að skilja að fjölskyldur á landamærunum Hvíta húsið skoðar nú aðgerðir sem gætu aftur leitt til þess að skilja að foreldra frá börnum sínum á landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Er þetta gert til þess að sporna við fjölda fólks sem reynir að komast ólöglega yfir til Bandaríkjanna. 12. október 2018 21:38
Trump telur það skila árangri að stía fjölskyldum í sundur Bandaríkjastjórn skoðar nú nýjar útfærslur sem geri henni kleift að byrja aftur að skilja börn frá foreldrum sínum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. 14. október 2018 08:00
Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vita Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. 9. október 2018 13:11