Serbar unnu toppslaginn sannfærandi og líta rosalega vel út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2019 14:30 Nikola Jokic og félagar í serbneska landsliðinu eru að spila vel. Getty/ VCG Serbar, Pólverjar, Spánverjar og Argentínumenn enduðu öll með fullt hús í riðlakeppni HM í körfubolta í Kína eftir sigra í lokaumferð riðla sinna í dag. Serbía teflir fram frábæru liði á þessu heimsmeistaramóti og er líklegt til að fara alla leið á þessu móti. Spánverjar voru í miklum vandræðum með Írana og hafa ekki verið alltof sannfærandi í riðlakeppninni þrátt fyrir fullt hús. Pólland og Serbía unnu stóra sigra í dag og Argentínumenn voru skrefi á undan Rússum eftir að hafa komið til baka í öðrum leikhlutanum. Púertó Ríkó tryggði sér sæti í milliriðli með dramatískum sigri á Túnis þar sem að Gary Browne skoraði sigurkörfuna 5,1 sekúndu fyrir leikslok. Venesúela komst líka áfram eftir þrettán stiga sigur á gestgjöfum Kínverja, 72-59, í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðlinum. Þessi sigur kom mörgum á óvart en heimamenn geta því hæst endaði í sautjánda sæti. Heissler Guillent var með 15 stig og 8 stoðsendingar og Dwight Lewis skoraði 13 stig fyrir Venesúela. Venesúela varð þar með sjötta Ameríkuþjóðin sem kemst áfram í milliriðlana en aðeins Kanada sat eftir í riðlakeppninni. Serbar sýndu styrk sinn í fimmtán stiga sigri á Ítölum, 92-77, en bæði lið voru búin að vinna tvo fyrstu leiki sína á HM. Bogdan Bogdanovic (Sacramento Kings) var frábær með Serbum en hann skoraði 31 stig, gaf 5 stoðsendingar, stal 5 boltum og setti niður sex þriggja stiga körfur. Nikola Jokic (Denver Nuggets) var með 15 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar en hann kom inn af bekknum. Danilo Gallinari (Oklahoma City Thunder) skoraði mest fyrir Ítala eða 26 stig. Spánverjar lentu í hörkuleik á móti Írönum en voru mun sterkari á lokamínútunum, unnu þær 16-3 og þar með leikinn með átta stigum, 73-65. Íranir voru 62-57 yfir þegar aðeins sex mínútur voru eftir af leiknum. Marc Gasol (Toronto Raptors) var stigahæstur hjá Spánverjum með 16 stig en þeir Víctor Claver (Barcelona) og Juan Hernangómez (Denver Nuggets) skoruðu báðir 11 stig. Mohammad Jamshidi skoraði 15 stig fyrir Írana en besti maður liðsins var Hamed Haddadi með 10 stig, 15 fráköst og 6 stoðsendingar. Argentínumenn tryggðu sér sigur í sínum riðli með átta stiga sigri á Rússum, 69-61, í hreinum úrslitaleik um sigurinn í riðlinum en bæði lið voru komin áfram. Real Madrid maðurinn Facundo Campazzo var frábær í liði Argentínu með 21 stig, 7 stoðsendingar og 6 fráköst. Luis Scola skoraði síðan 13 stig og Marcos Delia var með 13 stig á 23 mínútum. Andrey Zubkov skoraði 18 stig fyrir Rússa.Úrslit dagsins á HM í körfubolta í Kína:A-riðill Fílabeinsströndin - Pólland 63-80 Venesúela - Kína 72-59Stig þjóða: Pólland 6, Venesúela 4, Kína 2, Fílabeinsströndin 0B-riðill Suður Kórea - Nígería 66-108 Rússland - Argentína 61-69Stig þjóða: Argentína 6, Rússland 3, Nígería 2, Suður Kórea 0.C-riðill Púertó Ríkó - Túnis 67-64 Spánn - Íran 73-65Stig þjóða: Spánn 6, Púertó Ríkó 4, Túnis 2, Íran 0.D-riðilll Angóla - Filippseyjar 84-81 (framlenging) Ítalía - Serbía 77-82Stig þjóða: Serbía 6, Ítalía 4, Angóla 2, Filippseyjar 0.Þjóðir komnar áfram í milliriðla: Pólland, Venesúela, Rússland, Argentína, Spánn, Púertó Ríkó, Serbía og Ítalía.Þjóðir komnar áfram í milliriðla úr hinum riðlinum fyrir lokaumferðina á morgun: Bandaríkin, Brasilía, Frakkland, Dóminíska Lýðveldið, Ástralía og Litháen. Körfubolti Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Serbar, Pólverjar, Spánverjar og Argentínumenn enduðu öll með fullt hús í riðlakeppni HM í körfubolta í Kína eftir sigra í lokaumferð riðla sinna í dag. Serbía teflir fram frábæru liði á þessu heimsmeistaramóti og er líklegt til að fara alla leið á þessu móti. Spánverjar voru í miklum vandræðum með Írana og hafa ekki verið alltof sannfærandi í riðlakeppninni þrátt fyrir fullt hús. Pólland og Serbía unnu stóra sigra í dag og Argentínumenn voru skrefi á undan Rússum eftir að hafa komið til baka í öðrum leikhlutanum. Púertó Ríkó tryggði sér sæti í milliriðli með dramatískum sigri á Túnis þar sem að Gary Browne skoraði sigurkörfuna 5,1 sekúndu fyrir leikslok. Venesúela komst líka áfram eftir þrettán stiga sigur á gestgjöfum Kínverja, 72-59, í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðlinum. Þessi sigur kom mörgum á óvart en heimamenn geta því hæst endaði í sautjánda sæti. Heissler Guillent var með 15 stig og 8 stoðsendingar og Dwight Lewis skoraði 13 stig fyrir Venesúela. Venesúela varð þar með sjötta Ameríkuþjóðin sem kemst áfram í milliriðlana en aðeins Kanada sat eftir í riðlakeppninni. Serbar sýndu styrk sinn í fimmtán stiga sigri á Ítölum, 92-77, en bæði lið voru búin að vinna tvo fyrstu leiki sína á HM. Bogdan Bogdanovic (Sacramento Kings) var frábær með Serbum en hann skoraði 31 stig, gaf 5 stoðsendingar, stal 5 boltum og setti niður sex þriggja stiga körfur. Nikola Jokic (Denver Nuggets) var með 15 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar en hann kom inn af bekknum. Danilo Gallinari (Oklahoma City Thunder) skoraði mest fyrir Ítala eða 26 stig. Spánverjar lentu í hörkuleik á móti Írönum en voru mun sterkari á lokamínútunum, unnu þær 16-3 og þar með leikinn með átta stigum, 73-65. Íranir voru 62-57 yfir þegar aðeins sex mínútur voru eftir af leiknum. Marc Gasol (Toronto Raptors) var stigahæstur hjá Spánverjum með 16 stig en þeir Víctor Claver (Barcelona) og Juan Hernangómez (Denver Nuggets) skoruðu báðir 11 stig. Mohammad Jamshidi skoraði 15 stig fyrir Írana en besti maður liðsins var Hamed Haddadi með 10 stig, 15 fráköst og 6 stoðsendingar. Argentínumenn tryggðu sér sigur í sínum riðli með átta stiga sigri á Rússum, 69-61, í hreinum úrslitaleik um sigurinn í riðlinum en bæði lið voru komin áfram. Real Madrid maðurinn Facundo Campazzo var frábær í liði Argentínu með 21 stig, 7 stoðsendingar og 6 fráköst. Luis Scola skoraði síðan 13 stig og Marcos Delia var með 13 stig á 23 mínútum. Andrey Zubkov skoraði 18 stig fyrir Rússa.Úrslit dagsins á HM í körfubolta í Kína:A-riðill Fílabeinsströndin - Pólland 63-80 Venesúela - Kína 72-59Stig þjóða: Pólland 6, Venesúela 4, Kína 2, Fílabeinsströndin 0B-riðill Suður Kórea - Nígería 66-108 Rússland - Argentína 61-69Stig þjóða: Argentína 6, Rússland 3, Nígería 2, Suður Kórea 0.C-riðill Púertó Ríkó - Túnis 67-64 Spánn - Íran 73-65Stig þjóða: Spánn 6, Púertó Ríkó 4, Túnis 2, Íran 0.D-riðilll Angóla - Filippseyjar 84-81 (framlenging) Ítalía - Serbía 77-82Stig þjóða: Serbía 6, Ítalía 4, Angóla 2, Filippseyjar 0.Þjóðir komnar áfram í milliriðla: Pólland, Venesúela, Rússland, Argentína, Spánn, Púertó Ríkó, Serbía og Ítalía.Þjóðir komnar áfram í milliriðla úr hinum riðlinum fyrir lokaumferðina á morgun: Bandaríkin, Brasilía, Frakkland, Dóminíska Lýðveldið, Ástralía og Litháen.
Körfubolti Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli