Ég sakna mín Friðrik Agni Árnason skrifar 26. október 2019 08:00 Það er einhver hluti af okkur þegar við vorum unglingar og ungmenni sem við týnum einhversstaðar á lífsleiðinni. Við gætum hugsað: Já ég var bara barn og vissi ekki neitt um lífið og lét eins og einhver vitleysingur. En er það virkilega? Vorum við kannski alveg með okkur sjálf á hreinu þegar við vorum átján ára? Verðum við heflaðri í hegðun eftir því sem við eldumst? Nær það hámarki á þrítugsaldrinum en fer svo aftur að skína í eitthvað öryggi þegar fer að líða að miðaldri? Við nennum ekki lengur að fara eftir ramma samfélagsins. Verðum aftur hömlulaus og óafsakanlega við sjálf. „Ég gekk andspænis sjálfum mér 18 ára á einn morguninn á Laugaveginum um daginn. Ég var klæddur risastórri hettupeysu og sólgleraugum sem þöktu hálft andlitið. Ég var í dansskóm með hælum, þröngum gallabuxum með tuðru hangandi um öxlina. Ég mætti mér á ógnarhraða. Hinn 18 ára ég veitti mér engan gaum heldur gekk beint áfram eins og eftir trommutakti og krafðist athygli allra í návist okkar. Hann nálgaðist og rétt þegar hann gekk framhjá mátti sjá á bakvið gleraugun glitta í dularfullt augnaráð sem starði beint til mín í eitt sekúndubrot. Óheflað göngulagið, augnaráðið, ákveðnin og öryggið. Hann var á leiðinni eitthvað.” Hafið þið einhverntímann hugsað til baka? Örugglega. Hvað hugsið þið þegar þið yngri útgáfan af ykkur kemur upp í hugann? Ég velti því stundum fyrir mér hvað varð um þennan óheflaða unga einstakling með risa drauma og beittan vilja til að gera bara nákvæmlega það sem honum þóknaðist. Það hljómar kannski eins og vandræði að ungur einstaklingur geri það sem honum þóknast. Það er einhver millivegur þarna. Eina sem ég veit er að í dag er ég miklu varkárari og meðvitaðri um ásetninginn minn í lífinu. Það er meiri efi og meiri hógværð. Það er gott að hafa hógværð og það er gott að vera varkár. En ekki ef það er ávallt að koma í veg fyrir að fólk geri það sem það dreymir um að gera. Það getur fylgt ungdóminum að dreyma stórt, sækjast í tækifærin og svífast einskis. Ég sakna þess. Á einhverjum tímapunkti þá hvarf öryggið og efinn tók við. Álit annarra fór að skipta meira máli og orðsporið. Ekki misskilja mig. Ég er ekki með þráhyggju gagnvart hinum 18 ára mér. Ég var duglegur að koma mér í vandræði og gerði hluti án þess að hugleiða afleiðingarnar. En ég get ekki annað en hugsað: Hvaðan kom þetta öryggi og „attitude”? Og af hverju er ég ekki með það lengur? Það gæti verið að maður einfaldlega þroskist upp úr öllum ýktum hegðunarmynstrum en ég tel að sumt sem einkenndi okkur sem unglingar/ungmenni séu einkenni sem við megum ekki sleppa alveg. Undanfarið hef ég verið að kafa svolítið til baka og reyna að finna þennan einstakling sem var svo fullur af orku og öryggi. Ég var örugglega óþolandi fyrir suma en ég held að það sé allt í lagi að vera bara pínu óþolandi fyrir suma svo lengi sem maður er að fylgja hjartanu og eltast við sína drauma. Því til þess að komast nær sínum markmiðum þá verður maður að fara svolítið blátt áfram, eins og sem börn, unglingar og ungmenni gera. Það er einmitt þetta sem maður er að sjá í ungu fólki í dag, framkvæmdagleðin og þvílíkan eldmóð gagnvart því sem það hefur ástríðu fyrir. Ég er að finna hann aftur, mjög meðvitað að sjálfsögðu, í dag. Ég er rólega en örugglega að ganga á móti átján ára mér með lófann á lofti. Í næstu viku ætla ég svo sannarlega út fyrir rammann og gera hluti á sýningu sem átján ára ég hefði ekki átt í neinum vandræðum með. Ef þið fólk vill komast að því hvað það er þá er hægt að mæta á Hard Rock í Halloween danspartý næsta fimmtudag kl. 20. Þá er svo sannarlega tækifæri fyrir alla að seilast eftir sínum innri hömlulausa karakter - því ef ekki núna - þá hvenær?Höfundur er dansari, lífstílsþjálfari og skemmtikraftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er einhver hluti af okkur þegar við vorum unglingar og ungmenni sem við týnum einhversstaðar á lífsleiðinni. Við gætum hugsað: Já ég var bara barn og vissi ekki neitt um lífið og lét eins og einhver vitleysingur. En er það virkilega? Vorum við kannski alveg með okkur sjálf á hreinu þegar við vorum átján ára? Verðum við heflaðri í hegðun eftir því sem við eldumst? Nær það hámarki á þrítugsaldrinum en fer svo aftur að skína í eitthvað öryggi þegar fer að líða að miðaldri? Við nennum ekki lengur að fara eftir ramma samfélagsins. Verðum aftur hömlulaus og óafsakanlega við sjálf. „Ég gekk andspænis sjálfum mér 18 ára á einn morguninn á Laugaveginum um daginn. Ég var klæddur risastórri hettupeysu og sólgleraugum sem þöktu hálft andlitið. Ég var í dansskóm með hælum, þröngum gallabuxum með tuðru hangandi um öxlina. Ég mætti mér á ógnarhraða. Hinn 18 ára ég veitti mér engan gaum heldur gekk beint áfram eins og eftir trommutakti og krafðist athygli allra í návist okkar. Hann nálgaðist og rétt þegar hann gekk framhjá mátti sjá á bakvið gleraugun glitta í dularfullt augnaráð sem starði beint til mín í eitt sekúndubrot. Óheflað göngulagið, augnaráðið, ákveðnin og öryggið. Hann var á leiðinni eitthvað.” Hafið þið einhverntímann hugsað til baka? Örugglega. Hvað hugsið þið þegar þið yngri útgáfan af ykkur kemur upp í hugann? Ég velti því stundum fyrir mér hvað varð um þennan óheflaða unga einstakling með risa drauma og beittan vilja til að gera bara nákvæmlega það sem honum þóknaðist. Það hljómar kannski eins og vandræði að ungur einstaklingur geri það sem honum þóknast. Það er einhver millivegur þarna. Eina sem ég veit er að í dag er ég miklu varkárari og meðvitaðri um ásetninginn minn í lífinu. Það er meiri efi og meiri hógværð. Það er gott að hafa hógværð og það er gott að vera varkár. En ekki ef það er ávallt að koma í veg fyrir að fólk geri það sem það dreymir um að gera. Það getur fylgt ungdóminum að dreyma stórt, sækjast í tækifærin og svífast einskis. Ég sakna þess. Á einhverjum tímapunkti þá hvarf öryggið og efinn tók við. Álit annarra fór að skipta meira máli og orðsporið. Ekki misskilja mig. Ég er ekki með þráhyggju gagnvart hinum 18 ára mér. Ég var duglegur að koma mér í vandræði og gerði hluti án þess að hugleiða afleiðingarnar. En ég get ekki annað en hugsað: Hvaðan kom þetta öryggi og „attitude”? Og af hverju er ég ekki með það lengur? Það gæti verið að maður einfaldlega þroskist upp úr öllum ýktum hegðunarmynstrum en ég tel að sumt sem einkenndi okkur sem unglingar/ungmenni séu einkenni sem við megum ekki sleppa alveg. Undanfarið hef ég verið að kafa svolítið til baka og reyna að finna þennan einstakling sem var svo fullur af orku og öryggi. Ég var örugglega óþolandi fyrir suma en ég held að það sé allt í lagi að vera bara pínu óþolandi fyrir suma svo lengi sem maður er að fylgja hjartanu og eltast við sína drauma. Því til þess að komast nær sínum markmiðum þá verður maður að fara svolítið blátt áfram, eins og sem börn, unglingar og ungmenni gera. Það er einmitt þetta sem maður er að sjá í ungu fólki í dag, framkvæmdagleðin og þvílíkan eldmóð gagnvart því sem það hefur ástríðu fyrir. Ég er að finna hann aftur, mjög meðvitað að sjálfsögðu, í dag. Ég er rólega en örugglega að ganga á móti átján ára mér með lófann á lofti. Í næstu viku ætla ég svo sannarlega út fyrir rammann og gera hluti á sýningu sem átján ára ég hefði ekki átt í neinum vandræðum með. Ef þið fólk vill komast að því hvað það er þá er hægt að mæta á Hard Rock í Halloween danspartý næsta fimmtudag kl. 20. Þá er svo sannarlega tækifæri fyrir alla að seilast eftir sínum innri hömlulausa karakter - því ef ekki núna - þá hvenær?Höfundur er dansari, lífstílsþjálfari og skemmtikraftur.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun