Körfubolti

Hafði Seinfeld áhugi þjálfarans áhrif á komu Kramer?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kramer, Arnar Guðjónsson og Kramer.
Kramer, Arnar Guðjónsson og Kramer. Mynd/Samsett
Tveggja metra Austurríkismaður er síðasta púslið í leikmannhóp Stjörnunnar fyrir átökin í Domino´s deild karla í körfubolta eins og kom fram á Vísi.

Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, tjáði sig um þennan nýjasta liðsmann sinn í stuttu viðtali inn á fésbókarsíðu Stjörnunnar.

„Sem gríðarlegur Seinfeld aðdáandi þá er aðal kostur hans að heita Kramer, líkt og besti sjónvarps karakter allra tíma Kasmo Kramer,“ sagði Arnar örugglega í léttum tón. Leikmaðurinn heitir nefnilega Filip Kramer.

Filip Kramer fær samt ekki sæti í byrjunarliðinu hjá Arnari.

„Sem körfuboltamaður er hann hugsaður til að dýpka bekkinn hjá okkur, það að missa Eystein hefur haft áhrif á æfingar hjá okkur, þar sem við höfum þurft að spila leikmenn úr stöðum. Philip er sterkur frákastari og spilar af góðri ákefð, varnarlega getur hann bæði dekkað leikmenn á blokkinni sem og skipt út á boltahindrunum,“ sagði Arnar.

Stjörnumenn eiga góðan mann í Austurríki sem forvitnaðist um kappann áður en Garðbæingar sömdu við hann. Þar erum við að tala um Dag Kár Jónsson en yngri bróðir hans, Dúi Þór Jónsson, spilar með Stjörnuliðinu.

„Sóknarlega er hann ruslakarl sem skorar eftir rúll af boltahindrun, hraðaupphlaupum sem og ruslastig. Okkur maður í Austurríki, Dagur Kár, hefur spurst fyrir um kauða og hefur hann fengið góð meðmæli sem manneskja hjá öllum sem hann hefur rætt við,“ sagði Arnar.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×