Manafort fékk tæplega fjögurra ára fangelsisdóm Kjartan Kjartansson skrifar 8. mars 2019 07:28 Manafort var kosningastjóri Trump þar til í ágúst árið 2016. Þá komu fram gögn um að hann hefði þegið milljónir dollara á laun frá forseta Úkraínu sem var hallur undir Rússa. AP/José Luis Magana Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump forseta, var í nótt dæmdur í fjörutíu og sjö mánaða fangelsi fyrir skattasvik og fyrir að svíkja út baknalán. Manafort var sakfelldur í fyrra en refsing hans var uppkveðin af dómara í Virginíu í nótt. Fangelsisvistin sem Manafort var dæmdur í er langt undir refsiramma brotanna sem hann var sakfelldur fyrir. Hann hefði getað verið dæmdur í allt að tuttugu ára fangelsi vegna brotanna, að sögn Washington Post. Auk fangelsisvistarinnar þarf Manafort, sem er 69 ára gamall, að greiða til baka 24 milljónir dollara og greiða fimmtíu þúsund dala sekt í ríkissjóð. Til viðbótar fær hann síðan refsingu ákvarðaða í öðru máli í næstu viku, en þar var hann sakfelldur fyrir að vinna sem málsvari fyrir erlent ríki án þess að skrá sig sem slíkur eins og bandarísk lög kveða á um. Málið gegn Manafort kom upp eftir að Robert Mueller hóf rannsókn sína á tengslum Rússa við Donald Trump og framboð hans. Búist er við að Mueller ljúki rannsókn sinni á næstu dögum eða vikum. „Síðustu tvö ár hefur verið erfiðustu ár fjölskyldunnar minnar og mín sjálfs. Að segja að ég sé niðurlægður og skammist mín væri stórkostlegur úrdráttur,“ sagði Manafort þegar hann bað dómarann í málinu um að sýna sér mildi. Manafort hefur þegar afplánað níu mánuði í fangelsi og gæti hann því átt innan við þrjú ár eftir af refsingunni ef hann hegðar sér vel. Hann á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi í hinu málinu sem rekið er í Washington-borg. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort deildi gögnum með fyrrum starfsmanni sem tengdist rússnesku leyniþjónustunni Fyrrum kosningastjóri Bandaríkjaforseta, Donald Trump, dreifði gögnum úr kosningabaráttunni með rússneskum fyrrum starfsmanni sínum. Sá hefur tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. 8. janúar 2019 20:38 Manafort sekur um lygar Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, braut samkomulag sem hann gerði við Robert Mueller, sérstakan saksóknara, með því að ljúga að saksóknurum. 14. febrúar 2019 07:45 Manafort sagður forhertur glæpamaður í nýrri greinargerð Muellers Greinargerðin var send dómara í Washington vegna ákvörðunar refsingar Manaforts fyrir samsæri sem hann var sakfelldur fyrir í september. 23. febrúar 2019 23:15 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump forseta, var í nótt dæmdur í fjörutíu og sjö mánaða fangelsi fyrir skattasvik og fyrir að svíkja út baknalán. Manafort var sakfelldur í fyrra en refsing hans var uppkveðin af dómara í Virginíu í nótt. Fangelsisvistin sem Manafort var dæmdur í er langt undir refsiramma brotanna sem hann var sakfelldur fyrir. Hann hefði getað verið dæmdur í allt að tuttugu ára fangelsi vegna brotanna, að sögn Washington Post. Auk fangelsisvistarinnar þarf Manafort, sem er 69 ára gamall, að greiða til baka 24 milljónir dollara og greiða fimmtíu þúsund dala sekt í ríkissjóð. Til viðbótar fær hann síðan refsingu ákvarðaða í öðru máli í næstu viku, en þar var hann sakfelldur fyrir að vinna sem málsvari fyrir erlent ríki án þess að skrá sig sem slíkur eins og bandarísk lög kveða á um. Málið gegn Manafort kom upp eftir að Robert Mueller hóf rannsókn sína á tengslum Rússa við Donald Trump og framboð hans. Búist er við að Mueller ljúki rannsókn sinni á næstu dögum eða vikum. „Síðustu tvö ár hefur verið erfiðustu ár fjölskyldunnar minnar og mín sjálfs. Að segja að ég sé niðurlægður og skammist mín væri stórkostlegur úrdráttur,“ sagði Manafort þegar hann bað dómarann í málinu um að sýna sér mildi. Manafort hefur þegar afplánað níu mánuði í fangelsi og gæti hann því átt innan við þrjú ár eftir af refsingunni ef hann hegðar sér vel. Hann á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi í hinu málinu sem rekið er í Washington-borg.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort deildi gögnum með fyrrum starfsmanni sem tengdist rússnesku leyniþjónustunni Fyrrum kosningastjóri Bandaríkjaforseta, Donald Trump, dreifði gögnum úr kosningabaráttunni með rússneskum fyrrum starfsmanni sínum. Sá hefur tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. 8. janúar 2019 20:38 Manafort sekur um lygar Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, braut samkomulag sem hann gerði við Robert Mueller, sérstakan saksóknara, með því að ljúga að saksóknurum. 14. febrúar 2019 07:45 Manafort sagður forhertur glæpamaður í nýrri greinargerð Muellers Greinargerðin var send dómara í Washington vegna ákvörðunar refsingar Manaforts fyrir samsæri sem hann var sakfelldur fyrir í september. 23. febrúar 2019 23:15 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Manafort deildi gögnum með fyrrum starfsmanni sem tengdist rússnesku leyniþjónustunni Fyrrum kosningastjóri Bandaríkjaforseta, Donald Trump, dreifði gögnum úr kosningabaráttunni með rússneskum fyrrum starfsmanni sínum. Sá hefur tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. 8. janúar 2019 20:38
Manafort sekur um lygar Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, braut samkomulag sem hann gerði við Robert Mueller, sérstakan saksóknara, með því að ljúga að saksóknurum. 14. febrúar 2019 07:45
Manafort sagður forhertur glæpamaður í nýrri greinargerð Muellers Greinargerðin var send dómara í Washington vegna ákvörðunar refsingar Manaforts fyrir samsæri sem hann var sakfelldur fyrir í september. 23. febrúar 2019 23:15