Móttökurnar í Höfða „ógeðslegt kjass“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. september 2019 16:00 Mótmælendurnir báru eld að bandaríska fánanum í fjörunni við Höfða. Ólíklegt verður að teljast að eldurinn hefði getað breiðst út. Benjamin Julian Benjamín Júlían, annarra mótmælendanna sem handteknir voru við Höfða í dag, segir það hafa verið algjöra „leifturákvörðun“ að mótmæla komu varaforseta Bandaríkjanna til Íslands. Það gerði hann ásamt félaga sínum í fjörunni við Höfða, þar sem þeir báru eld að bandaríska fánanum - „á öruggum stað,“ eins og Benjamín orðar það. „Við vorum bara að lýsa ógeði okkar á heimsókn varaforsetans,“ segir Benjamín. „Við helltum grillvökva yfir fánann og bárum eld að til þess að andmæla því að Ísland sé notað sem vígvöllur fyrir ógeðslegar skoðanir þessa manns.“ Þar vísar hann ekki síst til afstöðu Mike Pence til réttindabaráttu hinsegin fólks, sem varaforsetinn hefur barist ötullega gegn á þingferli sínum. Til að mynda hefur hann mælt fyrir frumvarpi þess efnis að hjónaband verði skilgreint sem samband karls og konu auk þess sem hann hefur mótmælt því að hinsegin fólk geti gegnt herskyldu vestanhafs.Þegar Vísir náði tali af Benjamín var hann að ganga út af lögreglustöðinni við Hverfisgötu þar sem þeim mótmælendunum var haldið. Þeir dvöldu hvor í sínum klefanum „í dálitla stund,“ áður en þeir voru látnir lausnir eftir að hafa ráðfært sig við lögfræðing. Aðspurður um hvort þeir verði ákærðir fyrir framgöngu sína segist Benjamín telja að þeir gætu átt yfir höfði sér refsingu fyrir að smána erlent þjóðríki. Benjamín neitar ekki fyrir það. „Vissulega vorum við að smána annað þjóðríki og sendiboða þessa hér á landi - en það ætti ekki að vera neitt lagaspursmál,“ segir Benjamín. Þeir hafi aðeins verið að viðra skoðanir sínar. „Guð blessi tjáningarfrelsið.“ Benjamín segir fjarstæðukennt að Íslendingar í „háum embættum“ skuli taka á móti hinum umdeilda varaforseta Bandaríkjanna með jafn mikilli viðhöfn - „í stað þess að spyrna á móti þessu ógeðslega þjóðríki.“ Móttökurnar í Höfða hafi þannig verið „ógeðslegt kjass“ og því það eina í stöðunni að mati Benjamíns að mótmæla með fyrrgreindum hætti. Hér að neðan má hlýða á stutta samantekt á ferli Mike Pence. Heimsókn Mike Pence Reykjavík Tengdar fréttir Þorði ekki á veiðar vegna lífvarða Pence Koma varaforseta Bandaríkjanna hefur margar mismerkilegar afleiðingar í för með sér. 4. september 2019 15:14 Mótmælendur handteknir við Höfða Karlmaður var handtekinn við Höfða í Reykjavík í dag þar sem hann hafði verið að mótmæla komu varaforseta Bandaríkjanna. 4. september 2019 13:46 Mótmælti komu Pence fyrir utan Höfða Vill að aðskilnaði barna og foreldra verði hætt. 4. september 2019 14:33 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Benjamín Júlían, annarra mótmælendanna sem handteknir voru við Höfða í dag, segir það hafa verið algjöra „leifturákvörðun“ að mótmæla komu varaforseta Bandaríkjanna til Íslands. Það gerði hann ásamt félaga sínum í fjörunni við Höfða, þar sem þeir báru eld að bandaríska fánanum - „á öruggum stað,“ eins og Benjamín orðar það. „Við vorum bara að lýsa ógeði okkar á heimsókn varaforsetans,“ segir Benjamín. „Við helltum grillvökva yfir fánann og bárum eld að til þess að andmæla því að Ísland sé notað sem vígvöllur fyrir ógeðslegar skoðanir þessa manns.“ Þar vísar hann ekki síst til afstöðu Mike Pence til réttindabaráttu hinsegin fólks, sem varaforsetinn hefur barist ötullega gegn á þingferli sínum. Til að mynda hefur hann mælt fyrir frumvarpi þess efnis að hjónaband verði skilgreint sem samband karls og konu auk þess sem hann hefur mótmælt því að hinsegin fólk geti gegnt herskyldu vestanhafs.Þegar Vísir náði tali af Benjamín var hann að ganga út af lögreglustöðinni við Hverfisgötu þar sem þeim mótmælendunum var haldið. Þeir dvöldu hvor í sínum klefanum „í dálitla stund,“ áður en þeir voru látnir lausnir eftir að hafa ráðfært sig við lögfræðing. Aðspurður um hvort þeir verði ákærðir fyrir framgöngu sína segist Benjamín telja að þeir gætu átt yfir höfði sér refsingu fyrir að smána erlent þjóðríki. Benjamín neitar ekki fyrir það. „Vissulega vorum við að smána annað þjóðríki og sendiboða þessa hér á landi - en það ætti ekki að vera neitt lagaspursmál,“ segir Benjamín. Þeir hafi aðeins verið að viðra skoðanir sínar. „Guð blessi tjáningarfrelsið.“ Benjamín segir fjarstæðukennt að Íslendingar í „háum embættum“ skuli taka á móti hinum umdeilda varaforseta Bandaríkjanna með jafn mikilli viðhöfn - „í stað þess að spyrna á móti þessu ógeðslega þjóðríki.“ Móttökurnar í Höfða hafi þannig verið „ógeðslegt kjass“ og því það eina í stöðunni að mati Benjamíns að mótmæla með fyrrgreindum hætti. Hér að neðan má hlýða á stutta samantekt á ferli Mike Pence.
Heimsókn Mike Pence Reykjavík Tengdar fréttir Þorði ekki á veiðar vegna lífvarða Pence Koma varaforseta Bandaríkjanna hefur margar mismerkilegar afleiðingar í för með sér. 4. september 2019 15:14 Mótmælendur handteknir við Höfða Karlmaður var handtekinn við Höfða í Reykjavík í dag þar sem hann hafði verið að mótmæla komu varaforseta Bandaríkjanna. 4. september 2019 13:46 Mótmælti komu Pence fyrir utan Höfða Vill að aðskilnaði barna og foreldra verði hætt. 4. september 2019 14:33 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þorði ekki á veiðar vegna lífvarða Pence Koma varaforseta Bandaríkjanna hefur margar mismerkilegar afleiðingar í för með sér. 4. september 2019 15:14
Mótmælendur handteknir við Höfða Karlmaður var handtekinn við Höfða í Reykjavík í dag þar sem hann hafði verið að mótmæla komu varaforseta Bandaríkjanna. 4. september 2019 13:46
Mótmælti komu Pence fyrir utan Höfða Vill að aðskilnaði barna og foreldra verði hætt. 4. september 2019 14:33