Fundað í rammgirtum Höfða Sighvatur Arnmundsson og Björn Þorfinnsson skrifar 4. september 2019 06:15 Miklar öryggisráðstafanir verða við Höfða í dag þar sem varaforseti Bandaríkjanna fundar með íslenskum ráðamönnum. Fréttablaðið/Anton Gríðarlegur viðbúnaður er vegna opinberrar heimsóknar Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til landsins í dag. Pence lendir á Íslandi um hádegi en nokkur hundruð bandarískir starfsmenn ráðherrans auk leyniþjónustumanna eru á landinu vegna heimsóknarinnar. Pence kemur hingað beint frá Írlandi þar sem hann átti fundi með þarlendum ráðamönnum. Mun Pence funda með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í Höfða og munu þeir ræða viðskiptamál en einnig öryggis- og varnarmál. Auk fundar með utanríkisráðherra mun Pence einnig hitta Dag B. Eggertsson borgarstjóra í Höfða. Miklar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar í kringum Höfða vegna fundarhaldanna og verður Borgartúni og mögulega fleiri götum lokað um tíma.Áætlaðar tímasetningar hjá Mike Pence á Íslandi.Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hittir Pence Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, klukkan tvö í dag, áður en viðskiptaþing ráðherranna hefst klukkan 14.30. Til stóð að Pence snæddi hádegisverð með forsetanum á Bessastöðum en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vannst ekki tími til að undirbúa fundinn nægilega í forsetabústaðnum og mun fundurinn mun því hafa verið fluttur og verður annaðhvort í bandaríska sendiráðinu eða í Höfða þar sem öryggisgæsla er gríðarleg. Eins og áður hefur komið fram mun Pence hitta Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í húsnæði Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli í kvöld. Katrín verður þá nýkomin af þingi Norrænu verkalýðshreyfingarinnar sem hún ávarpaði. Boðað hefur verið til baráttufundar gegn Pence á Austurvelli klukkan 17.30. í dag og þar hyggjast ýmis samtök koma saman til að mótmæla stefnu Trump-stjórnarinnar. Er yfirskrift fundarins: „Partý gegn Pence: stöndum með friði, frelsi og grænni framtíð“.Umdeildur og sagður úr takti við nútímann 36 ár eru liðin síðan varaforseti Bandaríkjanna sótti Ísland heim. Sá fulltrúi Bandaríkjastjórnar sem senn stígur fæti á íslenska grund er þó einn sá allra umdeildasti sem gegnt hefur embættinu. Helgast það ekki síst því að Pence er kristinn íhaldsmaður fram í fingurgóma og er á öndverðum meiði við þá bylgju frjálslyndis sem hefur einkennt vestræn samfélög undanfarna áratugi. Þannig er hann harður andstæðingur fóstureyðinga, trúir ekki á loftslagsbreytingar og hefur verið sakaður um að hafa allan sinn feril lagt stein í götu réttindabaráttu samkynhneigðra. Eftir farsælan útvarpsferil komst Pence á þing árið 2001 og tólf árum síðar vann hann nauman sigur í ríkisstjórakosningum í heimafylki sínu, Indiana. Ein umdeildasta lagsetningin sem hann stóð fyrir þegar hann gegndi embættinu voru lög um endurreisn trúfrelsis. Lögin gerðu einstaklingum og fyrirtækjum rétt til þess að nota trú sína sem vörn í dómsmálum.Nokkrir veitingastaðaeigendur nýttu lögin til að neita samkynhneigðum pörum um þjónustu á þeim grundvelli að kynhneigð þeirra stríddi gegn trú veitingamannanna. Vakti málið gríðarlega athygli í Bandaríkjunum. Pence virðist afar hreykinn af skoðunum sínum og í viðtali við New York Times árið 2016 kvaðst hann vera stoltur af því að vera úr takti við nútímann hverju sinni. Það benti þó fátt til þess að Pence myndi feta þá braut í æsku. Hann er af írsku bergi brotinn og var alinn upp í kaþólskri trú. Á táningsárum hans vann hann sem sjálfboðaliði fyrir Demókrata og var stoltur meðlimur flokksins. Þá voru John F. Kennedy og Martin Luther King hans helstu fyrirmyndir. Á háskólaárum Pence, þar sem hann lærði lögfræði, umturnaðist pólitísk sýn hans og hann færði sig yfir á hægri væng stjórnmálanna. Hefur hann nefnt Ronald Reagan sem sinn helsta áhrifavald. Hann kynntist eiginkonu sinni, hinni fráskildu Karen, á þessum árum og saman gengu þau evangelísku kirkjunni á hönd í óþökk móður Mike. Karen stendur eins og klettur á bak við eiginmann sinn og það vakti það athygli árið 2002 þegar Pence sagðist aldrei snæða einn með annarri konu en eiginkonu sinni. Þá færi hann ekki á samkomum þar sem áfengi er haft um hönd án konu sinnar. Birtist í Fréttablaðinu Heimsókn Mike Pence Reykjavík Utanríkismál Tengdar fréttir Flokkur herflugvéla í Keflavík vegna komu Pence Stórum og miklum flutningavélum úr herafla Bandaríkjanna var flogið til Keflavíkur í gærkvöldi og vakti koma þeirra mikla athygli. 3. september 2019 10:37 Ellefu félagasamtök boða til mótmæla vegna „ógeðfelldrar“ stefnu Mike Pence Ellefu félagsmenn hafa tekið höndum saman og boðað til mótmæla vegna heimsóknar Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna. 3. september 2019 11:47 Forsetinn fundar með Pence varaforseta Fundurinn fer fram í Höfða klukkan 14:00. 3. september 2019 22:24 Mike Pence hættir við hádegisverð með Guðna vegna breyttrar ferðatilhögunar Pence er væntanlegur til landsins á morgun en hann mun meðal annars funda með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra en síðar um kvöldið mun hann funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem einnig er væntanleg til landsins. 3. september 2019 16:23 Pence sakaður um að fóðra vasa Trump í Írlandsheimsókn Starfsmannastjóri bandaríska varaforsetans segir hann gista á hóteli Trump á Írlandi að uppástungu forsetans sjálfs. 3. september 2019 19:48 Starfslið Pence leigir sextíu leigubíla Gríðarlegar öryggisráðstafanir eru vegna komu varaforseta Bandaríkjanna til Íslands á morgun. Hundruð undanfara í liði varaforsetans hafa verið hér á landi undanfarna daga og hafa meðal annars tekið á leigu tugi leigubíla. 3. september 2019 18:42 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Sjá meira
Gríðarlegur viðbúnaður er vegna opinberrar heimsóknar Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til landsins í dag. Pence lendir á Íslandi um hádegi en nokkur hundruð bandarískir starfsmenn ráðherrans auk leyniþjónustumanna eru á landinu vegna heimsóknarinnar. Pence kemur hingað beint frá Írlandi þar sem hann átti fundi með þarlendum ráðamönnum. Mun Pence funda með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í Höfða og munu þeir ræða viðskiptamál en einnig öryggis- og varnarmál. Auk fundar með utanríkisráðherra mun Pence einnig hitta Dag B. Eggertsson borgarstjóra í Höfða. Miklar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar í kringum Höfða vegna fundarhaldanna og verður Borgartúni og mögulega fleiri götum lokað um tíma.Áætlaðar tímasetningar hjá Mike Pence á Íslandi.Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hittir Pence Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, klukkan tvö í dag, áður en viðskiptaþing ráðherranna hefst klukkan 14.30. Til stóð að Pence snæddi hádegisverð með forsetanum á Bessastöðum en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vannst ekki tími til að undirbúa fundinn nægilega í forsetabústaðnum og mun fundurinn mun því hafa verið fluttur og verður annaðhvort í bandaríska sendiráðinu eða í Höfða þar sem öryggisgæsla er gríðarleg. Eins og áður hefur komið fram mun Pence hitta Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í húsnæði Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli í kvöld. Katrín verður þá nýkomin af þingi Norrænu verkalýðshreyfingarinnar sem hún ávarpaði. Boðað hefur verið til baráttufundar gegn Pence á Austurvelli klukkan 17.30. í dag og þar hyggjast ýmis samtök koma saman til að mótmæla stefnu Trump-stjórnarinnar. Er yfirskrift fundarins: „Partý gegn Pence: stöndum með friði, frelsi og grænni framtíð“.Umdeildur og sagður úr takti við nútímann 36 ár eru liðin síðan varaforseti Bandaríkjanna sótti Ísland heim. Sá fulltrúi Bandaríkjastjórnar sem senn stígur fæti á íslenska grund er þó einn sá allra umdeildasti sem gegnt hefur embættinu. Helgast það ekki síst því að Pence er kristinn íhaldsmaður fram í fingurgóma og er á öndverðum meiði við þá bylgju frjálslyndis sem hefur einkennt vestræn samfélög undanfarna áratugi. Þannig er hann harður andstæðingur fóstureyðinga, trúir ekki á loftslagsbreytingar og hefur verið sakaður um að hafa allan sinn feril lagt stein í götu réttindabaráttu samkynhneigðra. Eftir farsælan útvarpsferil komst Pence á þing árið 2001 og tólf árum síðar vann hann nauman sigur í ríkisstjórakosningum í heimafylki sínu, Indiana. Ein umdeildasta lagsetningin sem hann stóð fyrir þegar hann gegndi embættinu voru lög um endurreisn trúfrelsis. Lögin gerðu einstaklingum og fyrirtækjum rétt til þess að nota trú sína sem vörn í dómsmálum.Nokkrir veitingastaðaeigendur nýttu lögin til að neita samkynhneigðum pörum um þjónustu á þeim grundvelli að kynhneigð þeirra stríddi gegn trú veitingamannanna. Vakti málið gríðarlega athygli í Bandaríkjunum. Pence virðist afar hreykinn af skoðunum sínum og í viðtali við New York Times árið 2016 kvaðst hann vera stoltur af því að vera úr takti við nútímann hverju sinni. Það benti þó fátt til þess að Pence myndi feta þá braut í æsku. Hann er af írsku bergi brotinn og var alinn upp í kaþólskri trú. Á táningsárum hans vann hann sem sjálfboðaliði fyrir Demókrata og var stoltur meðlimur flokksins. Þá voru John F. Kennedy og Martin Luther King hans helstu fyrirmyndir. Á háskólaárum Pence, þar sem hann lærði lögfræði, umturnaðist pólitísk sýn hans og hann færði sig yfir á hægri væng stjórnmálanna. Hefur hann nefnt Ronald Reagan sem sinn helsta áhrifavald. Hann kynntist eiginkonu sinni, hinni fráskildu Karen, á þessum árum og saman gengu þau evangelísku kirkjunni á hönd í óþökk móður Mike. Karen stendur eins og klettur á bak við eiginmann sinn og það vakti það athygli árið 2002 þegar Pence sagðist aldrei snæða einn með annarri konu en eiginkonu sinni. Þá færi hann ekki á samkomum þar sem áfengi er haft um hönd án konu sinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Heimsókn Mike Pence Reykjavík Utanríkismál Tengdar fréttir Flokkur herflugvéla í Keflavík vegna komu Pence Stórum og miklum flutningavélum úr herafla Bandaríkjanna var flogið til Keflavíkur í gærkvöldi og vakti koma þeirra mikla athygli. 3. september 2019 10:37 Ellefu félagasamtök boða til mótmæla vegna „ógeðfelldrar“ stefnu Mike Pence Ellefu félagsmenn hafa tekið höndum saman og boðað til mótmæla vegna heimsóknar Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna. 3. september 2019 11:47 Forsetinn fundar með Pence varaforseta Fundurinn fer fram í Höfða klukkan 14:00. 3. september 2019 22:24 Mike Pence hættir við hádegisverð með Guðna vegna breyttrar ferðatilhögunar Pence er væntanlegur til landsins á morgun en hann mun meðal annars funda með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra en síðar um kvöldið mun hann funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem einnig er væntanleg til landsins. 3. september 2019 16:23 Pence sakaður um að fóðra vasa Trump í Írlandsheimsókn Starfsmannastjóri bandaríska varaforsetans segir hann gista á hóteli Trump á Írlandi að uppástungu forsetans sjálfs. 3. september 2019 19:48 Starfslið Pence leigir sextíu leigubíla Gríðarlegar öryggisráðstafanir eru vegna komu varaforseta Bandaríkjanna til Íslands á morgun. Hundruð undanfara í liði varaforsetans hafa verið hér á landi undanfarna daga og hafa meðal annars tekið á leigu tugi leigubíla. 3. september 2019 18:42 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Sjá meira
Flokkur herflugvéla í Keflavík vegna komu Pence Stórum og miklum flutningavélum úr herafla Bandaríkjanna var flogið til Keflavíkur í gærkvöldi og vakti koma þeirra mikla athygli. 3. september 2019 10:37
Ellefu félagasamtök boða til mótmæla vegna „ógeðfelldrar“ stefnu Mike Pence Ellefu félagsmenn hafa tekið höndum saman og boðað til mótmæla vegna heimsóknar Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna. 3. september 2019 11:47
Forsetinn fundar með Pence varaforseta Fundurinn fer fram í Höfða klukkan 14:00. 3. september 2019 22:24
Mike Pence hættir við hádegisverð með Guðna vegna breyttrar ferðatilhögunar Pence er væntanlegur til landsins á morgun en hann mun meðal annars funda með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra en síðar um kvöldið mun hann funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem einnig er væntanleg til landsins. 3. september 2019 16:23
Pence sakaður um að fóðra vasa Trump í Írlandsheimsókn Starfsmannastjóri bandaríska varaforsetans segir hann gista á hóteli Trump á Írlandi að uppástungu forsetans sjálfs. 3. september 2019 19:48
Starfslið Pence leigir sextíu leigubíla Gríðarlegar öryggisráðstafanir eru vegna komu varaforseta Bandaríkjanna til Íslands á morgun. Hundruð undanfara í liði varaforsetans hafa verið hér á landi undanfarna daga og hafa meðal annars tekið á leigu tugi leigubíla. 3. september 2019 18:42