Síðasta breiðskífa sveitarinnar, Smilewound, kom út árið 2013 en sveitin hefur ekki setið auðum höndum síðan og hefur verið iðin við tónleikahald víðs vegar um heim.
Í síðasta mánuði kom svo út tónleikaplata sem inniheldur flutning sveitarinnar á kvikmyndatónlist sem meðlimir hennar sömdu fyrir þýsku þöglu kvikmyndina Menschen am Sonntag frá 1930.
Gunnar segir ekkert sérstakt þema vera á bak við listann en hann er nokkuð langur og fjölbreyttur, sólríkur framan af og kólnar eftir því sem líður á. Sem passar ágætlega við gluggaveður dagsins.