Nánast óbreytt atvinnuþátttaka kvenna og karla síðustu þrjá áratugi Hiemsljós kynnir 8. mars 2019 11:30 Saumakonur í Úganda. gunnisal Síðustu þrjá áratugina hefur hlutfall atvinnuþátttöku karla og kvenna í heiminum nánast staðið í stað. Á síðasta ári voru 45% kvenna eldri en fimmtán ára í launuðu starfi samanborið við 71% karla. Á 27 árum hefur munurinn aðeins minnkað um tvö prósent, segir í nýrri skýrslu Alþjóða vinnumálastofnunarinnar (ILO), einni af stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan kemur út í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna í dag, 8. mars. Kynjamunurinn er ekki tilkominn vegna þess að konur vilji ekki vinna utan heimilis. ILO kannaði sérstaklega þennan þátt og 70% kvenna meðal þjóða sem könnunin náði til kváðust helst kjósa að vera í launuðu starfi. Meirihluti karla lýsti einnig yfir stuðningi við atvinnuþátttöku kvenna.Forsíða skýrslu Alþjóða vinnumálastofnunarinnar.Ein skýringin á ójafnvægi milli kynjanna í atvinnulífinu tengist ólaunuðum heimilisstörfum og umönnun barna og annarra fjölskyldumeðlima. Konur vinna slík ólaunuð umönnunar- og heimilisstörf að jafnaði í fjórar klukkustundir og 25 mínútur en karlar í eina klukkustund og 23 mínútur. „Síðustu tuttugu árin hefur tíminn sem konur verja til ólaunaðra umönnunar- og heimilisstarfa varla breyst, og þáttur karla hefur aukist um aðeins átta mínútur á hverjum degi. Með þessum hraða tekur það 200 ár að jafna þann tíma sem karlar og konur verja til umönnunar- og heimilisstarfa,“ segir Manuela Tomei hjá ILO í fréttatilkynningu. Þegar litið er yfir heiminn sést að atvinnuþátttaka kvenna hefur aukist hlutfallslega mest í Afríku en minnst í Asíu. Konur fá enn umtalsvert lægi laun en karlar fyrir sambærileg störf og samkvæmt skýrslu ILO er launamunur kynjanna á heimsvísu um 20%. Þá kemur fram í skýrslunni að konum í stjórnunarstöðum fjölgar hægt. Árið 2018 voru 27,1% kvenna í stjórnunarstöðum og hlutfallið hefur aðeins hækkað um tvö prósentustig frá árinu 1991. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna hefur verið haldinn hátíðlegur af hálfu Sameinuðu þjóðanna í rúma fjóra áratugi eða frá árinu 1977. Að þessu sinni er dagurinn helgaður nýsköpun kvenna og stúlkna í þágu þeirra sjálfra og baráttunnar fyrir því að fjarlægja hindranir á leiðinni til jafnréttis kynjanna. Myndband frá UN Women í tilefni dagsins.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent
Síðustu þrjá áratugina hefur hlutfall atvinnuþátttöku karla og kvenna í heiminum nánast staðið í stað. Á síðasta ári voru 45% kvenna eldri en fimmtán ára í launuðu starfi samanborið við 71% karla. Á 27 árum hefur munurinn aðeins minnkað um tvö prósent, segir í nýrri skýrslu Alþjóða vinnumálastofnunarinnar (ILO), einni af stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan kemur út í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna í dag, 8. mars. Kynjamunurinn er ekki tilkominn vegna þess að konur vilji ekki vinna utan heimilis. ILO kannaði sérstaklega þennan þátt og 70% kvenna meðal þjóða sem könnunin náði til kváðust helst kjósa að vera í launuðu starfi. Meirihluti karla lýsti einnig yfir stuðningi við atvinnuþátttöku kvenna.Forsíða skýrslu Alþjóða vinnumálastofnunarinnar.Ein skýringin á ójafnvægi milli kynjanna í atvinnulífinu tengist ólaunuðum heimilisstörfum og umönnun barna og annarra fjölskyldumeðlima. Konur vinna slík ólaunuð umönnunar- og heimilisstörf að jafnaði í fjórar klukkustundir og 25 mínútur en karlar í eina klukkustund og 23 mínútur. „Síðustu tuttugu árin hefur tíminn sem konur verja til ólaunaðra umönnunar- og heimilisstarfa varla breyst, og þáttur karla hefur aukist um aðeins átta mínútur á hverjum degi. Með þessum hraða tekur það 200 ár að jafna þann tíma sem karlar og konur verja til umönnunar- og heimilisstarfa,“ segir Manuela Tomei hjá ILO í fréttatilkynningu. Þegar litið er yfir heiminn sést að atvinnuþátttaka kvenna hefur aukist hlutfallslega mest í Afríku en minnst í Asíu. Konur fá enn umtalsvert lægi laun en karlar fyrir sambærileg störf og samkvæmt skýrslu ILO er launamunur kynjanna á heimsvísu um 20%. Þá kemur fram í skýrslunni að konum í stjórnunarstöðum fjölgar hægt. Árið 2018 voru 27,1% kvenna í stjórnunarstöðum og hlutfallið hefur aðeins hækkað um tvö prósentustig frá árinu 1991. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna hefur verið haldinn hátíðlegur af hálfu Sameinuðu þjóðanna í rúma fjóra áratugi eða frá árinu 1977. Að þessu sinni er dagurinn helgaður nýsköpun kvenna og stúlkna í þágu þeirra sjálfra og baráttunnar fyrir því að fjarlægja hindranir á leiðinni til jafnréttis kynjanna. Myndband frá UN Women í tilefni dagsins.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent