„Við unnum svo einnig Public Choice Awards sem var opin kosning og við var tilkynnt i gærkvöldi,“ segir Þura en sveitin kemur fram á Eurosonic í kvöld.
„Hátíðin Eurosonic er haldin í Groningen í Hollandi og erum við að spila þar í annað skiptið. Fyrst spiluðum við á Eurosonic árið 2017 og við erum korter yfir ellefu í kvöld.“

„Við lítum mikið upp til þeirra og það er mikill heiður að komast á þennan stað. Við áttum alls ekki von á að vinna public choice verðlaunin enda eru það algjörlega public vote og það var ótrúlega gaman að vinna í flokki rapp/hiphop með atkvæðum frá þeim. Það er mikil gróska í Hip-Hop í Evrópu í dag og það er svo geggjað og frábært að fá viðurkenningu innan um alla þessa flottu tónlistarmenn.“
Þura segir að þær séu níu saman úti í Hollandi.
„Við erum átta rapparar og DJ Karítas ásamt teyminu okkar og erum mjög spenntar fyrir tónleikunum okkar í kvöld. Við gáfum í nóvember út mixteip sem heitir Shrimpcocktail og erum að vinna að nýrri breiðskífu núna.“