Íbúasamtök Vesturbæjar vilja róttækar breytingar á Hringbraut Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2019 11:19 Íbúasamtökin leggja til að á gatnamótum sé rautt fyrir umferð í allar áttir á meðan gangandi geti gengið beint jafnt sem á ská yfir gatnamótin. Myndin er dæmi um slík gatnamót í Sao Paulo í Brasilíu en þekkjast meðal annars í Tókíó og víðar. Íbúasamtök Vesturbæjar kynntu hugmyndir sínar að „öruggum og notendavænum“ útfærslum fyrir gangandi og hjólandi á Hringbraut á fundi sínum með Reykjavíkurborg, Vegagerðinni og lögreglu í gær. Í þeim felst meðal annars að grænu gönguljósin séu alls ekki styttri en umferðarljósin fyrir bíla, gangandi og hjólandi geti gengið á ská yfir gatnamót enda sé rautt á umferð í allar áttir meðan grænt er fyrir gangandi og stórum hringtorgum við Hringbraut verði breytt í gatnamót með góðum gangbrautum. Frá þessu skýrir Birgir Þröstur Jóhannsson, meðstjórnandi í samtökunum, sem sat fundinn í gær. Hann kynnir hugmyndina í Facebook-hópnum Íbúasamtök Vesturbæjar. „Hringbraut er stór stofnbraut sem klífur Vesturbæ og er mjög hættuleg gangandi og hjólandi sem eiga leið sína yfir hana. Hún er farartálmi sem bæði setur sérstaklega börn í lífshættu og grefur undan íþrótta- og félagsstarfi vegna þess hvað hún er erfið yfirferðar. Íbúasamtök Vesturbæjar vilja að gerðar verði sem fyrst öruggar og notendavænar útfærslur fyrir gangandi og hjólandi á leið yfir Hringbraut,“ segir Birgir Þröstur.Íbúar í Vesturbænum fullyrða margir hverjir að það sé daglegt brauð að sjá ökumenn aka yfir á rauðu ljósi.Vísir/Kolbeinn TumiTillögurnar eru nokkrar: • Að þegar það er grænt ljós fyrir gangandi og hjólandi sé rautt ljós fyrir bíla í allar áttir (líka fyrir beygjur). Að gangandi og hjólandi geti einnig gengið á ská þvert yfir gatanamótin • Að grænu gönguljósin séu alls ekki styttri en umferðarljósin fyrir ökutækin • Að gangbrautir séu vel merktar með öðru efnisvali, lit og áferð en malbik götunnar • Að lýsing sé öðru vísi á litinn og hönnuð sérstaklega fyrir gangbrautir. Að ljósastaurar séu lágir og í heildina mun meiri lýsing þar sem þveranir gangandi og hjólandi eru • Að bílarnir séu látnir stoppa í góðri fjarlægð frá gangbrautum • Að settar verði upp hraðamælitæki og myndavélarGrænu göturnar eru þær sem lagt er til að skoða að gera að einstefnu eða vistgötum. Gatnamót og gönguljós eru merkt með rauðu.Mikil umræða hefur skapast meðal Vesturbæinga um öryggi við Hringbraut í kjölfar þess að ekið var á þrettán ára stúlku á gönguljósum við Meistaravelli í síðustu viku. Skiptar skoðanir eru um málið og hafa Vesturbæingar og aðrir skipst á skoðunum í hópnum Vesturbærinn. Sýnist sitt hverjum. Leggja samtökin til að fyrrnefndar göngu- og hjólaþveranir verði gerðar fyrst á fjórum stöðum. Gatnamótum við Framnesveg, þar sem Bræðraborgarstígur og Kaplaskjólsvegur mætast, þar sem Ljósvallagata og Birkimelur mætast og á Hringbraut við Bjarkagötu/Sæmundargötu. Auk þess verði gatnamót Hringbrautar og Hofsvallagötu endurgerð. Þá telja samtökin ákjósanlegt að hringtorgin við Suðurgötu og beggja vegna Ánanausta verði fjarlægð. Hringtorg auki aðeins öryggi bíla en séu hættuleg gangandi og hjólandi. Vilja samtökin umferðarljós með góðum gangbrautum þeirra í stað. Fulltrúar Vegagerðarinnar mæta á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingi klukkan 16 í dag. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir brýnt að heyra hvernig Vegagerðin sjái öryggismálin við Hringbrautina fyrir sér en gatan heyrir undir Vegagerðina. Samgöngur Skipulag Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
Íbúasamtök Vesturbæjar kynntu hugmyndir sínar að „öruggum og notendavænum“ útfærslum fyrir gangandi og hjólandi á Hringbraut á fundi sínum með Reykjavíkurborg, Vegagerðinni og lögreglu í gær. Í þeim felst meðal annars að grænu gönguljósin séu alls ekki styttri en umferðarljósin fyrir bíla, gangandi og hjólandi geti gengið á ská yfir gatnamót enda sé rautt á umferð í allar áttir meðan grænt er fyrir gangandi og stórum hringtorgum við Hringbraut verði breytt í gatnamót með góðum gangbrautum. Frá þessu skýrir Birgir Þröstur Jóhannsson, meðstjórnandi í samtökunum, sem sat fundinn í gær. Hann kynnir hugmyndina í Facebook-hópnum Íbúasamtök Vesturbæjar. „Hringbraut er stór stofnbraut sem klífur Vesturbæ og er mjög hættuleg gangandi og hjólandi sem eiga leið sína yfir hana. Hún er farartálmi sem bæði setur sérstaklega börn í lífshættu og grefur undan íþrótta- og félagsstarfi vegna þess hvað hún er erfið yfirferðar. Íbúasamtök Vesturbæjar vilja að gerðar verði sem fyrst öruggar og notendavænar útfærslur fyrir gangandi og hjólandi á leið yfir Hringbraut,“ segir Birgir Þröstur.Íbúar í Vesturbænum fullyrða margir hverjir að það sé daglegt brauð að sjá ökumenn aka yfir á rauðu ljósi.Vísir/Kolbeinn TumiTillögurnar eru nokkrar: • Að þegar það er grænt ljós fyrir gangandi og hjólandi sé rautt ljós fyrir bíla í allar áttir (líka fyrir beygjur). Að gangandi og hjólandi geti einnig gengið á ská þvert yfir gatanamótin • Að grænu gönguljósin séu alls ekki styttri en umferðarljósin fyrir ökutækin • Að gangbrautir séu vel merktar með öðru efnisvali, lit og áferð en malbik götunnar • Að lýsing sé öðru vísi á litinn og hönnuð sérstaklega fyrir gangbrautir. Að ljósastaurar séu lágir og í heildina mun meiri lýsing þar sem þveranir gangandi og hjólandi eru • Að bílarnir séu látnir stoppa í góðri fjarlægð frá gangbrautum • Að settar verði upp hraðamælitæki og myndavélarGrænu göturnar eru þær sem lagt er til að skoða að gera að einstefnu eða vistgötum. Gatnamót og gönguljós eru merkt með rauðu.Mikil umræða hefur skapast meðal Vesturbæinga um öryggi við Hringbraut í kjölfar þess að ekið var á þrettán ára stúlku á gönguljósum við Meistaravelli í síðustu viku. Skiptar skoðanir eru um málið og hafa Vesturbæingar og aðrir skipst á skoðunum í hópnum Vesturbærinn. Sýnist sitt hverjum. Leggja samtökin til að fyrrnefndar göngu- og hjólaþveranir verði gerðar fyrst á fjórum stöðum. Gatnamótum við Framnesveg, þar sem Bræðraborgarstígur og Kaplaskjólsvegur mætast, þar sem Ljósvallagata og Birkimelur mætast og á Hringbraut við Bjarkagötu/Sæmundargötu. Auk þess verði gatnamót Hringbrautar og Hofsvallagötu endurgerð. Þá telja samtökin ákjósanlegt að hringtorgin við Suðurgötu og beggja vegna Ánanausta verði fjarlægð. Hringtorg auki aðeins öryggi bíla en séu hættuleg gangandi og hjólandi. Vilja samtökin umferðarljós með góðum gangbrautum þeirra í stað. Fulltrúar Vegagerðarinnar mæta á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingi klukkan 16 í dag. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir brýnt að heyra hvernig Vegagerðin sjái öryggismálin við Hringbrautina fyrir sér en gatan heyrir undir Vegagerðina.
Samgöngur Skipulag Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira