Regnbogafánar í rigningu við Höfða Atli Ísleifsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 4. september 2019 12:09 Fánarnir sex sem Advania dróg að húni í morgun. Vísir/Vilhelm Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. Höfuðstöðvarnar eru við hlið Höfða þar sem Mike Pence fundar með viðskiptafólki og utanríkisráðherra í dag. „Það mátti nú sjá þennan fána blakta við hún hjá opinberum stofnunum, fyrirtækjum og félagasamtökum út um allan bæ fyrir nokkrum dögum. Af hverju er þessi dagur eitthvað öðruvísi en aðrir dagar. Við styðjum réttindabaráttu samkynhneigðra alla daga, ekki bara suma daga,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania. „Við flögguðum ekki á hinsegin dögum og okkur fannst að við ættum að að gera það núna. Það er alltaf gleði hjá okkur.“ Helga Vala Helgadóttir þingmaður er meðal þeirra sem hrósað hafa Advania fyrir framtakið. Sömuleiðis sjónvarpskonan Sirrý Arnardóttir. Afstaða Mike Pence til hinsegin fólks hefur vakið athygli undanfarin ár. Hann hefur líst sig andsnúinn hjónaböndum samkynhneigðra, gagnrýnt löggjöf sem vernda á hinsegin fólk fyrir hatursglæpum og fengið transfólk rekið úr bandaríska hernum með breyttum reglum. Þá hefur hann mælt með afhommunaraðferðum. „Við vonum að þeir sem bera þessa fána augum talki því ekki illa. Þetta er bara fáni og við erum sú þjóð sem að er með hæsta hlutfall allra sem taka þátt í Gay Pride á hverju ári. Við eigum ekki bara að styðja réttindabaráttuna á tylidögum er það?“ Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna '78, fagnar viðbrögðum. Félagið hafi hvatt fólk til að flagga fánum ef þau gætu. „Ég er svo ógeðslega ánægð með að fólk sé að sína samstöðu á þennan hátt. Hann náttúrulega kemst ekki hjá því að sjá þetta, sem er mjög gleðilegt,“ segir Þorbjörg. „Það skiptir okkur rosalega miklu máli að finna þessa velvild og samstöðu.“ Sex fánar eru dregnir að húni á bílastæðaplani Advania en auk þess má sjá fána í gluggum á húsi fyrirtækisins. Reykjavík is getting ready for your visit, @VP! #blessPence pic.twitter.com/GLCvnruxFI— Þorbjörg Þorvaldsdóttir (@torbjorg) September 4, 2019 Þá má finna fána víðar í bænum, meðal annars í Sætúni þar sem ASÍ og Efling eru til húsa ásamt fleirum. Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, fagnar áhuga sem fyrirtæki hafi sýnt á að fá regnbogafána í morgun. „Starfsmaður Advania brunaði á hjólinu sínu til okkar og sótti fána. Það er mikil gleði hjá starfsfólkinu þar. Það veit ég því tengdamamma vinnur þarna,“ segir Daníel. Þá hafi hann heyrt af áhuga hjá Arion banka, sem er með höfuðstöðvar í Borgartúni, og sömuleiðis hjá Ríkiskaupum sem eru við hlið Advania. „Mér finnst þetta bara ótrúlega gaman.“ Regnbogafáninn fagnaði fjörutíu ára afmæli í fyrra. Gilbert nokkur Baker, íbúi í San Francisco í Kaliforníu, hannaði fánann og saumaði árið 1978. Litirnir áttu að tákna samfélag samkynhneigðra. Fyrir þetta framtak sitt hefur Gilbert Baker stundum verið kallaður Betsy Ross samkynhneigðra, en hún saumaði fyrsta fána Bandaríkjanna. Nánari upplýsingar á vef Hinsegin daga. Heimsókn Mike Pence Hinsegin Reykjavík Utanríkismál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. Höfuðstöðvarnar eru við hlið Höfða þar sem Mike Pence fundar með viðskiptafólki og utanríkisráðherra í dag. „Það mátti nú sjá þennan fána blakta við hún hjá opinberum stofnunum, fyrirtækjum og félagasamtökum út um allan bæ fyrir nokkrum dögum. Af hverju er þessi dagur eitthvað öðruvísi en aðrir dagar. Við styðjum réttindabaráttu samkynhneigðra alla daga, ekki bara suma daga,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania. „Við flögguðum ekki á hinsegin dögum og okkur fannst að við ættum að að gera það núna. Það er alltaf gleði hjá okkur.“ Helga Vala Helgadóttir þingmaður er meðal þeirra sem hrósað hafa Advania fyrir framtakið. Sömuleiðis sjónvarpskonan Sirrý Arnardóttir. Afstaða Mike Pence til hinsegin fólks hefur vakið athygli undanfarin ár. Hann hefur líst sig andsnúinn hjónaböndum samkynhneigðra, gagnrýnt löggjöf sem vernda á hinsegin fólk fyrir hatursglæpum og fengið transfólk rekið úr bandaríska hernum með breyttum reglum. Þá hefur hann mælt með afhommunaraðferðum. „Við vonum að þeir sem bera þessa fána augum talki því ekki illa. Þetta er bara fáni og við erum sú þjóð sem að er með hæsta hlutfall allra sem taka þátt í Gay Pride á hverju ári. Við eigum ekki bara að styðja réttindabaráttuna á tylidögum er það?“ Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna '78, fagnar viðbrögðum. Félagið hafi hvatt fólk til að flagga fánum ef þau gætu. „Ég er svo ógeðslega ánægð með að fólk sé að sína samstöðu á þennan hátt. Hann náttúrulega kemst ekki hjá því að sjá þetta, sem er mjög gleðilegt,“ segir Þorbjörg. „Það skiptir okkur rosalega miklu máli að finna þessa velvild og samstöðu.“ Sex fánar eru dregnir að húni á bílastæðaplani Advania en auk þess má sjá fána í gluggum á húsi fyrirtækisins. Reykjavík is getting ready for your visit, @VP! #blessPence pic.twitter.com/GLCvnruxFI— Þorbjörg Þorvaldsdóttir (@torbjorg) September 4, 2019 Þá má finna fána víðar í bænum, meðal annars í Sætúni þar sem ASÍ og Efling eru til húsa ásamt fleirum. Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, fagnar áhuga sem fyrirtæki hafi sýnt á að fá regnbogafána í morgun. „Starfsmaður Advania brunaði á hjólinu sínu til okkar og sótti fána. Það er mikil gleði hjá starfsfólkinu þar. Það veit ég því tengdamamma vinnur þarna,“ segir Daníel. Þá hafi hann heyrt af áhuga hjá Arion banka, sem er með höfuðstöðvar í Borgartúni, og sömuleiðis hjá Ríkiskaupum sem eru við hlið Advania. „Mér finnst þetta bara ótrúlega gaman.“ Regnbogafáninn fagnaði fjörutíu ára afmæli í fyrra. Gilbert nokkur Baker, íbúi í San Francisco í Kaliforníu, hannaði fánann og saumaði árið 1978. Litirnir áttu að tákna samfélag samkynhneigðra. Fyrir þetta framtak sitt hefur Gilbert Baker stundum verið kallaður Betsy Ross samkynhneigðra, en hún saumaði fyrsta fána Bandaríkjanna. Nánari upplýsingar á vef Hinsegin daga.
Heimsókn Mike Pence Hinsegin Reykjavík Utanríkismál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira