Réði fyrirtæki til að hagræða skoðanakönnunum fyrir Trump Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2019 13:05 Cohen var dæmdur í þriggja ára fangelsi í síðasta mánuði. Vísir/EPA Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, er sagður hafa greitt hugbúnaðarfyrirtæki fyrir að reyna að hagræða úrslitum skoðanakannanna á netinu í þágu Trump áður en hann bauð sig fram til forseta. Cohen er jafnframt sagður hafa svikið fyrirtækið um hluta greiðslunnar.Wall Street Journal segir að Cohen hafi samið við RedFinch Solutions um 50.000 dollara greiðslu fyrir þjónustuna. Þegar til kastanna kom hafi Cohen látið John Gauger, eiganda fyrirtækisins, aðeins fá 12-13.000 dollara í reiðufé í plastpoka og boxhanska sem lögmaðurinn fullyrti að brasilískur bardagamaður hafi átt. Gauger fullyrðir að Cohen hafi aldrei greitt það sem eftir stóð. Engu að síður fékk Cohen 50.000 dollara endurgreidda frá fyrirtæki Trump vegna samnings við RedFinch. Cohen hafnar því að hafa greitt Gauger í reiðufé. Allar greiðslur hafi verið farið fram með ávísun. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið við blaðið. Gauger þessi vinnur fyrir Frelsisháskólann í Virginíu þar sem Jerry Falwell yngri, sonur prédikarans fræga, er forseti. Falwell yngri er einarður stuðningsmaður Trump og sagðist nýlega telja að Trump gæti ekkert gert sem myndi láta hann missa stuðnings hans eða annarra kristilegra leiðtoga. Fullyrt að Cohen hafi beðið Gauger um hjálp til að tryggja að Trump kæmi vel út úr skoðanakönnun CNBC-sjónvarpsstöðvarinnar um helstu viðskiptaleiðtoga þjóðarinnar sem fór fram á netinu í janúar árið 2014. Ætlunin var að skrifa hugbúnað sem hefði kosið Trump ítrekað á síðunni. Trump komst engu að síður ekki á lista yfir hundrað helstu viðskiptaforkólfana. Ári síðar vildi Cohan að Gauger hefði áhrif á netkönnun hægrivefsíðunnar Drudge Report um mögulega forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins. Þar lenti Trump í fimmta sæti með 5% atkvæða.Stofnaði Twitter-reikning um meintan kynþokka Cohen Kannanirnar voru ekki það eina sem Cohen fékk Gauger til að gera. Þannig stofnaðir RedFinch Twitter-reikninginn „KonurfyrirCohen“. Þar var Cohen lýst sem „kyntákni“ og útlit hans og persónuleiki lofaður. Reikningurinn deildi aðallega viðburðum sem Cohen kom fram á og stuðning hans við forsetaframboð Trump. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, segir að það að Cohen hafi fengið meira endurgreitt frá Trump en hann greiddi RedFinch sýni að hann sé „þjófur“ og algerlega ótrúverðugur. Cohen hefur unnið með saksóknurum eftir að hann var ákærður fyrir ýmis brot, þar á meðal brot á kosningalögum, skattsvik og meinsæri. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi í síðasta mánuði. Hann hefur bendlað Trump sjálfan við 130.000 dollara greiðslu til fyrrverandi klámmyndaleikkonu sem heldur því fram að hún hafi átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Slíkt gæti talist brot á kosningalögum. Uppfært 15:00 Michael Cohen tísti um frétt WSJ í dag og fullyrðir að hann hafi greitt fyrir að hagræða könnununum að skipan og fyrir Donald Trump. „Ég iðrast sannarlega blindrar hollustu minnar við mann sem verðskuldar hana ekki,“ tísti Cohen.As for the @WSJ article on poll rigging, what I did was at the direction of and for the sole benefit of @realDonaldTrump @POTUS. I truly regret my blind loyalty to a man who doesn't deserve it.— Michael Cohen (@MichaelCohen212) January 17, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Skrifaði undir viljayfirlýsingu um byggingu í Moskvu Fjórum mánuðum eftir að Donald Trump tilkynnti að hann væri í framboði til embættis forseta Bandaríkjanna, skrifaði hann undir viljayfirlýsingu um að byggja Trump-turn í Moskvu. 19. desember 2018 20:45 Fyrrverandi lögmaður Trump mun bera vitni fyrir þingnefnd Michael Cohen hefur samþykkt að bera vitni fyrir nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 10. janúar 2019 21:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, er sagður hafa greitt hugbúnaðarfyrirtæki fyrir að reyna að hagræða úrslitum skoðanakannanna á netinu í þágu Trump áður en hann bauð sig fram til forseta. Cohen er jafnframt sagður hafa svikið fyrirtækið um hluta greiðslunnar.Wall Street Journal segir að Cohen hafi samið við RedFinch Solutions um 50.000 dollara greiðslu fyrir þjónustuna. Þegar til kastanna kom hafi Cohen látið John Gauger, eiganda fyrirtækisins, aðeins fá 12-13.000 dollara í reiðufé í plastpoka og boxhanska sem lögmaðurinn fullyrti að brasilískur bardagamaður hafi átt. Gauger fullyrðir að Cohen hafi aldrei greitt það sem eftir stóð. Engu að síður fékk Cohen 50.000 dollara endurgreidda frá fyrirtæki Trump vegna samnings við RedFinch. Cohen hafnar því að hafa greitt Gauger í reiðufé. Allar greiðslur hafi verið farið fram með ávísun. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið við blaðið. Gauger þessi vinnur fyrir Frelsisháskólann í Virginíu þar sem Jerry Falwell yngri, sonur prédikarans fræga, er forseti. Falwell yngri er einarður stuðningsmaður Trump og sagðist nýlega telja að Trump gæti ekkert gert sem myndi láta hann missa stuðnings hans eða annarra kristilegra leiðtoga. Fullyrt að Cohen hafi beðið Gauger um hjálp til að tryggja að Trump kæmi vel út úr skoðanakönnun CNBC-sjónvarpsstöðvarinnar um helstu viðskiptaleiðtoga þjóðarinnar sem fór fram á netinu í janúar árið 2014. Ætlunin var að skrifa hugbúnað sem hefði kosið Trump ítrekað á síðunni. Trump komst engu að síður ekki á lista yfir hundrað helstu viðskiptaforkólfana. Ári síðar vildi Cohan að Gauger hefði áhrif á netkönnun hægrivefsíðunnar Drudge Report um mögulega forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins. Þar lenti Trump í fimmta sæti með 5% atkvæða.Stofnaði Twitter-reikning um meintan kynþokka Cohen Kannanirnar voru ekki það eina sem Cohen fékk Gauger til að gera. Þannig stofnaðir RedFinch Twitter-reikninginn „KonurfyrirCohen“. Þar var Cohen lýst sem „kyntákni“ og útlit hans og persónuleiki lofaður. Reikningurinn deildi aðallega viðburðum sem Cohen kom fram á og stuðning hans við forsetaframboð Trump. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, segir að það að Cohen hafi fengið meira endurgreitt frá Trump en hann greiddi RedFinch sýni að hann sé „þjófur“ og algerlega ótrúverðugur. Cohen hefur unnið með saksóknurum eftir að hann var ákærður fyrir ýmis brot, þar á meðal brot á kosningalögum, skattsvik og meinsæri. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi í síðasta mánuði. Hann hefur bendlað Trump sjálfan við 130.000 dollara greiðslu til fyrrverandi klámmyndaleikkonu sem heldur því fram að hún hafi átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Slíkt gæti talist brot á kosningalögum. Uppfært 15:00 Michael Cohen tísti um frétt WSJ í dag og fullyrðir að hann hafi greitt fyrir að hagræða könnununum að skipan og fyrir Donald Trump. „Ég iðrast sannarlega blindrar hollustu minnar við mann sem verðskuldar hana ekki,“ tísti Cohen.As for the @WSJ article on poll rigging, what I did was at the direction of and for the sole benefit of @realDonaldTrump @POTUS. I truly regret my blind loyalty to a man who doesn't deserve it.— Michael Cohen (@MichaelCohen212) January 17, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Skrifaði undir viljayfirlýsingu um byggingu í Moskvu Fjórum mánuðum eftir að Donald Trump tilkynnti að hann væri í framboði til embættis forseta Bandaríkjanna, skrifaði hann undir viljayfirlýsingu um að byggja Trump-turn í Moskvu. 19. desember 2018 20:45 Fyrrverandi lögmaður Trump mun bera vitni fyrir þingnefnd Michael Cohen hefur samþykkt að bera vitni fyrir nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 10. janúar 2019 21:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Skrifaði undir viljayfirlýsingu um byggingu í Moskvu Fjórum mánuðum eftir að Donald Trump tilkynnti að hann væri í framboði til embættis forseta Bandaríkjanna, skrifaði hann undir viljayfirlýsingu um að byggja Trump-turn í Moskvu. 19. desember 2018 20:45
Fyrrverandi lögmaður Trump mun bera vitni fyrir þingnefnd Michael Cohen hefur samþykkt að bera vitni fyrir nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 10. janúar 2019 21:07