Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. september 2019 16:43 Mike Pence ávarpaði fjölþjóðlegt lið blaðamanna fyrir utan Höfða eftir fundi hans með utanríkisráðherra og fulltrúum atvinnulífsins. Vísir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. Landið hafi aldrei verið mikilvægara í varnar- og hernaðarlegum skilningi. Hann var þó ekki tilbúinn að tjá sig um framtíðarveru Bandaríkjahers á Íslandi, þau mál yrðu nánar rædd á fundi hans og forsætisráðherra í kvöld. Pence ræddi við fjölmiðlamenn fyrir utan Höfða og voru honum varnarmál ofarlega í huga. Hann segist þakklátur Íslendingum fyrir margt, ekki síst fyrir náið og gott samstarf Bandaríkjanna og Íslands allt frá sjálfstæði þess síðarnefnda árið 1944.Klippa: Pence ræðir við fréttamenn fyrir utan Höfða Aukinheldur þakkar hann Íslendingum fyrir að hafa ekki tekið þátt í Belti og braut, innviðauppbyggingarverkefni Kínverja. Pence hvatti Íslendinga jafnframt til að forðast kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei, sem hann sagði þurfa að afhenda kínverskum stjórnvöldum upplýsingar um notendur sína. Það væri ekki í anda þess frjálsa samfélags sem Bandaríkin og Íslendingar vilja vera.Sjá einnig: Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Pence segist vilja styrkja efnahagslegt- og hernaðarlegt (e. strategic) samband ríkjanna enn frekar, ekki síst til að sporna gegn framgöngu Kína og Rússlands á norðurhveli. Ísland hefði í því ljósi aldrei verið mikilvægara með tilliti til varnarmála. Aðspurður var Mike Pence þó ekki tilbúinn að svara því hvort hann hefði í hyggju að auka veru Bandaríkjahers á Ísland eða hvort það hefðu verið mistök að loka herstöðinni í Keflavík árið 2006. Þessi mál yrðu rædd á fundi hans og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra síðar í dag. Hann lagði þó áherslu á hernaðarlegt mikilvægi Íslands og sagði að það væri einarður vilji Bandaríkjanna að tryggja öryggi á norðurslóðum með margvíslegum framlögum - án þess þó að útlista þau nánar.Sjá einnig:Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Nú heldur Mike Pence á fund með forsætisráðherra á varnarsvæðinu í Keflavík. Áfram verður fylgst með heimsókn Pence í beinni á Vísi en ávarp hans í heild sinni má sjá að ofan. Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Huawei Kína Tengdar fréttir Bandaríkin breiða úr sér í Evrópu Silja Bára Ómarsdóttir telur að öryggis-og varnarmálin verði ofarlega á baugi á fundum varaforsetans með íslenskum ráðamönnum í dag. 4. september 2019 12:26 Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Umstangið í kringum komu Pence í myndum Það er óhætt að segja að koma varaforsetahjónanna Mike og Karen Pence fari varla framhjá nokkrum íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 4. september 2019 14:20 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. Landið hafi aldrei verið mikilvægara í varnar- og hernaðarlegum skilningi. Hann var þó ekki tilbúinn að tjá sig um framtíðarveru Bandaríkjahers á Íslandi, þau mál yrðu nánar rædd á fundi hans og forsætisráðherra í kvöld. Pence ræddi við fjölmiðlamenn fyrir utan Höfða og voru honum varnarmál ofarlega í huga. Hann segist þakklátur Íslendingum fyrir margt, ekki síst fyrir náið og gott samstarf Bandaríkjanna og Íslands allt frá sjálfstæði þess síðarnefnda árið 1944.Klippa: Pence ræðir við fréttamenn fyrir utan Höfða Aukinheldur þakkar hann Íslendingum fyrir að hafa ekki tekið þátt í Belti og braut, innviðauppbyggingarverkefni Kínverja. Pence hvatti Íslendinga jafnframt til að forðast kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei, sem hann sagði þurfa að afhenda kínverskum stjórnvöldum upplýsingar um notendur sína. Það væri ekki í anda þess frjálsa samfélags sem Bandaríkin og Íslendingar vilja vera.Sjá einnig: Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Pence segist vilja styrkja efnahagslegt- og hernaðarlegt (e. strategic) samband ríkjanna enn frekar, ekki síst til að sporna gegn framgöngu Kína og Rússlands á norðurhveli. Ísland hefði í því ljósi aldrei verið mikilvægara með tilliti til varnarmála. Aðspurður var Mike Pence þó ekki tilbúinn að svara því hvort hann hefði í hyggju að auka veru Bandaríkjahers á Ísland eða hvort það hefðu verið mistök að loka herstöðinni í Keflavík árið 2006. Þessi mál yrðu rædd á fundi hans og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra síðar í dag. Hann lagði þó áherslu á hernaðarlegt mikilvægi Íslands og sagði að það væri einarður vilji Bandaríkjanna að tryggja öryggi á norðurslóðum með margvíslegum framlögum - án þess þó að útlista þau nánar.Sjá einnig:Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Nú heldur Mike Pence á fund með forsætisráðherra á varnarsvæðinu í Keflavík. Áfram verður fylgst með heimsókn Pence í beinni á Vísi en ávarp hans í heild sinni má sjá að ofan.
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Huawei Kína Tengdar fréttir Bandaríkin breiða úr sér í Evrópu Silja Bára Ómarsdóttir telur að öryggis-og varnarmálin verði ofarlega á baugi á fundum varaforsetans með íslenskum ráðamönnum í dag. 4. september 2019 12:26 Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Umstangið í kringum komu Pence í myndum Það er óhætt að segja að koma varaforsetahjónanna Mike og Karen Pence fari varla framhjá nokkrum íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 4. september 2019 14:20 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Bandaríkin breiða úr sér í Evrópu Silja Bára Ómarsdóttir telur að öryggis-og varnarmálin verði ofarlega á baugi á fundum varaforsetans með íslenskum ráðamönnum í dag. 4. september 2019 12:26
Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23
Umstangið í kringum komu Pence í myndum Það er óhætt að segja að koma varaforsetahjónanna Mike og Karen Pence fari varla framhjá nokkrum íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 4. september 2019 14:20