Þór Akureyri er komið aftur upp í Dominos-deild karla, eftir að hafa haft sigrað Snæfell í kvöld, 88-62.
Larry Thomas var stigahæstur hjá Þórsurum í kvöld með 21 stig og fjórtán fráköst. Ingvi Rafn Ingvarsson bætti við sautján stigum, sex fráköstum og sjö stoðsendingum.
Þór er með 32 stig á toppi deildarinnar, fjórum stigum á undan Fjölni, sem er í öðru sætinu en Fjölnir er að spila við Hött þegar þetta er skrifað.
Sama hvernig sá leikur fer munu Fjölnismenn ekki ná Þórsurum því Akureyringar höfðu betur í innbyrðisviðureignum liðanna í vetur.
Þórsarar eru því komnir aftur í deild þeirra bestu en þeir féllu úr deildinni tímabilið 2017/2018. Þjálfari liðsins er Lárus Jónsson sem stýrði Breiðablik á síðustu leiktíð.
Þór í Dominos-deildina á ný eftir eins árs fjarveru
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

„Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“
Íslenski boltinn


Skelltu sér í jarðarför Hauka
Körfubolti


„Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“
Íslenski boltinn





Fleiri fréttir
